Utanríkisráðherra misnotar Þróunarsamvinnustofnun


   Í Fréttablaðinu í gær segir frá hvernig utanríkisráðherra hefur misnotað
Þróunarsamvinnustofnun Íslands í kosningabaráttunni fyrir sæti Íslands
í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Einn stjórnarmanna stofnunarinnar
hefur mótmælt framferði utanríkisráðherra, einkum vegna Barbados ráð-
stefnunarinnar í mars s.l, og annar stjórnarmaður spyr margra spurninga
í þessu sambandi.

  Ljóst er að utanríkisráðherra beitir öllum bolabrögðum til að koma Íslandi
inn í þetta öryggisráð. Alvarlegast er þó ef utanríkisráðherra er búinn að
búa til miklar væntingar meðal fjölmargra fátækra ríkja víða um heim sem
engann veginn verður hægt að standa við. Eða réttara sagt. Var aldrei
ætlunin  að standa við.

  Hér er um grafalvarlegt mál að ræða. Að vekja upp falskar vonir meðal
fátækra ríkja um þróunaraðstoð sem aldrei var ætlunin að standa við er
vítaverð  vinnubrögð hjá  utanríkisráðherra. Með framferði sínu mun ráð-
herra sverta ímynd Íslands mjög á alþjóðavettvangi á næstu árum.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ótrúlegt, en því miður er ég hrædd um að hér hafi verið farið hreinu offari.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 14.7.2008 kl. 00:42

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sammála þér, að þetta virðist samkvæmt fréttinni vera vítaverð misnotkun.

Jón Valur Jensson, 14.7.2008 kl. 14:32

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk fyrir innlegg ykkar hér Guðrún og Jón Valur.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.7.2008 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband