Stærsta ESB-ríkið í slæmum málum


   Angela Merkel, kanslari Þýzkalands, sagði í viðtali við
Welt am Sonntag, að búast má við slæmum fréttum af
efnahagsmálum Þýzkalands á næsta ári. Sem þýðir það
sama fyrir allt Evrópusambandið, því Þýzkaland er lang
stærsta hagkerfi þess.

  Þetta kemur ekkert á óvart. Á Spáni er t.d gríðarlegur
samdráttur og þar er spáð allt að 15% atvinnuleysi, þrátt
fyrir ESB og evru, þrátt fyrir ekker allsherjar bankahrun
eins og á Íslandi, og þrátt fyrir kratastjórn.

  Það er því mikill miskilningur að ESB aðild sé einhver
lausn fyrir efnahag Íslands. Þvert á móti. Og því síður
ef sótt er um aðild í veikleika eins og nú. Enda vonast
Brusselvaldið að íslenzk stjórnvöld með Samfylkinguna
í broddi fylkingar skríði á fjórum fótum fyrir valdhafanna
í Brussel, og eftirláti þeim yfirráð yfir helstu auðlindum
þjóðarinnar. En þar með yrði Ísland fátæk hjáleiga ESB
um ókomna framtíð. En fyrst þarf að kúga þjóðina og
skuldsetja næstu kynslóðir hennar á grundvelli EES-
samningsins. Helsissamnings sem þjóðin hefur aldrei
áður orðið að gangast undir.

  Er að furða að þjóðin sé reið?

  Og það bálreið!!
mbl.is 2009 erfitt ár í Þýskalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Guðmundur þetta eru góð rök í umræðuna, sem hingað til hefur verið haldið frá þjóðinni af þeim sem telja hana ekki þjóna þeirra tilgangi.  

Júlíus Björnsson, 24.11.2008 kl. 00:20

2 identicon

Eru einhver teikn á lofti um að Brusselvaldið sé að reyna að fá okkur inn í ESB. Ég hef ekki orðið var við það. Annars eru Bandaríkin í stórkostlegum vandræðum, sem og Rússland sem stólaði á að olíuverð yrði áfram hátt, Bretland sem er með ofvaxið fjármálakerfi og nýmarkaðsríkin, og svo lenda Þýskaland og Frakkland líka í vandræðum vegna þess að þau geta ekki selt allan varninginn sem þau framleiða - og svo lenda Kínverjar líka í vandræðum þegar hagvöxturinn hjá þeim minnkar og þeir hætta að geta selt Bandaríkjunum allt sem þeir hafa framleitt fyrir WalMart.

Þannig að þetta er orðið ansi víðtækt.

Egill (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 00:35

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Á Spáni var byggingar brjálæði og þar eru það aðalega óseldar íbúðir og verktakar sem eru vandamálið. Þannig heyrði ég hjá Kristni Ólafssyni á ruv að þar eru nú þegar um 1 íbuð á hverja 2 Spánverja. Þýskaland á góða varasjóði sem koma til með að bjarga bönkunum. En Guðmundur þú hefur væntanlega heyrt af því að Bretar og Svíar eru nú að velta fyrir sér í alvöru að taka upp evru.

Ef við lítum út fyrir ESB þá sé ég ekki ríki sem eiga ekki í erfiðleikum. Í USA eru líkur á því að fleiri bankar fari þrot sem og bílarisarnir. Í Asíu eru ríki líka í erfiðleikum. Þannig að það eru flest ríki Evrópu og heimsins. Rússar eyða þúsundum milljarða í að halda ástandinu góðu og verja rúbluna. En við erum eina þjóðin sem þarf að fást við svona gríðarlegt gegnisfall líka. Og eiga ekkert í sjóðum til að verja okkur. Við stöndum ein örþjóð og getum ekki varið okkur. Minni á að USA gerði það hér áður t.d. fengum við marshall aðstoð upp á miklar upphæðir eftir síðari heimstyrjöld sem var nýtt til að byggja upp fiskiskipaflotann. Nú höfum við ekkert slíkt. Og ef við ætlum ekki bara að þrauka á fiski og kjöti í torfbæjum þá verðum við að auka samstarf okkar við aðrar þjóðir og því ekki ESB

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.11.2008 kl. 00:43

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Egill. Hefur það farið fram hjá þér hvað Olli Rehn framkvæmdastjóri
stækkunarferils ESB er sífellt að hvetja Ísland til inngöngu í ESB, síðast
nú í kvöldfréttum. Og athygli vekur hvað honum er tírætt um okkar miklu
auðlindir... 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 24.11.2008 kl. 00:44

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Einhversstaðar hjó ég að Spánverjar væru búnir að selja 85% af gullforða sínum.  Rússar mun og vera að yfirtaka Spánska olíu og gasmarkaðinn: hliðið að Suður Ameríku.

Og stefna greinilega að því að geta fryst Evrópu í orðsins fyllstu merkingu.

Heimstyrjöld um Auðlyndir? Kína í Súdan. Kína í Nigeríu.

Júlíus Björnsson, 24.11.2008 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband