Öfgaöfl sionista og islamista þarf að útrýma !

 

  Friður mun aldrei komast á fyrir botni Miðjarðarhafs fyrr
en öfahyggja sionistanna í Ísrael og öfgahyggja íslam-
istanna í Palestínu hefur verið útrýmt. Svo einfallt er það!
En það sorglegasta er að ekkert bendir til  að svo verði í
náinni framtíð. Blindur stuðningur Bandaríkjamanna  við
sionistanna í Ísrael og blindur stuðningur ýmissa öfga-
múslimaríkja eins og Írans við hatursfulla islamista í
Palestínu virðist ætla að sjá til þess. Á meðan horfir
heimurinn ráðalaus á ósköpin.

  Það var því meira en barnalegt þegar utanríkisráðherra
Íslands, Ingibjörg Sólrún, taldi sig og Ísland hafa lykil-
hlutverki að gegna í Miðausturlöndum á árinu sem senn
er liðið. - Auðvitað var það tálsýn ein eins og svo með
margt annað sem hefur gagntekið núverandi utanríkis-
ráðherra.  Utanríkisráðherra hefði betur notað tímann í
þágu íslenzkra hagsmuna erlendis en það ofurflakk um
heiminn á árinu í þeirri trú að koma mætti vitinu  fyrir
algjöra trítilóða  villi- og glæpamenn í Ísrael og Palestínu.

  Ef Bandaríkjamenn láta af blindum stuðningi sínum við
hina öfgafullu sionista í Ísrael og öfgafullir íslamistar
hætta að fá stuðning frá öfgafullum trúbræðrum sínum í
arabaheiminum er von um frið. En fyrr ekki!

  Ísland á að forðast  villimennskuna í Mið-austurlöndum! 


mbl.is Segja Hamas ábyrg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég held frekar að betra sé að eyða svona hugsunarhætti en að eyð heilum kynstofnum.  Hver veit kannski er ég bara svona heimskur.

Offari, 28.12.2008 kl. 01:18

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Fyrirgefðu Offari. Hér er um að ræða ÖFGA-trúarbrögð en ekki kynstofna!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.12.2008 kl. 01:21

3 identicon

Guðmundur: Þú hlítur að sjá það að hatrið þarna á milli er varla að neinu leiti byggt á trúarbrögðum, heldur sögu og núverandi aðstæðum.

Smári Roach Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 02:44

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Rótin er trúarlegs eðlis Smári. Öfgatrúarhyggja sem leitt hefur til þessara
hörmulegra aðstæðna.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.12.2008 kl. 12:43

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sammála þér Guðmundur og og reyndar hefur Smári rétt fyrir sér líka. Þetta eru öfgamenn meðal Gyðinga sem nota trúarbrögð til að rökstyðja málstað sinn sem gegnur út á að hrekja palestínumenn í burtu af Vesturbakka og Gaza. Þessum öfgamönnum er haldið uppi af samtökum gyðinga í USA. Bendi sérstaklega á hópa landtökumanna sem markvisst vinna að þessu. Þeir passa sig á alltaf þegar að friður er í augsýn að ögra öfgamönnum t.d. Hams og koma á skipulögðum ófriði aftur.

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.12.2008 kl. 16:53

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góður pistill Guðmundur.

Þessar öfgar á báða bóga sem þú nefnir gera það að verkum að afskipti þjóða heims á hvorn veginn sem er ættu að vera sem minnst því slíkt þjónar engum tilgangi nema hella olíu á eld.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.12.2008 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband