ASÍ og Samfylkingin tala kjarkinn úr þjóðinni


   Það er alveg með hreinum ólíkindum hvernig Samfylkingin og ASÍ-
forystan talar kjarkinn úr þjóðinni. Gengur svo langt að nýkjörinn
forseti ASÍ líkir ástandinu við móðuharðindin. Og lausnin.  Jú að
þjóðin afsali sér sjálfstæðinu og yfirráðunum yfir auðlindunum og
gangi í ESB og taki upp evru. - En allt slíkt yrði ávísun á stöðnun
og eymd íslenzks almennings til frambúðar. Í stað þess að Íslend-
ingar ráði framtíð sinni sjálfir á  að ganga hinu ólýðræðislega  og
miðstýrða Brusselvaldi á hönd. - Þvílík framtíðarsýn fyrir íslenzka
þjóð.

   Samfylkingin og þau and-þjóðlegu öfl sem henni tengjast eru
hættuleg. Sérstaklega á erfiðum tímum eins og nú. Því er mikil-
vægt að áhrifa slíkra afla verði takmörkuð eins og kostur er.
Lýðskrumið er algjört og ábyrgðarleysið sömuleiðis þótt Sam-
fylkingin sitji í ríkisstjórn og beri fullkomlega ábyrgð á ástandinu.
Komið er á daginn að bankamálaráðherra Samfylkingarinnar
var fullkunnugt um ástand bankanna fyrir mörgum mánuðum,
og vissi manna best hvert stefndi. En gerði EKKERT í málunum
til  að afstýra hruninu.

   Það hefur aldrei verið eins mikilvægt og nú að öll þjóðleg öfl
myndi fylkingu til að Ísland og íslenzk þjóð sigrist á þeim erfið-
leikum sem framundan er. Þótt erfiðir tímar séu framundan er
það vítaverð móðgun og virðingarleysi við forfeður okkar að líkja
ástandinu nú við móðuharðindin sem hinir sömu forfeður okkar
urðu að þola. Sýnir hversu lýðskrumið er algjört hjá þeim öflum
sem tala nú kjarkinn úr þjóðinni eins og þau geta. Einungis til
að koma þjóðinni undir erlend yfirráð... 
mbl.is Staðan ekki alvarlegri síðan í móðuharðindunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

"Þótt erfiðir tímar séu framundan er það vítaverð móðgun og virðingarleysi við forfeður okkar að líkja ástandinu nú við móðuharðindin sem hinir sömu forfeður okkar urðu að þola."

Sammála. Ég sagði eitthvað svipað á öðru bloggi þar sem síðuhöfundur var að dásama þessi orð. Auðvitað er þetta ekkert annað en móðgun við fólk sem þurfti að horfa upp á fjölskyldu og ættingja drepast úr hor.

Villi Asgeirsson, 1.11.2008 kl. 21:22

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ástandið á Íslandi er ekki einusinni orðið jafn slæmt og það er í ESB núna. Ekki neærri því eins slæmt. Og verður sennilega ekki eins slæmt heldur. En samt vill ASÍ draga íslenska launþega þar inn.

Gunnar Rögnvaldsson, 1.11.2008 kl. 22:35

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Nýkjörinn formaður ASÍ, ætlar greinilega að nota samtökin sem pólítískan vettvang fyrir Samfylkinguna og hennar sjónarmið og rugludallagang um Evrópusambandsaðild.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.11.2008 kl. 23:54

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara að leiðrétta eitt. Landsþing ASÍ ályktaði um að Ísland ætti að sækja um í ESB og fráfarandi formaður stakk upp á þessu.

sbr.

"Í öðru lagi telur Alþýðusamband Íslands afar mikilvægt að stjórnvöld fylgi
lánafyrirgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eftir með því að tryggja stöðugan
gjaldmiðil til framtíðar. Það er skoðun ASÍ að yfirlýsing um að sótt verði um aðild Íslands að ESB og upptöku evru sé eina færa leiðin. Þannig verði látið á það reyna í aðildarviðræðum hvaða samningur Íslandi standi til boða og hann lagður fyrir þjóðina í atkvæðagreiðslu. ASÍ telur að yfirlýsing um að stefnt verði að aðild að evrópska myntsamstarfinu (ERM II) á næstu 2 árum myndi leggja mikilvægan grunn að því að hægt yrði í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að skapa nauðsynlegan trúverðugleika fyrir meiri festu í skráningu krónunnar á næstu árum þangað til full aðild að Evrópska peningamálasamstarfinu (EMU) og upptaka evrunnar næðist. "

Úr landsfundarsamþykkt ASÍ

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.11.2008 kl. 00:31

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það minnkar nú ekkert atvinnuleysið í ESB eða á Íslandi við að segja fá þessu Magnús. ASÍ er samtök launþega. Launþegar vilja fá laun en ekki meira atvinnuleysi - áratugum saman. Atvinnuleysið eyðileggur nefnilega öll samfélög. Svo ASÍ ætti að snúa sér að því að vinna að því að efla hag lanþega, í staðinn fyrir að vinna að því að gera þá atvinnulausa.

Evran hindrar atvinnusköpun

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 2.11.2008 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband