Fá ,,Saving Iceland" að halda skrílslátunum áfram?


   Getur það virkilega verið að íslenzk stjórnvöld og löggæslan
í landinu ætli að láta hóp erlendra anarkista og vinstrisinnaðra
róttæklinga halda uppi skrílslátum og ofbeldisfullum aðgerðum
eins og þau gerðu s.l sumar? Nú er um 50 manna hópur mest
erlendir stjórn-og iðjuleysingjar búnir að hreiðra um sig uppi á
Hellisheiði, hótandi ólöglegum aðgerðum eins og á s.l sumri, og
jafnvel enn róttækari aðgerðum en voru þá.

   Reynslan af skrílslátum þessa hóps í fyrra hlýtur að hafa kennt
löggæslu og viðkomandi stjórnvöldum þá einföldu lexíu, að verði
þessi hópur uppvís af ólöglegu athæfi verði honum umsvífalaust
vísað úr landi. Það gengur ekki að hafa heilan skara af lögreglu-
liði bundið yfir trylltu erlendu anarkistaliði lungan úr sumrinu.
Nóg samt er löggæslan fáliðuð og næg verkefni önnur sem hún
þarf að sinna, að svona óþarfa erlendur ófögnuður bætist ekki ofan
á hennar verkefni og skyldustörf.

  Athylgi vekur hvað sumir bloggarar tengdir Vinstri-grænum taka
upp hanskann fyrir þetta ,,lið". Sem sýnir hversu Vinstri-grænir eru
með öllu vanhæfir  við að koma nálægt  stjórn landsmála....

  Sem sagt. Krafa þjóðarinnar er að þessu ,,liði" verðu ÞEGAR Í
STAÐ vísað úr landi virði það ekki í einu og öllu íslenzk lög og
reglur!!!

  Svo einfalt er það!
mbl.is Mótmælabúðir á Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon


Nú verð ég að viðurkenna að ég get ekki tekið upp hanskanna fyrir þeim sem þú kallar "lið". Að mínu mati er það hollywood samviskan sem fær útlendinga sem aldrei hafa komið í tveggja landa radíus frá Íslandi til að koma hingað og tjalda í roki og verja svæði sem þeir ekki geta borið framm. . . Hinz vegar leiðst mér að "þið" hægri menn skulið alltaf nýta alla möguleika á að hreyta yfir vinstri menn í hvert sinn sem þið sjáið mögulega tengingu. Ég sem vinstri maður  í anda(ekki flokksbundinn VG eða þykjustu vinstrihreyfingu XS)  nýti ekki hvert andartak til að bauna yfir hægri menn í hvert sinn sem Bush og aðrir beinmergjaðir hægri menn í fáviskusinni merja þá stefnu sem þeir þykjast standa fyrir.

Fyrir um 3 mánuðum síðans sat ég með 3 bandarískum vínekru milljónamæringum og saup öl á English pub og missti það út úr mér að pabbi minn hefði starfa fyrir alþ.b.  og væri því "kommonisti" þeir litu á mig sem son hryðjuverkamans, án gríns, ég, í fyrsta sinn í lífinu, brosti og tók orð mín tilbaka og þóttist vera grínast, svo alvarlegir voru þeir.Punkturinn er, að hugmyndafræði hægri og vinstri (frá frakklandi) er svo ólík og svo skemmtilegar og því þarf að bera virðingu fyrir skoðanahugmyndum fólks þrátt fyrir að bavíanar undir formerkjum hægri og vinstri handa segi eða geri hluti sem pirri af manni góðan svefn.

Kær kveðja. Marinó Muggur 

Marinó Muggur (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 00:50

2 identicon

Skelfing áttu bágt Guðmundur,og samt er ég ekki stuðningsmaður VG.Kjánalegt að staðhæfa svona að vinstra lið styðji þennan hóp.Átti kannski að taka á móti þessum hópi líkt og var tekið á móti Falun Gong fólkinu á sínum tíma?Sýnist þú viljir það.  Hafðu það fínt annars.

Barni Ó (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 01:00

3 Smámynd: tatum

ég er farin að hallast á það að "hægrisinnaðir" þessum heimi séu þeir sem eru að útrýma mannkyninu!

tatum, 13.7.2008 kl. 01:50

4 identicon

mér finnst húmorinn vera að eflast hér á þessu  tjásvæði

svona okkar á milli sagt, það grillir í skilningsglætu

 og vottar dauflega fyrir brosi

ef að vel er að gáð 

Tryggvi (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 02:04

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Það er alveg rétt að VG hefur dansað kring um þau öfgasjónarmið sem þarna eru á ferð, því miður og betur að sá flokkur reyndi að eygja sýn út fyrir landsteina á hafsbotninn kring um landið og aðferðafræðina við fiskveiðistjórnum á Íslandsmiðum.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.7.2008 kl. 02:14

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

Skemmtilegur pistill, fullur af beittu gríni. Það vona ég allavega, því hafi þetta verið sagt í alvöru eru menn farnir að gæla við stjórnskipan lögregluríkis. Það er leyfilegt að mótmæla á Íslandi. Vér mótmælum allir var sennilega bara vinstri-bull á sínum tíma? Ég tæki ofan hatt minn fyrir þessu fólki, ætti ég hatt. Ekki erum við íslendingr að verja landið okkar? Er það ekki virðingarvert að einhver skuli nenna því? Varla er það iðjuleysi? Eða viltu kannski að löggan komi og hlekki þau við ker á Reyðarfirði svo þau hætti iðjuleysinu? Annars er þetta iðjuleysisbull ekkert annað en bull. Iðjuleysi er að gera ekkert. Að tjalda uppi á fjöllum og mótmæli er ekki iðjuleysi.

Þess má svo geta að ég er ekki í VG, hef aldrei verið og hef ekki kosið þau.

Villi Asgeirsson, 13.7.2008 kl. 08:54

7 Smámynd: Fannar frá Rifi

Það ætti að leyfa þessu liði að vera í friði. Hinsvegar hafa þeir sýnt af sé hegðun sem er hættuleg öðrum og brotið lög ítrekað. Frelsis svipting er meðal þeirra glæpa sem þeir hafa framið.

Ef umhverfisverndarsinnarnir þarna upp á hálendinu geta ekki mótmælt án þess að brjóta lög, stofna sér og öðrum í hættu, þá er nóg komið og lögreglunni ber að stöðva þá.

Fannar frá Rifi, 13.7.2008 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband