Á Brussel að stjórna flugi Íslendinga ?

 

   Skv. frétt RÚV í dag ákváðu umhverfisráðherrar ESB að skylda
flugfélög til að kaupa losunarkvóta frá árinu 2012, en áætlað er
að flugfélög beri ábyrgð á 3% losunar á koltvísýrungi út í and-
rúmslofið. Með þessu hyggst ESB beina þegnum sínum meira
inn á það að nota lestarsamgöngur  innan  ESB og þau sam-
göngutæki sem menga minna.

  Ljóst er að þessi tilskipun ESB mun ná til Íslands verði hún að
veruleika. Engin þjóð innan Evrópska efnahagssvæðisins er eins
háð flugsamgöngum og Ísland. Engar lestir eru til á Íslandi, og
flugið er nánast eini ferðamáti Íslendinga milli landa. Því myndi
slíkur losunarkvóti stór hækka flugsamgöngur á Íslandi og eru
þær þó háar fyrir, ekki síst  innanlands.

  Hvað hyggst ríkisstjórnin gera í þessu máli? Það eina sem hún
hefur gert er að kynna málið fyrir umhverfsráðherum Norðurlanda.
Hvers konar sofandaháttur er hér á ferð? Hvers vegna er utan-
ríkisráðuneytið ekki strax  virkjað í þessu stóra hagsmunamáli eins
og svo oft áður þegar ESB hefur ætlað að setja lög sem gengu
þvert á íslenska þjóðarhagsmuni. - Er þetta dæmi þess að nú
ráða ESB-sinnaðir kratar för innan utanríkis-og umhverfisráðu-
neytum og ætla að lúffa baráttulaust fyrir Brussel-valdiinu þótt
það stórskaði íslenzka þjóðarhagsmuni? Aðeins smjörþefurinn
af því sem koma skal?  Og hvar er Sjálfstæðisflokkurinn í þessu
máli?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hin stóra krumla í Brussel er hægt og sígandi að teigja ofurvald sitt í átt að Íslandi.Ofurspillt braskaragengi misviturra stjórnmálamanna ræður hér ríkjum,og margir hverjir þessara manna hafa hvorki þroska né kunnáttu í að stjórna.Það er stutt í það að við missum alveg sjálfstæði vort.

jensen (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 23:50

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Gleðileg jól Guðmundur, með þökk fyrir þína góðu pistla á árinu sem er að líða.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.12.2007 kl. 00:26

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk fyrir og gleðileg jól til ykkar allra!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 25.12.2007 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband