Þörf á þjóðlegri stjórnlyndisstefnu ?


   Í ljósi upplausnar á fjármálamörkuðum heimsins í dag og nánast
efnahagsöngþveitis  á  Íslandi  með  gengishruni, vaxataokri og
verðbólgubáli, má fyllilega spyrja, hvort  einskonar  þjóðleg  stjórn-
lyndisstefna þurfi ekki að koma til ? Ljóst er að peningamálastefna
undanfarinna ára er gjaldþrota. Seðlabankinn er eins og náttröll,
og ríkisstjórnin stendur agndofa og gerir ekki neitt.

  Fyrst stærsta fjármálaveldi heims virðist tilbúið að beita einum
mestu stjórnlyndisaðgerðum sem sögur fara af til bjargar efna-
hag sínum, Bandaríkjanna, hvers vegna ætti þá litla Ísland  ekki
að þurfa að gera það sama? 

  Í þeim ólgusjó sem nú er á peninga-og gjaldeyrismörkuðum
heims gengur ekki að vera með nánast minnstu mynt heims
fljótandi eins og korktappa óvarðra fyrir veðri og vindum. Það
sjá allir sem villja sjá! Krónuna á því nú þegar að taka út af
markaði, hætta flotgengisstefnunni, og binda hana við ákveðna
myntkörfu til bráðabirgða, eða ákveða hana við tiltekna gengis-
vísitölu sem flestir gætu sætt sig við, meðan verið væri að koma
böndum á verðbólgu og vexti, og unnið væri að framtíðarfyrir-
komulagi peningamála.  Núverandi ástand gengur ekki lengur.
Bæði fólk og fyrirtæki er að blæða út í óðaverðbólgu og vaxta-
okri. Efnhagslegu stjórnleysi og spákaupmennsku. 

   Allt er þetta hægt að gera í OKKAR þágu, til að koma á stöðug-
leika sem allir eru að kalla eftir, því enn ráðum við yfir sjálfstæðri
mynt, sem við getum stýrt í þágu ÍSLENZKRA HAGSMUNA, ekki
síst nú meðan upplausnarástand ríkir í peningamálum heimsins. 
Upplausnarástandi, þar sem markaðslögmálin  virðast ekki gilda
lengur, heldur sem hver og einn reynir að bjarga sér og sínum
eins  best og hver getur........ 
   
    
mbl.is Ólafur Ísleifsson: Setja á stjórn Seðlabankans af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það er nú gott og blessað að segja að við gætum bara ákveðið gengið á krónunni með því að binda hana við ákveðna myntkörfu. EN nú þegar hún hefur fallið svo mjög getum við það bara ekki. Við gætum jú bundið hana núna en þá mundi líka evran kosta okkur 140 kr. Og dollarinn 95 krónur og þvi mundu allar vörur hækka hér gríðarlega og kaupmáttur minnka svakalega.

Ég get þá fallist á að á réttum tímapunkti gæti þetta verið heppilegt. EN þar sem að stóru myntir heimsin hafa ekki fallið muni krónan heldur ekki styrkjast ef við gerum þetta núna. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.9.2008 kl. 15:10

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Eins þarf að huga að þvi að ríkið geti þá ekki eins og í gamladaga fellt gengið eftir því sem að þeim hentaði með því að breyta þessum lögum í tíma og ótíma. Því að útgerðin og iðnaður mundi virkilega pressa á það.

Svo ítreka ég bara fyrri skoðun mína um ESB og evru. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.9.2008 kl. 15:12

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Krónan er alfarið í OKKAR höndum í dag. Í gamla daga var hún
ótalsinnum feld af stjórnvöldum og skráð við ákveðið gengi. Núna er
hins vegar allir sammála um að krónan er allt of lágt metin og skráð.
Hún ætti í raun að vera mun hærri. Kannski kringu 150 gengisvísitölu.
EKKERT sem bannar okkur í dag við þessar ÓVENJU aðstæður á peninga-
mörkuðum heims að taka hana út af markði, því í dag er hún í frjálsu
falli ÖLLUM til bölvunar. Til bráðabirgða eigum við að ákveða hvað
gengisvisitalan skuli vera miðað við OKKAR hagsmuni, og binda hana
þar meðan fundin er varanleg lausn á peningamálunum. Bara ástandið
KREFST þessa í dag. Þetta þolir enginn lengur, hvorki fólk né fyrirtæki.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.9.2008 kl. 15:20

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Tækjum við krónuna af markaði og færum að reyna að stýra gengi hennar handvirkt, er alveg á hreinu að það litla sem við eigum í gjaldeyrisvarasjóði yrði fljótt að hverfa...

Þrátt fyrir allt er nóg af haukum þarna úti, tilbúnir að taka stöðu gegn okkur.

Gestur Guðjónsson, 28.9.2008 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband