Vinstrisinnaðir öfgamenn í ríkisstjórn Íslands? Hvað með Frjálslynda?


   Lengi getur vont versnað. Eftir að hafa haft gjörónýtan and-
þjóðlegan vinstriflokk í ríkisstjórn á annað ár, sem hefur það
helsta markmið að innlima  frjálst  Ísland  inní Sambandsríki
Evrópu með tilheyrandi fullveldisafsali og ósjálfstæði,  á nú að
bæta við í ríkisstjórnina öfgasinnuðum vinstrimönnum.  Rót-
tæklingum sem eru uppvísir að því  að hafa leynt og ljóst unnið
gegn lögreglunni í baráttu hennar gegn uppreisn öfgamanna
til vinstri og anarkistum undanfarin misseri. Gegn núverandi
þjóðskipulagi! Og það svo  að Landssamband lögreglumanna
áforma  nú að segja sig úr BSRB sem einmitt eru undir stjórn
þingmanns þessa flokks þessara öfgamanna. Og allt á þetta
að gerast í boði  hinnar,,nýju"Framsóknar Sigmundar Davíðs.
- Hvers konar OFUR-RUGL er þetta eiginlega? Erum við ekki
uppi á 21 öldinni?

   Auðvitað hafa gerst hrikaleg mistök í hagsstjórn á umliðnum
árum undir regluverki EES-samningsins, sem aldrei hefði átt
að gera. - Það breytir því ekki að til þess að vinna okkur  út
úr ruglinu eigum við alls ekki að hverfa marga áratugi aftur í
tímann og taka upp sósíaliska stjórnarhætti. Þar sem þjóðinni
verði allar bjargir bannaðar. Því innan hinna vinstrisinnuðu rót-
tæklinga eru stórir hópar umhverfishryðjuverkasinna sem setja
blátt bann á að hin íslenzka þjóð geti nýtt sínar auðlindir sér til
uppbyggar og hagsældar. En Þetta á að bjóða þjóðinni upp á 
gegn krepunni í dag. Afdánkaða vinstristjórn, sósíalisma, til að
viðhalda eymdinni og volæðinu, kjöraðstæðum vinstrimennskunar
í boði ,,nýrrar" Framsóknar!

  Því verður alls ekki trúað að Frjálslyndir verji slíka afturhalds-
stjórn vantrausti. Þvert á móti eiga Frjálslyndir nú gullið tæki-
færi til að bregðast hart gegn ráðabruggi um myndun vinstri-
stjórnar. Standa vörð um þjóðleg borgaraleg gildi ástam öllum
öðrum þjóðlegum öflum. Ekki síst þar sem Framsókn hefur nú
gjörsamlega brugðist hlutverki sínu sem þjóðlegt miðjuafl, en
þessi í stað gerst Evrópusambandssinnaður krataflokkur, með
ofuráherslur á vinstrisinnuð  viðhorf og samstarf við vinstri-
sinnaða róttæklina.

   Vonandi að  Sjálfstæðisflokkurinn  læri nú af sínum mistökum,
efnahagslegum, og ekki síst samstarfinu nú til vinstri við hina
Evrópusinnuðu Samfylkingu. -

   Þjóðleg borgaraleg öfl eiga ALLTAF að halda vinstriöflunum í
skefjum. Vonandi eru skörp skil í íslenzkum stjórnmálum  að
myndast í dag.  - Og það til frambúðar!


mbl.is Lögreglumenn skoða úrsögn úr BSRB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Löve.

Hvað er að fylgismönnum íhaldsins? Þið eruð stórhættulegir lýðræðinu. Enn eru þið að hjakka í sama kaldastríðshjalinu um kommagríluna. Þið eruð vonandi að deyja út þessar gömlu risaeðlur sem eru með steingerðann heila. Enn trúið þið því að íhaldið eitt geti stjórnað þessu landi. Við horfum yfir sviðna jörð og rjúkandi rústir en þið lokið bara augunum. Ykkur er vorkunn. Heilaþvotturinn var alger á Mc Carty tímanum.

Davíð Löve., 27.1.2009 kl. 00:57

2 identicon

Óskaplegt er að lesa þennan hræðsluáróður. Hvernig í ósköpunum á ástandið að geta versnað? Lengi hefur verið þörf á því að leysa Sjálfstæðisflokkinn frá völdum og athuga hvað okkur býðst í Brussel. Dagurinn í dag er sigur fyrir þjóðina. Eftir Sjálfstæðisflokkinn stendur frátt annað sviðin og blóðug jörð.

Vonandi komast "þjóðleg öfl" ekki til valda í bráð. Ég held að þjóðin sé komin með nóg af íhaldi og þeirri spillingu og því fúla samtryggingakerfi sem þar hefur þrifist.

Baldur (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 01:18

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vindmylluslagur er þetta hjá ykkur tveimur, Baldri og Davíð – Guðmundur Jónas er enginn Sjálfstæðisflokks-maður, miklu fremur miðjumaður, en um leið maður varðveizlustefnunnar, fyrst og fremst þjóðlegra verðmæta og siðferðisgilda. Lesið vefgreinar hans! Hann ver ekki útrásarbrjálæðingana fremur en þið.

Gott væri, ef vinstristjórn (sem ég hygg að sé yfirvofandi) neitaði að skrifa upp á Icesave-vitleysuna frá fyrrverandi stjórnarflokkum og gerði Bretum og Hollendingum grein fyrir því, að (1) við getum ekki borgað þeim nema fyrir lágmarkstryggingu Tryggingasjóðs innistæðna, um 18–19 milljarða króna, og (2) að við ætlumst til þess að fá úr rétti okkar skorið fyrir óvilhöllum dómstóli – sem þeir í London og Haag vildu meina okkur og Evrópubandalagið gerðist svo gróft að reyna að kúga okkur til að hlíta því ofríki og beitti okkur m.a.s. fjárkúgun til að hafa sitt fram! (félegt bandalag eða hitt þó heldur).

Vitaskuld er stjórnarþátttaka Vinstrigrænna óhugnanleg tilhugsun – þeir hafa t.d. þá heimskulegu, óþjóðhollu stefnu, að fella eigi niður öll útgjöld til varnareftirlits. Steingrímur J. myndi leggja niður Varnarmálastofnun, ef hann fengi færi á því, og allt ratsjáreftirlit með orrustu- og könnunarþotum hans fyrrverandi samherja í Rússlandi. Aðeins bjartsýnisglópar myndu fagna slíkri ósvinnu. Samfylking má ekki fela VG völd yfir utanríkis- og varnarmálum okkar.

Aðstaða mín til Moggabloggsskrifa er aftur í skralli, en ég get þó bloggað á Vísisbloggi og hef birt þar þessa pistla á nýliðnum degi og kveldi:

Var Ágúst Ólafur að æpa sig hásan á ‘risaeðluna’?

Ólafur Ragnar gerir sig breiðan; vill hann verða þingrofs-þorrakóngur?

Sagði Jóhanna satt?

Stjórnarslit, pólitískar keilur Ingibjargar og kotturinn í sekknum.

Með kærri kveðju til síðuhöfundar og samherja okkar,

Jón Valur Jensson, 27.1.2009 kl. 02:13

4 identicon

jú það er eitt enn sem stendur eftir ógnarstjórn sjálftökuflokksins og það er óþefurinn í svörtuloftum,út með mugabe úr seðlabankanum,lifi lýðveldið og niður með flokksveldið og vonandi hafa myndast skörp skil í íslenskum stjórnmálum í dag-ALDREI AFTUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN Í STJÓRN LANDSINS.

árni aðals (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 02:18

5 identicon

Lögreglumenn áttu einn ágætan kost, þegar þeim var ljóst að þeir voru að starfa í andstöðu við þjóðina. Þeir gátu skilað einkennisbúningunum og lagt niður störf, þar til komin væri ríkisstjórn sem væri í takt við vilja þjóðarinnar.

Gamalmenni (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 04:49

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk Jón Valur að koma hér inní umræðuna og stilla hana af.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.1.2009 kl. 21:42

7 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Það mun án efa koma í ljós hversu skörp skil eru til staðar í stjórnmálum, nú næstu vikurnar.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 27.1.2009 kl. 23:58

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Gagnrýni sem byggir á loðnu orðalagi og fylgja engar hugmyndir um skynsaman niðurskurð á óarðbæru kostnaðarliðum hljóma í mínum eyrum sem algjört þekkingarleysi á efnahagsmálum almennt.  Mótsagnir í framsetningu og upphlaup og æsingur styrkja þessa skoðun mína enn frekar.

Langbest væri að láta spilltar hefðir víkja. Fela Forseta að velja menn í Ráðherrastóla eins og honum ber samkvæmt Stjórnarskrá, sem gerir ráð fyrir þeirri undatekningu að Ráðherrar framkvæmda séu úr hópi löggjafarvaldsins sem er ætlað þjóðina fyrir of mikilli skattheimtu af hálfu framkvæmdavaldsins meðal annars.

Þegar ráðherra Forseta ganga fram að 3/4 hluta þingsins þá getur löggjafarvaldið þingið sett Forseta af með þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem einfaldur meirihluti þjóðarinnar ræður. Í framhaldi er kosinn nýr Forseti sem velur nýja ríkistjórn í samræmi við það sem stjórnarskrá Íslands býður. Ég skora á almenning að kynna sér stjórnarskrá Íslands hún er á góðri Íslensku, 83. málsgreinir. Því hún gerir ráð fyrir að hlutir hér séu í líkingu við USA þótt hefðin hér "of" vel innan Lagaramma stjórnaskrárinnar hafi þjappað öllu á valdi á hendur þingmanna sem taka sér sæti sem ráðherrar í skjóli hlýðins Forseta og 51% þingheims [löggjafarvalds].

Júlíus Björnsson, 28.1.2009 kl. 00:38

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

ganga fram af 3/4

Júlíus Björnsson, 28.1.2009 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband