Efling orkufreks iðnaðar og myntsamstarf við Norðmenn !


  Svarið við fyrirsjáanlegri efnahagskreppu er að hefja nýja sókn í
orkufrekum iðnaði með endurnýjanlegri orku og hefa myntsamstarf
við Norðmenn.  Eigum fárra annara kosta völ ef takast á að afstýra
meiriháttar niðursveiflu í íslenzku atvinnulífi með skelfilegum afleið-
ingum fyrir land og þjóð.

  Ríkisstjórnin á eins og kostur er að styðja við bakið á álversfram-
kvæmdum í Helguvík og Húsavík, og netþjónustuveri. Allar þessar
framkvæmdir myndu skila dýrmætum gjaldeyristekjum þegar fram
líða stundir. Þá á ríkisstjórnin að taka fagnandi byggingu olíuhreinsi-
stöðvar, hvort sem hún yrði byggð á Vestfjörðum eða annars staðar.
Allt eru þetta stórframkvæmdir sem erlendir fjárfestar koma að,
fjárfestar sem nú þegar eru fyrir hendi.  En skortur á erlendu fjár-
magni í íslenzkt atvinnulíf er einmitt sem er svo mikið vandamál í
dag.

  Til að ná tökum á óðaverðbólgu, vaxtaorkri, og meiriháttar gengis-
sveiflum, sem stórskaðar fyrirtæki og einstaklinga, þarf að henda út
af borðinu gjaldþrota peningastefnu. Taka einn minnsta gjaldmiðil
heims út af gjaldeyrismarkaði og koma honum í skjöl svo að hægt
verði á sem skemmstum tíma að koma á  jafnvægi í efnahagsmálum.  
Í því sambandi á að leita til Norðmanna um myntsamstarf. Norsk
króna er ein sú sterkasta mynt um þessar mundir varin af norska
olíusjóðnum.  Íslenzk króna yrði þar með varin af allskyns spákaup-
mennsku. Þetta myntsamstarf yrði á ÍSLENSKUM forsendum, gjör-
ólíkt því ef við tækjum upp erlenda mynt, sem við hefum ENGIN
áhrif á, og sem EKKERT tæki tillit til ÍSLENZKRA aðstæðna hverju
sinni, eins og t.d evra - Þá myndum við með slíku samstarfi  losna
við að taka ERLENT OFUR OKURLÁN til að styrkja gjaldeyrisvarasjóðinn.

  Jafnframt þessu þarf að vinna markvíst að afnámi verðtryggingar og
að umbylta úreltu sjávarútvegskerfi frá grunni.

  Atburðir síðustu daga og vikur í gengishruni, óðaverðbólgu með tilheyr-
andi okurvöxtum GENGUR EKKI LENGUR fyrir þjóð og atvinnulíf. Allir VITI-
BORNIR  menn á Íslandi sjá það og skilja !

  Alverst í stöðinni yrði að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru,
enda MARGRA ÁRA ferili.

  
mbl.is Áhyggjur af haustinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband