Björk á heiður skilið !


   Í Kastljósinu í kvöld var rætt við Björk Guðmundsdóttir söngkonu.
Björk hefur að undanförnu verið í forystu  þeirra sem  vilja  segja
kreppunni stríð á  hendur  og hefja  hér kröftuga  framfarasókn.
Henni hefur tekist á undran verðum tíma að safna saman fjölda
fólks sem leitar nú nýsköpunar á öllum sviðum til að stórefla at-
vinnustíg og bjarga þannig þeim mikla dýrmæta mannauði sem
íslenzk þjóð býr nú yfir, en hætta  er á að  hverfi  úr landi verði
ekkert að gert. Fjöldi sérfræðinga koma að þessu verkefni og
hafa á annað hundrað manns verið virkjaðir, þar af fjölmargir
sérfræðingar.  Nú á allra næstu dögum verða niðurstöður svo
kynntar, sem lofa afar góðu að sögn Bjarkar.

  Það er afar mikilvægt að  þjóðin ÖLL sé nú hvött til dáða og bjart-
sýni á framtíðina, því eins og kom fram í viðtalinu við Björk eru
tækifærin óteljandi. Björk er hér að koma þjóð sinni til hjálpar
á ögurstundu með meiriháttar hvatningu sem henni er lagið.
Síðan þurfa  stjórnvöld að koma í kjölfarið með verðugum stuð-
ningi. - Við Íslendingar getum unnið okkur HRATT upp úr öldu-
dalnum ef við stöndum saman og styðjum hvort annað. En
til þess þarf samræmt og heilrænt átak eins og Björk lagði
áherslu á..

   Hafi Björk okkar heiður skilið fyrir framtak sitt!

  Áfram Ísland !

    

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Alveg rétt með Björk en aðallega eru hún að hvetja til að menn skoði aðra möguleik hér til uppbyggingar en bara álver. Hún hefur sagt að þau sem séu komin sé alveg nóg. Því að fleiri leiði til of miklillar einhæfingar í atvinnulífinu og taki frá öðrum. T.d. þegar hún benti á að grænmetisrækendur borgi 5x meira fyrir rafmagn sem þau nota í ræktun heldur en Alcoa.

Þau hafa líka nefnt að t.d. með því að stofna 100 sprota fyrirtæki sem eru með 4 í vinnu samsvarar einu álveri en með minni stofnkostnað. Og þegar fram líður þá detta kannski einhver sprotafyrirtæki uppfyrir en önnur stækka og veita fleiri vinnu. Þannig að þessi 100 sprotafyrirtæki gætu orðið að 30 í varnalegri framleislu með þúsundir starfsmanna samtals, en álverið er fasti þar sem starfsmönnum fækkar með aukinni tækni en fjölgar ekki.

En það eru víst margar sniðugar hugmyndir sem eru að mótast hjá þessum hóp. Flott hjá þeim og góður tími akkúrat núna.

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.10.2008 kl. 23:14

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Vonum það besta Magnús. Styð Björk heilshugar!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 30.10.2008 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband