Uppsögn Jóhanns stór mistök !


    Dómsmálaráðherra gerði stórkostleg mistök að segja einum
besta og virtasta lögreglustjóra landsins, Jóhanni R. Benedikts-
syni  upp störfum. Útskýring ráðherra er ómarktæk og því engin.
Mikil ólga og reiði hefur eðlilega skapast í lögreglu og tollgæslu
vegna uppsagnarinnar.  Sem er gjörsamlega óþolandi. Því um
jafn þýðingamikla starfsemi og lögreglu og löggæslu þarf að ríkja
sátt og samstaða. Þarna hefur dómsmálaráðherra rofið þá sátt
og samstöðu, og  af því er virðist ALGJÖRLEGA af tilefnislausu.

   Hef lengi verið sáttur við margt sem Björn Bjarnason dóms-
málaráðherra hefur gert og beitt sér  fyrir í  hans  ráðherratíð
sem dómsmálaráðherra. En hér hefur dómsmálaráðherra farið
yfir stríkið  sem ekki verður séð fyrir hverjar afleiðingarnar verða.
En verða örugglega slæmar. Og það mjög slæmar. Og það er
alls ekki gott!
mbl.is Jóhann mun segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Var einmitt að tala um sama mál á öðrum þræði, hér er um að ræða algjöra rökleysu frá upphafi til enda.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.9.2008 kl. 00:40

2 Smámynd: Einar G. Harðarson

Sæll Guðmundur.

Þarna erum við sammála. Þetta er einn okkar allra best lögreglumaður. Hann hefur sýnt fádæma afrek við löggæslu.

Ekki veitir af í dag.

Þetta verður dropi í mæli ríkisstjórnarinnar.

Kv. Einar

Einar G. Harðarson, 24.9.2008 kl. 01:35

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sammála þarna varð BB of brátt í brók

Hólmdís Hjartardóttir, 24.9.2008 kl. 02:20

4 identicon

Alveg sammála Jóhann hefur unnið gífurlega vel í sýnu starfi og verið til fyrirmyndar.

Held að BB þyrfti nú að fara sitjasta almennilega niður og hugsa sinn gang.

Styð Jóhann R. Benediktsson og hvet alla suðurnesjamenn að gera hið saman.

Sólrún Karlsdóttir (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 08:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband