Nei Ingibjörg, ekki bara ofsafrálshyggju um að kenna !


   Nei ekki aldelis Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ! Kreppan og
skuldasúpan sem íslenzka þjóðin er nú stödd í er ekki bara
ofsafrjálshyggjunni að kenna, eins og Ingibjörg heldur nú
fram.  Undirrót alls þess sem íslenzk þjóð hefur nú lent í,
með bankahruni, icesave, hryðjuverkalögum  und alles, er
fyrst og fremst  að kenna  þeim ólánsama  EES samingi, sem
forveri Samfylkingarinnar, Alþýðuflokkurinn, jafnaðarmanna-
flokkur Íslands, leiddi þjóðina illu heilli í. Undir leiðsögn hins
,,merka" krataforingja, Jóns Baldvins Hannibalssonar.  - Ef
Ísland hefði ALDREI gert þennan hörmulega EES-samning,
heldur bara eðlilegan viðskiptasamning  við  ESB  eins og
Ísland gerir enn í dag við allar aðrar sínar helstu viðskipta-
þjóðir, stæðum við ALLS EKKI í dag í þessum mikla skulda-
klafa upp fyrir haus, með komandi kynslóðir þar að auki. 
EES- samningurinn var því herfilegustu mistök Íslandssög-
unar. Vegna þess að ofurfrjálshyggjupostularnir nýttu sér
hann út í æsar, langt út fyrir eðlileg þolmörk hagkerfisins og
án nauðsynlegs eftirlits. Nýttu sér hverja glufu samningsins.
Því fór sem fór Ingibjörg Sólrún! Og hafið þið kratar ævarandi
skömm fyrir!

   En út fyrir tekur svo allt þegar Ingibjörg Sólrún og krata-
flokkur hennar vilja nú ganga  enn  lengra  en  hinn ólán-
sami EES-samningur nær yfir.  Eftir að hafa rústað efnahag
Íslendinga með regluverkum ESB  skal  nú  ganga  veg  glöt-
unar á enda og afhenda  Brusselvaldinu  yfirráð  yfir  okkar
helstu auðlindum. Gera Íslendinga að ófrjálsum ölmusuþræl-
um  valdhafanna í Brussel að eilífu!

  Er ekki kominn tími til að hin þjóðlegu öfl rísi nú upp og hreinsi
ærlega til í Stjórnarráði Íslands hið fyrsta?
 


mbl.is Ingibjörg: Orsökin liggur í ofsafrjálshyggjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Sé ekki betur en formaður Sf reyni að leika tveimur skjöldum eins og þessa flokks er vani, því ef einhver hefði getað gagnrýnt öfgafrjálshyggji í stjórnarandsstöðu allt  síðasta kjörtímabil, þá var það Samfylkingin.

Það gerði hún ekki.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.12.2008 kl. 00:59

2 identicon

Já þetta er alveg hárrétt hjá þér Guðmundur.

Benedikt, jú víst breytir það einhverju að hamast á þessu landráðahyski í Samfylkingunni. Þessi flokkur hefur sýnt af sér þvilíkan vesældóm í þessari Ríkisstjórn, með pukri og leynd og dáðleysi hefur flest farið á verri veginn sem hugsast getur hjá þessu liði.

Það er algjör þjóðarnauðsyn að losa þjóðina sem fyrst undan vélabrögðum þessa dáðlausa landráðahyskis !  

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 10:07

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Benedikt. Sannleikur er oft sagna verstur. Tel mig ekki hata neitt.

Þakka ykkur Guðrún og Gunnlaugur fyrir ykkar ágætu innlegg hér.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.12.2008 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband