Mikil er ábyrgð þin Framsókn !


   Og enn halda atvinnumótmælendur Vinstri grænna áfram
að mótmæla með skrílslátum. Nú er það málstofa NATO  sem
er mótmælt, en yfirgnæfani meirihluti þjóðarinnar styður veru
Íslands í NATO.

  Það er alveg ljóst að mótmæli þessi eru á vegum vinstrisinn-
aðra róttæklinga sem skipulögð eru af  hinum vinstrisnnaða
öfgaflokki Vinstri-grænum. Flokki sem einskyns svífst til að
vinna gegn ríkjandi stjórnskipulagi, sbr. aðför forystu þeirra
gegn íslenzkri lögreglu.  En það er einmitt þetta öfgalið til
vinstri sem Framsókn ætlar nú að leiða til valda í íslenzkum
stjórnmálum, ásamt Evrópusambandssinnuðum krötum.

  Maður hugsar með hryllingi þegar þetta vinstra lið hefur
komist yfir löggæsluna í landinu með beinni aðild að lands-
stjórninni. Og það  í  boði  Framsóknar. Því Framsókn  ber
fulla ábyrgð á þeirri vinstristjórn sem nú er verið að mynda
þótt Framsókn sjálf sitji þar ekki  við borð.  Því aðal áhersla
VG í vinstristjórn verður m.a  að lama sem mest löggæsluna
í landinu og allt er varðar öryggismál þjóðarinnar, og fær 
til þess fullan stuðning marga  vinstrisinna úr Samfylkingu.

  Ábyrgð Framsóknar er því mikil! Alveg með ólíkindum hvernig
einn flokkur getur umpólast á einni nóttu. Ekki bara það að
gangast ESB-trúboðinu á hönd, heldur líka vinstrisinnuðum
róttæklingum. Uppvöðsluskríl!
mbl.is Lögregla beitti piparúða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

ertu ekki í standi maður? Heldur þú að þetta lið hafi verið í pólitískum mótmælum?  Ó nei

þetta ofbeldisfólk fékk skýr skilaboð - ef þið kallið þetta mótmæli þáer ykkur óhætt að ráðast á ráðamenn - slasa lögregluþjón - spill eigum almennings og það verður bara allt í lagi.

Þau haldaáfram þangað til þeu verða stöðvuð - ef ekki af lögreglu þá af borgurum eins og okkur sem eru búnir að fá nóg.

Legg til að þú hafir frumkvæðið að því að kalla saman her fólksins. Til varnar Íslandi.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 29.1.2009 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband