Uppgangur vinstri-öfgamanna áhyggjuefni


    Í ljósi síðustu atburða að undanförnu er ástæða til að hafa
áhyggjur af uppgangi vinstrisinnaðra öfgamanna hér á landi.
Ýmsar sellur innan þeirra  virðast  ætla  að  nýta  sér ótraust
ástand í  efnahagsmálum, með  það að  markimiði að skapa hér
ótta og upplausn. Alþingi er sýnd litilsvirðing með eggjakasti og
öðru slíku. Gerð er tilraun til alvarlegrar innrásar á lögreglustöð.
Og róttæklingur hótar jafnvel innrás í stjórnarstofnanir, byltingu,
verði ekki gengið að kröfum viðkomandi. Þá er frelsisstyttan af
Jóni Sigurðssyni  ekki einu sinni látin í friði. Alvarlegast er þó
þegar þingmaður úr röðum vinstrisinnaðra róttæklinga ver árás-
ina í bak og fyrir á lögreglustöðina. Og nú í kvöldfréttum sjónvarps
var sýnt myndskeið  frá Alþingi  þegar formaður Vinstri grænna
gengur til forsætisráðherra með stæla og ýtir við honum. Hef aldrei
séð slíkan atburð frá Alþingi fyrr. -  Ótrúlegt!

  Það er sjálfsagður réttur hvers manns á Íslandi að mótmæla  og
koma skoðunum sínum á framfæri. Ekki síst við núverandi kringum-
stæður, því þjóðin er vissulega reið, og það bálreið hvernig komið
er. Hins  vegar gilda  hér  lög og reglur og ákveðið stjórnskipulag
sem allir eiga að virða. Við búum í réttarríki þar sem handalögmálum
er hafnað. Til þess að  framfylgja slíku höfum við lögreglu. Og ætlumst
til  að hún sinni þeirri skyldu sinni, að lög og reglur séu virt! Og það
í hvívetna.. 

 
mbl.is Íslendingar vilja Norðmanninn burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki von þu sert hissa. En hvað gerir ekki folk þegar það er buið að nauðga þvi.

Hörður Mar Karlsson (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 00:24

2 identicon

Heill og sæll; Guðmundur Jónas, og aðrir skrifarar og lesendur !

Framvinda mála; hefir ekkert með vinstri, né hægri / Suður - Norður - Vestur - Austur að gera, Guðmundur minn.

Fólk er einfaldlega; búið að fá nóg. Óhæfir ráðamenn, kalla á óöld og spellvirki, hvað sagan sýnir, svo allt of víða, því miður.

Sé neglan fjarlægð; úr bátnum, hlýtur hann að sökkva, einungis spurning um tímalengd.

Með baráttukveðjum, góðum, sem æfinlegast /

Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 00:36

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hörður. Lætur þá fólk anarkista nauðga sér?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.11.2008 kl. 00:37

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

þeir sem bölva lögreglunni og réttarríkinu mest, eru þeir sem kvarta sárast þegar þeir missa það tvennt. 

Fannar frá Rifi, 26.11.2008 kl. 00:41

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er afar óljóst hvenær réttarríki verður að afskræmi eigin regluverks.

Ísland er komið á afar vafasama leið í mörgu sem þá skilgreiningu varðar.

Það er hinsvegar alveg ljóst hvaða hópar það eru sem hæst predika um lýðræði þegar fjöldinn telur að reglur lýðræðisins hafi verið bornar fyrir borð. Það eru þeir sem finna valdi sínu og þeim hagsmunum ógnað sem nærst hafa á misbeitingu lýðræðisins.

Það er líka oftar en skyldi vafasamt að úrskurða að fjöldinn hafi ævinlega á réttu að standa. Og um þessa skilgreiningu mun verða deilt svo lengi sem lýðræðinu er ekki kollvarpað. Þetta er nefnilega fjandi snúið mál gott fólk og ekki treysti ég mér til að fella óvilhallan úrskurð.

Árni Gunnarsson, 26.11.2008 kl. 01:07

6 Smámynd: Andrés.si

Guðmundur.  í hvaða landi ertu ef þú uplífir réttaríkið?

 

Og nú í kvöldfréttum sjónvarps
var sýnt myndskeið  frá Alþingi  þegar formaður Vinstri grænna
gengur til forsætisráðherra með stæla og ýtir við honum. Hef aldrei
séð slíkan atburð frá Alþingi fyrr. -  Ótrúlegt!

Ítalar fella bara stjórn fyrir miklu smæri mál heldur svona gróft brot gegn þjóðini  eins og gerst hefur á Íslandi.  Þeir geta fengið á kjaft alþingismennir jú.

Þú held ég veist ekki hvað fólk er orðin mikið í uppnámi.

Andrés.si, 26.11.2008 kl. 01:23

7 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góður punktur Guðmundur, þetta er alveg rétt.

Sýnist Fannar frá Rifi hitta naglann á höfðuðið.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 26.11.2008 kl. 01:25

8 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Andres. Jú veit allt um ítalska kommúnista og stjórnleysigja þar í landi.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.11.2008 kl. 01:28

9 identicon

hmmm... einu sinni sparkaði einn í afturenda annars, var það ótrúlegt?

Friðrik Svanur Sigurðarson (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 02:01

10 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Þetta er krikaleg og þróun. Þessi radikal vinstrilíður skríður núna út úr öllum skúmaskotum og nýta sér ógeðfelldar en hefðbundnar aðferðir kommúnista og anarkista við að espa fólk sem á um sárt að binda. Ýkjur, lygar og rógur eru viðteknar aðferðir þeirra og það sorglega við allt saman er að þó þeir viðurkenni það gleypir fólk við öllu saman. Ólafur Helgi segir hér að ofan "Framvinda mála; hefir ekkert með vinstri, né hægri / Suður - Norður - Vestur - Austur að gera" Þetta er í ákveðnum skilningi rétt þó ekki séu allir sammála um það. Vandinn er mikið til sá að þessi undirróðurslýður notar sér hrikalegt ástandið til að æra fólk. Ég hef ekki geð í mér til að auglýsa eina helstu vefsíðu þessara kommúnista (þeirra eigin pólitíska yfirlýsing) en ég hef lesið það efni sem þar birtist og mér vikilega hrýs hugur þegar ég sé að svona illa innrætt fólk skuli virkilega þrífast á Íslandi í dag. Ég bið fólk að vera vakandi fyrir þessu og benda á hvað er í gangi. Við megum ekki lenda í þeirri aðstöðu að anarkistar/öfgavinstri óþverraskríll komist til áhrifa á nokkurn hátt. Allt annað en það!

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 26.11.2008 kl. 09:09

11 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk fyrir innlitin hér. Takk fyrir síðustu orð þín Ólafur. Verðum að spyrna við
fótum gagnvart þessum öfgavinstri óþverrasakríl. Helt best að segja að
afdankaður sósíalismi og svona öfgavinstrimennska væri liðin tíð nú í
upphafi 21 aldar. - En ekki hér á Íslandi virðst vera...

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.11.2008 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband