Sjálfstæðisflokkur í vanda og þjóðleg borgaraleg öfl


    Fréttin af veikindum forætisráðherra ber að harma um leið og
honum eru sendar bestu óskir um skjótan bata. Tíðindin munu
enn auka á óvissuna í íslenzkum stjórnmálum, því stefnt er að
þingkosningum í vor. Fyrir sjálfstæðismenn er þetta skiljanlega
míkið áfall, og ekki á annað bætandi. Þetta mun kalla á mikinn
formannaslag innan flokksins næstu tvo mánuði, því enginn er
þar óskoraður eftirmaður Geirs. Sjálfstæðisflokkurinn  er  því  í
miklum vanda, því innan hans hafa staðið hörð átök milli tveggja
arma í Evrópumálum. En þeir sem helst hafa verið tilnefndir til
formanns hafa frekast talist til þess hóps, sem vilja hefja að-
ildarviðræður um inngöngu Íslands í ESB.

   Fyrir alla þá borgaralega sinnuðu kjósendur sem vilja leggja
áherslu á þjóðleg gildi og viðhorf, og eru mjög ósáttir með efna-
hagsstjórn Sjálfstæðisflokksins að undanförnu, finnst að ákveðið
pólitískt tómarúm hafi skapast á mið/hægri kannti íslenzkra  stjórn-
mála. Margir telja Sjálfstæðisflokkinn hafa brugðist sinni borgara-
legu skyldu þegar hann leiddi hina vinstrisinnuðu og and-þjóðlegu
Samfylkingu til vegs og virðingar í íslenzkum stjórnmálum. Flokk
sem hefur það helsta markmið að innlima Ísland inn í Evrópusam-
bandið, með tilheyrandi fullveldis-og sjálfstæðisskerðingu og
efnahagsskaða. Að auki hefur Samfylkingin sýnt ótrúlegt ábyrgða-
leysi í stjórnarsamstarfinu og komist upp með það! - Þá hefur
miðjan í íslenzkum stjórnmálum algjörlega brugðist. Framsókn
sem skilgreint hefur sig sem miðjuflokk hefur nú gerst vinstri-
sinnaður ESB-flokkur við hlið Samfylkingar, enda streymir  nú
hið óánægða kratafylgi  beint í  faðm  Framsóknar. Frjálslyndir
virðast svo eiga í mikilli tilvistarkreppu skv. skoðanakönnunum,
vegna sífeldra innanflokksátaka.

   Því er ekki að undra þótt margt borgalalega  sinnað fólk með
þjóðleg viðhorf, og sem er bálreitt yfir efnahagshruninu sem
enginn virðist ætla að taka ábyrgð á, skuli ekki geta fundið sér
pólitískan vettvang í dag. Því aumingjaskapurinn á mið/hægri
kannti íslenzkra stjótnmála virðist ALGJÖR í ljósi þess   að
vinstrisinnaður öfgaflokkur mælist nú stærsti flokkur þjóðar-
innar. - Þarna hefur Sjálfstæðisflokkurinn algjörlega brugðist
sem þjóðlegt borgaralegt afl !

   Í ljósi þess að mikil gerjun er í íslenzkum stjórnmálum er
vonandi að fram komi ÁKVEÐIN og RÓTTÆK þjóðleg borgara-
leg hreyfing sem hikar ekki við að hreinsa ærlega til í íslenzku
stjórn- og fjármálkerfi þegar  hafist verður handa við að byggja
upp NÝTT og FRJÁLST ÍSLAND!

   Þjóðlegi Frelsisflokkurinn!  Hvenær kemur þú?
mbl.is Geir: Kosið í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Sjálfsstæðisflokkurinn hefur ekki verið þjóðlegt borgaralegt afl í tæpa hálfa öld. Þetta er ekkert nema sjálftöku- og eiginhagsmunabatterí með þann tilgang einan að maka krók ákveðins hóps. Spurning hversiu lengi hann kemst upp með að lifa á atkvæðum gamla fólksins og þeirra sem fá X-D brennimerkinguna í uppeldinu.

Ísland í ESB, að sitja hérna í einhverjum þjóðernisrembing kemur okkur endanlega á kúpuna.

Páll Geir Bjarnason, 24.1.2009 kl. 00:56

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Páll. Sem sagt. X-ESB. Ennþá meri kreppa, eymd, volæði, fátækt, og
ÓSJÁLFSTÆÐI! Er hér alls ekki talsmaður Sjálfstæðisflokksins, heldur
miklu frekar nýrra tíma, nýs Íslands, þjóðlegrar FRELSISHREYFINGAR

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 24.1.2009 kl. 01:04

3 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Hírast utan allra. Ég endurtek, að sitja hérna í einhverjum þjóðernisrembing kemur okkur endanlega á kúpuna. Við erum smáþjóð og þurfum að fara að haga okkur sem slík.

Páll Geir Bjarnason, 24.1.2009 kl. 01:12

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Já eimitt það Páll. Að láta hið hrokafulla Brusselvald kokgleypa okkur með
húð og hári í ljósi þess hryðjuverkalagaofbeldis sem það þegar hefur sýnt
okkur. Ja blessaður kysstu Brusselvöndinn og Brussel-rasskatið líka!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 24.1.2009 kl. 01:24

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Í ESB eru 27 ríki. Utan þess eru 164 sjálfstæð fullvaldaríki. Já Páll vill miklu
frekar ,,hírast" meðal þessara 164 ríkja en hinna fáu 27 í hinu miðstýrða
,,svovétska" ESB-ríki.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 24.1.2009 kl. 01:32

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þetta með 167 fullvalda ríki má nú deila um. Þó nokkur af þeim eru nú í tengslum við konungsveldi Bretlands. Og mörg þeirra vildu að þau ættu tækifæri á að komast í ESB en eru óvart ekki með land að Evrópu. Það er líka slatti sem er í ríkjasambandi við Rússland beint og óbeint. Þó nokkur sem eru í óbeinu sambandi við gamla nýlenduveldið eins og t.d. Afríkuríki við Frakkland. Það er staðreynd að lítil ríki reyna að vera í skjóli stórvelda eða hópi ríkja.

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.1.2009 kl. 02:29

7 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

...það sem hann sagði. Ágæt grein Baldurs í Fréttablaðinu í gær. Þú ættir að kíkja á hana Þjóðernisguðmundur.

Páll Geir Bjarnason, 24.1.2009 kl. 08:00

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Öfgafull og neikvæð þjóðernishyggja og ofsóknir gagnvart minnihlutanum þrífast alltaf best þar sem samruninn og blöndunin er sem mest. Þetta segir sagan okkur. Það er þar sem hörmungarnar eiga alltaf upptök sín og það er þar sem suðan kemur upp í pottinum.

.

Það er EKKI þjóðrembingur að vilja passa uppá landið sitt. Ef ykkur finnst það þá ættuð þið at flytja til landa þar sem eignarétturinn er bannaður.

.

Ef þú nennir ekki að passa uppá landið og samfélagið þitt þá mun það náttúrlega verða tekið frá þér. Svo einfalt er það.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 24.1.2009 kl. 10:23

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þjóðarrétturinn gaf okkur landhelgina. Sósíal-demokratar eru samir við sig.

Ríkustu þjóðir heims eru í USA.  Afkomendur þrælahaldaranna eru búnir að koma sér vel fyrir innan ESB: himnaríkis öreiganna.

Íslendingar sitja markið hærra. Allir menn fæðast frjálsir til jafnra tækifæri til af hafa sjálfsforræði: samfélag þeirra setur sér reglur, ramma, lög til að tryggja það val tækifæranna.

Þeir sem þrá forsjárhyggju og búa nú á Íslandi, geta flutt nú strax til ESB þökk sé að ESS er enn í gildi. 

Júlíus Björnsson, 24.1.2009 kl. 21:55

10 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þakka ykkur innlitin, sérstaklega Gunnari og Júlíusi.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 24.1.2009 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband