Mun forsetinn verja vestrænt tjáningarfrelsi ?


   Eitt af hinum stórpólitísku málum sem forseti Íslands mun
ræða á sjónvarpstöðinni Al Jazeera n.k laugardag eru dönsku
skopteikningarnar og mótmæli múslima við þeim skv. upplýs-
ingum forsetaskrifstofunnar. Svo vill til að Danska þjóðarbók-
hlaðan sagðist í dag hafa í hyggju að varðveita upprunalegu
skopteikningarnar, sem ollu miklu uppnámi í múslimaríkjunum
fyrra hluta ársins 2006, eftir að Jótlandspósturinn birti þær.

  Fróðlegt verður að heyra og sjá viðhorf forsetans á þessu
stórpólitíska máli frammi fyrir  50 milljónum áhorfenda Al Ja-
zeera, sem flestir eru úr Arabaheiminum, sbr. frétt Mbl. fyrr
í dag og blogg mitt um þá frétt hér á undan.

  Birting myndanna var umdeild. En þær fengust birtar á
grundvelli málfrelsis og tjáningarfrelsis. Grunnstoðum vest-
rænna þjóðskipulaga og gilda. Rétt afstaða var hjá dönskum
yfirvöldum að standa vörð um þessi grunngildi, og kvika ekki
frá þeim. Koma skýrum skilaboðum til umheimsins að ekki
kæmi til greina að veita afslátt á þeim.

  Fróðlegt verður að fylgjast með viðhorfum og svörum for-
seta Íslands á Al-Jazeera n.k laugardag. Verður þar afsláttur
í boði ?
mbl.is Múhameðsteikningar á danska þjóðarbókasafnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband