Hversu margoft á að tyggja sömu tugguna?


   Evrópunefndin er í Brussel. Hitti m.a Olli Rehn einum af
framkvæmdastjórum ESB. Sá sér um stækkun ESB. Fram
kom hjá  honum  að ekki komi til  greina að Ísland geti
tekið upp evru án þess að ganga  í  ESB. Sama  sagði
utanríkisráðherra  Spánar  í  Íslandsheimsókn sinni
fyri skömmu. Sama sagði  bankstjóri  Evrópska  seðla-
bankanst fyrr í sumar. Sama hafa ALLIR innan ESB sagt
þegar spurt hefur verið.  Hversu lengi enn á að tyggja
sömu tugguna? Hversu lengi enn á að spyrja sömu
spurninga?  Hveru lengi enn og oftar  á að fá sama
svarið?

   Aldeilis furðulegt með þessa Evrópuumræðu. Þótt 99%
upplýsinga  um  Evrópusambandið  liggja  fyrir hverjum
hunda og manna fótum er eins og það sé gjörsamlega
óyfirstiganlegt fyrir fjölda manna að kynna sér málin og
skilja. Því það er ÍSLAND sem kæmi til með að aðlagast
að fullu ESB en ekki ESB Íslandi gangi Ísland þar inn.
Fara í könnunarviðræður við ESB er svo sagt. Kanna
hvað? Um hvað?  Til hvers ?  - Þetta liggur allt fyrir sem
máli skiptir!

   Samt er sama tuggan tyggð aftur og aftur og aftur og
aftur.................................

   Fer þetta nú ekki að verða bara ansi gott ?  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þetta var nú samt það gleðilegasta af því sem fram kom í þessum viðræðum

Á fundinum kom fram að ákvæðu Íslendingar að sækja um aðild að ESB, þyrftu samningaviðræður ekki að taka langan tíma, hugsanlega innan við ár. Það yrði ólíkt því sem ríkin á Balkanskaga og Tyrkland þekkja, samninga- og aðlögunarferli hefur tekið afar langan tíma. Ástæðan er aðild Íslands að Evrópska efnahagskerfinu (EES), inn í því eru nú þegar 3/4 löggjafar ESB

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.9.2008 kl. 00:41

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Segir hver? ESB-sinninn Olli Rehn sem vill gleypa Ísland með húð og hári!
Marka hann? Aldeilis ekki! En athyglisvert þetta hálmsalmstrá-innlegg þitt
hér Magnús, félagi Olli Rehn. Anti-Ísland!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.9.2008 kl. 00:56

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Átti að vera, ,,  þetta hálmstrá innlegg þitt hér Magnús, félagi Olli Rehn.
Anti- Ísland"

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.9.2008 kl. 01:01

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Ef þið and-þjóðlegu kratar sætu einir að samingaborði við Olli og
ESB myndu samningar nást innan viku......

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.9.2008 kl. 01:07

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jafnvel innan sólarhrings!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.9.2008 kl. 01:09

6 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þessi ferð er pínleg.

Þetta hefur legið fyrir lengi. Valgerður Sverrisdóttir kom með þetta inn í umræðuna og eins og hún sagði sjálf, fékkst fljótt svar við því og þar með var það útrætt. Eins hefur legið fyrir að ef menn ætla sér að fá annað svar yrði það að gerast á hæstu stigum, ekki í kaffisamsætum embættismanna og óbreyttra þingmanna.

Gestur Guðjónsson, 23.9.2008 kl. 09:37

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Það sem ég á við að ef þið ESB-sinnar sætu einir  við samninga-
borðið myndu þið verða fljótir að semja einfaldlega vegna þess að þið
mynduð segja JÁ við ÖLLU.

Þetta er rétt Gestur. Hins vegar  hafa ráðherrar okkar margoft hitt marga
æðstu menn aðildarríkja ESB sem hafa sagt þetta sama. Hins vegar ef
t.d forseti framkvæmdarstjórnarinnar myndi segja já  væri hann að ganga
þvert á það sem stjórnmálamenn einstakra ríka ESB hafa sagt um þetta,
nú síðast utanríkissráðherra Spánar. Sem segir hvað ef svo yrði?
Að yfirstjórn ESB ræður sama hvað einstakir stjórnmálamenn aðildar-
ríkjanna segða.  Þ.e. Sjálfstæði þeirra er EKKERT gagnvart  yfirbákninu
í Brussel.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.9.2008 kl. 10:14

8 Smámynd: Fannar frá Rifi

Hvaða gagn er í þessari evru umræðu?

Ef við viljum taka upp evru þá þurfum við að fara að vinna. Þar með talinn viðskiptaráðherran sem vill helst tala alla niður í þunglyndi og vonleysi. 

menn verða að fara að vinna í málefnum.

En málið er að samfylkingin hefur enganáhuga á því. hún vill bara neyða okkur inn í ESB. vill bara endurtaka Kópavogsfundin. 

þeir treysta hvorki sér né öðrum til þess að leiða þjóðina og vilja þess vegna gefa valdið til ábyrgðarlausra blýantsnagara í Brussel. 

Fannar frá Rifi, 23.9.2008 kl. 10:37

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þessi nefnd var skipuð af forsætisráðherra og það er Bjarni Ben og Ágúst Ólafur sem stýra henni.

Miðað við hvað allir tala hér út og suður um hvað það er sem gera þarf og við ráðum ekkert við ástandið held ég að okkur sé betur komið í samvinnu við aðrar þjóðir. Og byrjið þið nú ekki á fullveldiskjaftæðinu. Þessar 27 þjóðir eru alveg jafn fullveðja og við.

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.9.2008 kl. 15:26

10 Smámynd: Fannar frá Rifi

Magnús þinn flokkur, Samfylkinginn, hefur lýst sig með þessu ESB tali og löngun til þess að gefa sjálfstæðilandsins til Brusse, Algjörlega vanhæfa til þess að stjórnalandinu eða sitja á þingi.

Þeir og þú greinilega treystir ekki þeim né nokkrum öðrum íslendingi til þess að starfrækja hér sjálfstætt ríki. 

ég kalla þetta aumingjahátt að geta ekki staðið í eigin lappir. 

Fannar frá Rifi, 23.9.2008 kl. 19:55

11 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ert þú Fannar þá að segja að þessi lönd í ESB séu búin að afsala sér sjálfstæði?  EKki held ég það nú.


esb.jpg

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.9.2008 kl. 22:45

12 Smámynd: Fannar frá Rifi

Sannaði Sarkosi það ekki í sumar? Sjómenn í Frakklandi kröfðust aðgerða. Hann og allir í Frakklandi sögðu: " ekkert mál, en við höfum ekkert um þetta að gera. farið til Brussel. þar eru mennirnir sem hafa ákvörðunarvaldið".

Eru þetta mörg hver lönd þar sem draumurinn um endurreisn Rómarveldis hefur lifað góðu lífi? 

Núna á að sameina með pennum í stað sverða. 

Forseti, þjóðfáni, þjóðsöngur, sameiginleg utanríkisstefna, sameiginleg mynt, sameiginlegt löggjafarþing. 

hver er hinn raunverulegi eðlismunur á ESB og USA, stjórnskipulega? geturu sagt mér hvaða munur sé þarna á milli? 

Fannar frá Rifi, 23.9.2008 kl. 23:02

13 Smámynd: Fannar frá Rifi

Benedikt. Þú átt semsagt við að eigin hagsmunir þínir eru meira virði heldur en sjálfstæðilandsins?

Nám er dýrt. og þá sérstaklega háskólanám. það er ekki hægt að lifa almennilega á þeim hérna á Íslandi, afhverju ætti að vera hægt að lifa á þeim úti? 

Benedikt. atvinnuleysið hérna er í krinum 1%. atvinnuleysið í ESB er í kringum 10%. 

hvort viltu skert kjör eða engin kjör? 

Fannar frá Rifi, 24.9.2008 kl. 09:50

14 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Auðvitað hafa ESB-ríkin meira og minna afsalað sér fullveldindu til Brussel.
Geta ekki einu sinni gert sjálfstæða viðskiptasamninga við önnur fullvalda
ríki í heiminum bara svo eitt dæmi af fjölmörgum sé nefnt.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 24.9.2008 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband