Verður ESB-fána flaggað 1 des ?


   Svokölluð Borgarahreyfing boðar til svokallaðs þjóðfundar
á Arnarhóli fullveldisdaginn 1 des. Hreyfing þessi er sögð
regnhlífarsamtök þeirra hópa og einstaklinga sem haft hafa
sig í frammi að undanförnu. Boðað er til þessa fundar vegna
90 ára afmælis fullveldis á Íslandi. 

  Vissulega er lang stærsti hluti þess  hóps sem mótmælt hefur
að undanförnu friðsamt og sóma fólk. Hinu er ekki að leyna að
innan þessa hóps hafa leynst  svartir sauðir, sem hafa komið
óorði á mótmælin. Alþingishúsið er grýtt, frelsisstytta af Jóni
Sigurðssyni vanvirt, áhlaup gert á lögreglustöð, og einn frum-
mælanda hótar byltingu. Og til að kóróna ósómann ver einn
af þingmönnum hinna vinstrisinnuðu róttæklina lögleysuna
og árásina á lögreglustöðina. - Þarna er á ferð fámennur
hópur öfga-vinstrimanna og annara anarkista sem bersýni-
lega ætla að nýta sér hið ótrygga efnahagsástand og skapa
hér ótta og upplausn. Stjórnleysi!

  Á mótmælafundum þessum að undanförnu hafa verið uppi
kröfuspjöld, sem ekkert er við að athuga. Hins vegar hafa
ESB-sinnar reynt að vekja athygli á sinum and-þjóðlega mál-
stað á þessum fundum  og haldið á lofti ESB-fánanum. Verður
honum flaggað á þessum ,,þjóðfundi" 1 des n.k? Á fullveldis-
degi Íslendinga? Og þá í umboði hinnar svokölluðu Borgara-
hreyfingar ?  Því hún hlýtur að bera ábyrgð á öllum regnhlífa-
samtökum sínum.!  Eða hvað?

  Það kemur í ljós á fullveldisdaginn, 1 des !     
mbl.is Íslendingar boðaðir á þjóðfund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Fullvalda gengust Íslendingar undir trúabrögð þá forvera ESB. Til að geta meðal annars átt viðskipti við Breta og aðrar þjóðir nú í ESB. Mér persónulega finnst það lítisvirðing við fullveldisdaginn ef á að not hann undir óróðurherferð þeirra sem vilja hafna efnhagslegu fullveldi Íslensku Þjóðarinnar allrar. Það verður líka til þess að margir hugsa sig tvisvar um áður en þeir mæta á þessa mótmæla fundi í framtíðinni.

Júlíus Björnsson, 28.11.2008 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband