Menntamálaráðherra veldur vonbrigðum !


   Menntamálaráðherra áformaði í vetur að úthýsa kristnum gildum
úr grunnskólalögum. Menntamálanefnd hefur nú komið í veg fyrir
þau áform. Og er það vel. Undirstrikað er kristna arfleið íslenzkrar
menningar. Því kristin trú er samofin íslenzkri þjóðmenningu í þús-
und ár. Erfitt er að skilja, hvað menntamálaráðherra gekk til í þessu.
Bar fyrir sig dóm Mannréttindadómstóls Evrópu hvað Noreg varðar,
en í áliti menntamálanefndar segir að ekki komi fram í dóminum að
það brjóti í bága við mannréttindasáttmálann að ríki meti og ákveði
innihald námskrár með tilliti til kristni, sbr. Mbl. í gær. - Menntamála-
ráðherra brást því þjóðlegri skyldu sinni að standa vörð um hin kristnu
gildi í skólum landsins.

  Fyrr í vetur var fast sótt að íslenzkri þjóðtungu. Vildu sumir ganga
svo langt að gera ensku jafnréttháa íslenzkri tungu m.a í viðskipta-
lífinu. Menntamálaráðherra lýsti því yfir að ráðherra ætlaði að beita
sér fyrir lagasetningu þess efnis, að íslenzk tunga skyldi vera ríkis-
tunga á Íslandi lögvarin í stjórnarskrá. Ekkert hefur bólað á þeim
áformum  menntamálaráðherra,  og  hefur  því ráðherra  brugðist
þjóðlegri  skyldu sinni hvað það varðar.

  Og nú síðustu daga virðist menntamálaráðherra einnig ætla að
bregðast þjóðlegri skyldu sinni með því að láta eftir ESB-sinnum
um stjórnarskrárbreytingu og þjóðaratkvæaðgreiðslu í þágu  ESB-
aðildar án þess að vilji Alþingis sé  efnislega ljós varðandi slíka
aðild. En það er einmitt meirihluti Alþings og vilji ríkisstjórnar sem
verður að ákveða hvort  að sótt verður um aðild að ESB ÁÐUR en
stjórnarskránni verði breytt í þá veru og þjóðaratkvæðagreiðsla
ákveðin.

  Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,  hefur
því  VALDIÐ MIKLUM VONBRIGÐUM  í mörgum veigamiklum málum
og viðhorfum á yfirstandandi þingi....

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Já ég er ansi hrædd um ýmis skref hafi veikt stöðu hennar sem varaformanns, ekki hvað sist síðasta útspilið.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.5.2008 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband