Yfirgengileg kratahræsni í umhverfismálum


   Í Fréttablaðinu í dag er mynd af þeim Össuri Skarp-
héðinssyni Iðnaðarráðherra ásamt forstjóra REI (sem
blaktir í lausu lofti þessa daga) og orkumálaráðherra
Indónesíu, undirrita viljayfirlýsingu um uppbyggingu
jarðvarma þar í landi. Fram kom að Indónesar ætla
að nota jarðvarmann m.a til álbræðslu. Aðspurður um
hvort með þessu væru íslenzk stjórnvöld ekki að flytja 
út stóriðjustefnuna til annara landa sagði Össur. ,,Ég
skipti mér ekki að því. Ef þeir vilja reisa álver mega þeir
gera það mín vegna".

   Hvers konar hræsni er þetta ? Er allt í lagi að  íslensk
stjórnvöld taki þátt í því að menga  í öðrum löndum ?
Er mengunin ekki hnattræn?  Hvers vegna er allt í lagi
að mati krata að Ísland taki beinan þátt í því að gera 
uppbyggingu á mengandi álveri á Indónesíu mögulegt, 
en hafni slíku álveri á Íslandi vegna mengunar-og um-
hverfissjónarmiða að þeirra mati?

   Þetta er álíka hræsni   hjá Össuri og að vilja leita að
olíu  og finna hana  á  íslenzka  landgrunninu, en það
má hins vegar alls ekki vinna hana og hreinsa á Íslandi
vegna mengunar- og umhverfissjónarmiða. Hvers konar
ofurhræsni  er þetta eiginlega?

  Á sama tíma lýsir umhverfisráðherra því yfir að ekki
standi til að sækja um undanþágur á loftlagsráðstefnu
SÞ í des nk. Sem við eigum auðvitað að gera vegna mik-
illar endurnýjanlegrar  og hreinnar orku sem við búum
yfir og er ígildi fleiri hundruð milljarða í framtíðinni. Sam-
tímis er ríkisstjórnin sem þessi sami umhverfisráðherra
situr í að fara í meiriháttar stóriðjuútrás í öðrum löndum.
Stóriðju, sem að hans mati er mengandi og stórhættuleg
umhverfi og mönnum á Íslandi.

   Hræsnin er yfirgengileg í kratabúðunum í dag !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband