Ingibjörg Sólrún tilbúin að eftirláta Spánverjum kvóta af Íslandsmiðum !


    Í gær var utanríkisráðherra Spánar á Íslandi  í boði utanríkisráðherra
Íslands, Ingibjargar Sólrúnu Gísladóttir. Fór vel á með þeim enda bæði
miklir sósíaldemókratar. Hinn spænski utanríkisráðherra undirstrikaði að
Íslendingar gætu aldrei tekið upp evru án ESB-aðildar. Nokkuð sem búið
er að liggja fyrir lengi og kemur ekki á óvart. Hins vegar fullyrti hann að
ekkert mál væri fyrir Íslendinga að ganga í ESB, þeir myndu halda yfirráð-
um sínum yfir sínum fiskimiðum eftir sem áður.

  Segir hver? Talsmaður þjóðar sem búin er ásamt öðrum þjóðum ESB að leggja
t.d breskan sjávarútveg nánast í rúst. Spánverjar eru mikil fiskveiðiþjóð, og sár-
vantar aðkomu að fleiri fiskimiðum. Innganga Íslands í ESB yrði þannig himna-
sending fyrir Spánverja. Því þá opnuðust ein gjöfulustu fiskimið heims fyrir
þeim.  Enda færði hinn spænski ráðherra ENGIN rök fyrir því hvernig Ísland
myndi halda yfirráðum sínum yfir hinum gjöfulustu fiskimiðum heims gerðist
Ísland aðili að ESB. Bara fullyrti út í loftið og brosti og hló og  hló!

  Auðvitað veit utanríkisráðherra Spánar betur. Veit að Ingibjörg Sólrún við-
heldur FRJÁLSU FRAMSALI kvóta á Íslandsmiðum sem gefur Spánverjum eins
og öðrum fiskveiðiþjóðum ESB tækifæri á að kaupa þá upp með tíð og tíma.
Með inngöngu Íslands í ESB fellur allt bann við fjárfestingum útlendinga í
íslenzkum útgerðum niður. Þannig væri EKKERT í heiminum auðveldara en  
fyrir Spánverja og aðrar ESB-þjóðir að kaupa sig inn í íslenzk útgerðarfélög
og yfirtaka þar með íslenzkan kvóta á Íslandsmiðum.

  Og þetta veit Ingibjörg Sólrún líka. Sem VOGAR sér að leika sér þannig að
einu helsta fjöreggi Íslendinga.  Tilbúin til að fórna einum gjöfulustu  fiski-
miðum heims í hendur erlendra útgerða?  Hver yrði  hinn efnahagslegi ávinn-
ingur fyrir Íslendinga af slíkum gjörningi?  Fyrir utan alla þá milljarða sem
Ísland þarf að greiða í sukksjóði ESB umfram það  smáræði sem til baka kann
að koma!

    Er ekki kominn tími til að þjóðin fari alvarlega að átta sig á hinum and-
þjóðlegum áformum Ingibjargar Sólrúnar og flokki hennar gagnvart ís-
lenzkum hagsmunum?  
mbl.is ESB-aðild forsenda evruupptöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Þessi herramaður er ekki sá fyrst sem hingað kemur með ryk í poka varðandi yfirráð yfir fiskimiðum við Esb aðild.

Flestir vita betur varðandi það atriði og Samfylkingin gengur villu síns vegar áfram, líkt og fyrri daginn.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 4.9.2008 kl. 01:30

2 identicon

Spánverjar hafa ekki veiðireynslu í íslenskri landhelgi og geta því ekki gert tilkall til þess að fá að veiða í henni.

Plús: Íslensk skip eru að veiðum út um öll heimsins höf. Líka þar sem fiskistofnar eru í hættu.  

Egill (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 02:22

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Egill.

Höfðu Spánverjar veiðireynslu á miðunum í kringum Bretland?

Fannar frá Rifi, 4.9.2008 kl. 08:55

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Spánverjar stofnuðu fyrirtæki í Bretlandi og keyptu til að geta veitt þar. En við erum nú lítið betir sbr. lætin i Noregi núna vegna makrílveiða okkar utan kvóta og samninga.

Magnús Helgi Björgvinsson, 4.9.2008 kl. 09:47

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

Makríl veiðar okkar eru á alþjóðlegu hafsvæði og er það ekki að messtu innan okkar lögsögu?

Við erum ekki að sigla inn í lögsögu noregs til þess að veiða makríl þar? 

Fannar frá Rifi, 4.9.2008 kl. 10:17

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

og Magnús. hvað stoppar spánverja að gera nákvæmlega sama hér? stofna fyrirtæki kaupa kvóta og síðan sigla með fiskinn til spánar óunninn og enginn peningur er eftir í landinu af verðmætum fisksins?

þó menn deilu um núverandi fiskveiðistjórnun þá efast enginn um það að það eru gríðarlega miklir peningar sem koma inn í þjóðfélagið allt frá fiskveiðum og vinnslu. 

hversu miklu ertu til í að fórna fyrir skrifstofustörf i brussel? 

Fannar frá Rifi, 4.9.2008 kl. 10:19

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Málið er afar augjóst. Þegar bann við fjáfestingum útlendinga í íslenzkum útgerðarfélögum fellur niður við ESB aðild  ásamt því að hér er FRAMSELJANLEGUR KVÓTI á Íslandsmiðum, er EKKERT auðveldara fyrir Spánverja og aðrar ESB-þjóðir  en að kaupa sig inn í ísl. útgerðarfyrirtæki, og komast þannig yfir kvóta þeirra. Alþekkt innan ESB í dag og kallað kvótahopp milli ríka. HEFUR EKKERT MEÐ AÐ GERA NEINA VEIÐIREYNSLU eða formlega stjórnun yfir fiskimiðunum. - Þetta vita ESB sinnar, en GRJÓTHALDA KJAFTI yfir  þessu, vitandi það að þetta er STAÐREYND. - En Guð minn góður! Allir þeir GRÍÐARLEGU fjármunir sem þarna eru í húfi fyrir okkar þjóðarbú.
Bara þetta EITT á að útiloka aðild Íslands að ESB.

Þannig þetta er hárrétt hjá þér Fannar, en grátlegt hvernig Magnús
vinur minn lítur á þetta og skilur. Hann hlýtur að átta sig á þessu með
tíð og tíma.
  

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.9.2008 kl. 11:15

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nú í dag skilst mér að margir sem eigi kvótan haldi heimili á Spáni og séu jafnvel með lögheimili þar. Þó þeir séu upprunalega íslendingar.  Síðan er fiskvinnslan að stóru hluta mönnuð útlendingum. Jafnvel farið að bera á því á fiskiskipunum. Þannig að ég held að þetta sé nú bara orðið sæmilega erlent takk fyrir.

Held að í dag sé nú þegar möguleikar fyrir spönsk fyrirtæki að kaupa hlutafé í íslenskum fyrirtækjum ef þau eru á markaði hvort sem er. EN þau hafa bara ekki sýnt áhuga. Það hefur verið bent á margar leiðir fram hjá þessu banni við fjárfestingum en það hefur engin haft áhuga.

Magnús Helgi Björgvinsson, 4.9.2008 kl. 11:31

9 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Ég og þú meigum hafa yfir kvóta að ráða en búa á tunglinu, en
skipið eða báturinn sem kvótinn er úthlutað á verður að vera LÖGSKRÁÐUR
á Íslandi, þannig að allur virðisaukinn af honum skilar sér 100% í ísl.
þjóðarbúíð dag. Það er GRUNDVALLARMÁLIÐ!  ALLIR sem vinna í finsk-
vinslunni, Íslendingar sem útlendingar greiða 100% staðgreiðslu til  ísl.
ríkissins, auk þess sem launatengd  gjöld og hagnaður af vinnslunni fer
100% í okkar ríkissjóð. Komist útlendingar yfir kvótann geta þeir siglt með
hann bein erlendis til vinnslu þar.

Magnús. Sjávarútvegurinn er ALGJÖRLEGA í dag utan EES-samningsins,
og þess vegna getum við í dag komið í veg fyrir fjárfestingum útlendina
í ísl. útgerð og varið þannig okkar auðugu fiskimið.  Göngum við í ESB
verður okkar stærsta auðlind  á uppboði innan ESB.

Lestu svo kálfinn í MBL í dag um landhelgisbáráttu okkar Íslendinga.
Var þar barist til einskyns? Já, göngum við í ESB!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.9.2008 kl. 11:54

10 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég held að það sé eins með spönsku skipin í Bretlandi þau eru lögskráð þar. En flytja svo fiskinn til Spánar. Er það ekki sama og við gerum?  Held að fólk út á landi sé nú ekki sátt við virðisaukan af þessum kvóta sem að  mestu er kominn til Reykjavíkur og þaðan í fjárfestingar erlendis. Það er ekki eins og þessi fyrirtæki með uppsafnað tap séu að borga mikla skatta hér. Bendi en og aftur á að það er miðað við veiðireynslu þannig að það eru bara fyrirtæki hér á landi sem eiga rétt á veiðum hér skv. ESB:

Magnús Helgi Björgvinsson, 4.9.2008 kl. 12:51

11 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. 100% af hverjum fiskiugga af Íslandsmiðum fer um allt íslenzka
hagkerfið a-ö burt sé frá því hvaða Íslendingar höndla með kvótann. Á
því verður GRUNDVALLARBREYTING þegar útlendingum gefst tækifæri með
að höndla með þennan sama kvóta, og þar með opnast sá möguleiki að
stór hluti virðisauka af þessari mikilvægu auðlind okkar hverfi úr landi.
Þess vegna þarf af gjörbreyta okkar fiskveiðikerfi í dag og afnema FRJÁLST
FRAMSAL kvóta ÁÐUR en við göngum í ESB. Það sér hver heilvita maður og
jafnvel hver hænuhaus. Þess vegna er það svo hrikalegt að þið ESB-sinnar
skuli ekki átta ykkur á þessu grundvallaratriði og hversu gríðarlegir
þjóðarhagsmunir eru í húfi. Það er eins og það megi ALLS EKKI ræða
þetta stórmál í tengslum við ESB-aðild, enda getið þið ESB-sinnar ekki
fært nein rök fyrir því hvernig þið ætlið að koma í þeg fyrir slíkt stórslys.
Enda ekki hægt skv. grundvallarreglum Rómarsáttmálans um frjálsar
fjarfestingar innan ESB. Bara vegna þess að íslenzkur sjávarútvegur er
utan EES komust við upp með það að halda honum alfarið í íslenzkri
eigu. 

Fiskimiðin er okkar helsta auðlind og því ekki hægt að bera okkur saman
við aðrar ESB-þjóðir hvað það varðar. Enda STYRKIR okkar fiskveiðar og
vinnsla meiriháttar okkar þjóðarbú meðan sjávarútvegur í ESB er
styrktur sem ölmusubúskapur, enda öll fiskimið þar meir og minna í
rúst útaf ofveiði og stjórnleysi sameiginlegrar fiskveiðistefnu ESB, sem
við meigum ALDREI lúta.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.9.2008 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband