Anna yfirgefur Framsókn

 

   Anna Kristinsdóttir sem löngum hefur verið í forystusveit
Framsóknarflokksins  hefur nú yfirgefið hann. Tiltekur m. a
skort á hugmyndafræðilegri stefnumótun og óeiningu innan 
flokksins,  einkum  í  Reykjavík, sem  aðalástæðu úrsagnar
sinnar úr flokknum.

  Framsóknarflokkurinn hefur því miður ekki farið varhluta
af  pólitískum  innanflokksátökum gegnum árin, eins  og
Guðni Ágússton núverandi formaður flokksins getur um í
bók sinni sem er að koma út þessa dagana. Tvennt ber
þó  hæðst  sem ollið  hefur  Framsóknarflokknum mikum
skaða, og sem einmitt  Anna  Kristinsdóttir  ber mikla
ábyrgð á.

   Hið fyrra er þátttaka flokksins í R-listasamkrullinu í heil
12 ár. Þar hvarf Framsóknarflokkurinn nánast undir pils-
fald Ingibjargar Sólrúnu Gísladóttir. Sogaðist nánast inn
í hræðslubandalag vinstriaflanna, flokkur sem hingað til
hefur skilgreint sig sem miðjuaflið í íslenzkum stjórnmálum.
Þá fyrst hrundi allt flokksstarf niður sem Anna kvartar svo
mikið um, en ber fulla ábyrgð á, því hún var einn af aðal
talsmönnum R-listasamstarfsins.  Flokkurinn  hvarf  sem
sagt í lang stærsta sveitarfélagi landsins, og fylgið hrundi
samfara því í Reykjavík. Það á því eftir að taka mörg ár að 
byggja upp flokksstarfið  í Reykjavík eftir hin miklu mistök
með R-listasamkrull Önnu og félaga.

  Hið síðara var sífellt daður Halldórs Ásgrímsssonar um
Evrópumál og aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það
veit enginn  hversu marga þúsunda þjóðlegra kjósenda
Halldór flæmdi  frá  flokknum af þessum sökum. Því Fram-
sókn er sprottin úr íslenzkum  jarðvegi og hefur gegnum
áratugina  höfðað  til  hinna  þjóðlegu  gilda  og viðhorfa.
Anna  Kristinsdóttir tók hins vegar heilshugar  undir þessi
sjónarmið Hallórs, og gekk meir að segja til liðs við Evrópu-
samtökin. Enda hefur aðdáun hennar á Ingibjörgu Sólrúnu
og hennar Evrópusambanadssýn aldrei farið leynt. Trúlega
verður því miklir fagnaðarfundir þegar þær stöllur ná form-
lega saman á hinum pólitíska vettvangi á næstunni.

   Þannig eru öll  rök Önnu Kristinsdóttir fyrir úrsögn úr Fram-
sókn vægast sagt  blendin og ósannfærandi. Hins vegar verð-
ur það þrautin þyngri fyrir Guðna Ágústsson og hans fólk að
byggja flokkinn upp á ný. Ástæðulaust er að útiloka  að það
muni takast, svo fremi sem hin þjóðlegu grunngildi Fram
sóknarstefnunar verði þar  höfð að leiðarljósi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband