Svandís guggnaði

 

   Málaferli Svandísar Svavarsdóttir borgarfulltrúa VG gegn
Orkuveitunni er lokið. Svokölluð  sátt er  sögð  hafa náðst í
málinu. En auðvitað er ástæðan sú, að fullkomin óvissa var
um niðurstöðu málsins. Líkurnar á að hinn umdeildi eiganda-
fundur yrði dæmur ógildur voru alls ekki öruggar. Þess vegna
guggnaði Svandís. Ástæðan var klúður Svandísar að mæta á
og taka  fullan  þátt í  fundi sem hún taldi ólöglegan. Hver
tekur fullan þátt í fundi sem viðkomandi telur ólöglegan? Og
það stjórnmálamaður sem vill láta taka sig alvarlegan? Þess
utan var hitt klúðrið að láta Orkuveituna fara fram á að málinu
yrði vísað frá dómi. Núverandi borgarstjórnarmeirihluti ræður
jú meirihluta í stjórn Orkuveitunar. Ekki satt ?

  Annars er leyndardómurinn yfir REI málinu með ólíkindum.
Gjörsamlega á skjön við það sem vinstriflokkarnir hafa boðað,
að hafa allt uppi á borðinu. Þvert á móti er nú nánast allt
undir borðinu varðandi grundvallarþætti alls klúðursins... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband