Þjóðin reið - Þjóðleg öfl TIL VALDA !


   Þjóðin er eðlilega reið yfir hvernig komið er. Hvernig misvitrir
stjórnmálamenn, embættismenn,  bankastjórnendur og svo-
kallaðir útrásaraðilar hafa komist upp með að gera þjóðina
nánast gjaldþrota. - Svo er þjóðin látin gjalda fyrir mistökin 
og svínaríið.  - Látin borga brúsann. - Eðlilega er þjóðin reið,
og krefst uppgjörs. Að sökudólganir verði látnir víkja og sæta
ábyrgð.

   Því verður allsherjar uppstökkun ekki umflúin í íslenzku sam-
félagi. Hin öfgakennda alþjóðavæðing og allt sem henni fylgir
hefur gjörsamlega brugðist. Ísland hefur sögast inn í hana
með skelfilegum afleiðingum. Ef einhver samningur hefur verið
þjóðinni dýrkeyptur þá er það EES-samningurinn. Á grundvelli
hans á nú að skuldsetja þjóðina margar kynslóðir fram í tímann.
Og til að fullkomna glæpinn á svo að þröngva þjóðina inn í ESB-
klúbbinn, og þar með afsali á auðlindum hennar og fullveldi.
Gegn slíku landsöluliði þarf þjóðin ekki síður að gera uppreisn
en þeim sem hafa hér nánast komið á þjóðargjaldþroti.  En
uppreisnin og uppstokkunin þarf að fara fram á þjóðlegum
forsendum, en ekki í anda anarkisma eða skrílsláta eins og
við framan lögreglustöðvarinnar í Reykjavík í gær.

   Í þeirri uppstokkun sem senn mun eiga sér stað í íslenzkum
stjórnmálum er því afar mikilvægt að til verði öflugur og sterkur
þjóðlegur borgaralegur flokkur. Flokkur sem hefur trú á landi
og þjóð, en ekki vantrú á íslenzkri framtíð eins og hin and-þjóð-
lega Samfylking. - Slíkan flokk eins og Samfylkinguna ber að út-
hýsa úr íslenzkum stjórnmálum sem allra fyrst. Það er sörglegt
hvernig hin öfgakennda alþjóðahyggja Samfylkingarinnar hefur
farið með þjóðina. - Og enn vill hún halda á sömu braut.

   Hin þjóðlegu öfl verða því að sameinast í þeirri sjálfstæðisbar-
áttu sem framundan er. Öflug, kraftmikil og róttæk þjóðleg
stjórnmálahreyfing er því svarið við því hættuástandi sem við
blasir í dag............

  
mbl.is Íslendingar láti ekki kúga sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það rifjast upp fyrir mér Völuvísa Guðmundar Böðvarssonar.

Eitt verð ég að segja þér áður en ég dey,enda skalt þú börnum þínum kenna fræðin mín. Sögðu mér það álfarnir í Suðurey,sögðu mér það dvergarnir í Norðurey, sögðu mér það gullinmura og gleymmérei  og gleym þú því ei. Að hefnist þeim er svíkur sína huldumey, honum verður erfiður dauðinn.

Skammdeginu fylgir voveiflegt myrkur.  Mér er litið út um gluggann og sé landsölumann með myrkvaða sál ráfa um, albúinn að myrða sína huldumey, fyrir stundargaman með evrópskri gljápíku með sárasótt. 

Ég heiti á landvættirnar að vaka nú yfir velferð Íslands. 

Sigurður Þórðarson, 23.11.2008 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband