Ekkert virðist þeim heilagt !


   Ólína Þorðvarðardóttir stóð sig mjög vel í Kastljósinu í
kvöld, og talaði  þar fyrir stórum  hluta þjóðarinnar. Til
umræðu var hinn umdeildi Spaugstofuþáttur s.l laugar-
dag. Allflestir eru sammála um að þar var heldur betur
farið yfir stríkið, og það sem átti að vera spaug og grín
breyttist algjörlega í andhverfu sína.

  Hins vegar má segja að þeim Spaugstofumönnum sé
EKKERT heilagt. Flestir muna um árið þegar biskup og
þjóðkirkjan fékk sinn skammt, og það rétt fyrir páska-
dag. Og ekki alls fyrir löngu átti að gera grín að fána-
lögunum, sem út af fyrir sig var hið besta mál. En í lokin
urðu  Spaugstofumenn gjörsamlega að fara yfir strikið
og eyðileggja annars góðan þátt með því að kveikja í
íslenzka fánanum. Já, kveikja í þjóðfána Íslendinga !

  Þeir spugstoðumenn þurfa nú heldur betur að fara að
hugsa sinn gang...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var Ólínu líkt - hún er heiðarleg og vel gerð.

Ísfirðingur (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 01:05

2 identicon

Enda Vestfirðingur

Ísfirðingur (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 01:08

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Ég LÍKA, Ísfirðingur, enda Flateyringur!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.1.2008 kl. 01:12

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Ólína sannaði þarna hvað hún er heil í sinni hugsun og málflutningi,
burt frá allri flokkspólitík

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.1.2008 kl. 01:20

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Ég held að ef Spaugstofumenn hefðu sleppt landspítalabúningnum þá hefði það breytt miklu, hins vegar finnst mér eins konar tilhneyging til þess að "hengja bakara fyrir smið " í þessu efni og allt umtalið, baknag alls konar ekki hvað síst úr herbúðum Samfylkingar um Ólaf, var tilefni jú umfjöllunarinnar.

Annars Flateyri ?' Ég er ættuð frá Flateyri.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 30.1.2008 kl. 01:20

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Gaman að heyra það Guðrún. Er fæddur þar og uppalinn en flutti
þaðan 1992.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 30.1.2008 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband