Frjálslyndir ekki með. - Gott mál !


   Svo virðist  að Frjálslyndir hafi fengið bankþanka og hætt við
að styðja þá vinstristjórn sem nú er verið að mynda. Það er gott
mál ! Því það var með öllu óskiljanlegt  að  Frjálslyndir, sem skil-
greint  hafa  sig sem hægramegin við miðju  í  íslenzkum  stjórn-
málum skuli hafa dottið það í hug að ljá nafn sitt við vinstristjórn
daganna fyrir kosningar. Slíkt hefði þýtt endalok Frjálslyndra.

  Það að Frjálslyndir skyldu bendla sig við þessar vinstrisinnuðu
stjórnarmyndunarviðræður virðist meiga skrifast á formann flokk-
sins. Hann virðist engann veginn huga  að hinni pólitískri ímynd
sem hverjum flokki er svo mikilvægt að hafa. Enda fylgi flokksins
eftir því. Frjálslyndir hljóta því að gera verulegar breytingar  á
flokksímyndinni á komandi flokksþingi. - Því flokkur sem skilgrein-
ir sig sem borgaralegan flokk á þjóðlegum grunni, og sem ekki á
sök á efnahagshruninu,  ætti að eiga mikla möguleika í komandi
kosningum, ef mannval, flokkseining  og ímynd standi fyrir sínu.
mbl.is Frjálslyndir ekki með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega sammála þér. Mér finnst þó Guðjón til mikils sóma að öllu leyti.

Við Frjálslyndir þurfum þó að losna við Jón Magnússon og Kristinn H. hið fyrsta. Þá er ég viss um að fylgið fari upp á við og eining myndist.

Málefnagrundvöllurinn er góður. Þessir menn eru dragbítar á flokkinn.

Einar (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 15:52

2 identicon

Auðvitað nennir enginn að tala við þessa hottinntotta hjá frjálslyndum (sem btw er mesta öfugnefni í heimi). Vonandi þurrkast flokkurinn út í næstu kosningum.

Kári (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 15:55

3 Smámynd: Eiríkur Guðmundsson

Guðjón hefur staðið sig vel, það er rétt.

Það var aftur á móti þannig staða upp í byrjun vikunar í stjórnmálunum að menn þyrftu að kyngja pólitískum erjum og horfa jafnvel aðeins framhjá því hvorum megin við miðjustrikið við værum allir saman. Ég græt það hins vegar ekkert sérstaklega að við Frjálslyndir séum ekki í því hlutverki að styðja þessa stjórn. Það er líka rétt sem þú segir Guðmundur að flokkurinn ætti að öllu eðlilegu að njóta fylgis í komandi kosningum.

Það er líka rétt sem Einar segir að nú þarf að fara að slíðra sverðin í flokknum og koma á almennilegri einingu, með sem minnstum fórnarkostnaði.

Svo er rétt að þakka Kára fyrir einstaklega hjarthlýjar stuðningsyfirlýsingu hér fyrir ofan. Þó svo að ég vilji ekki nú ekki samþykkja fullyrðingar um mesta öfugnefnið, þar er hörð samkeppni þó við förum ekki einu sinni út fyrir stjórnmálin hér heima. 

Eiríkur Guðmundsson, 30.1.2009 kl. 16:09

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Ég býð mig fram til formanns í Frjálslynda flokknum á komandi landsþingi sem valkost og Ásgerður Jóna Flosadóttir býður sig fram til varaformanns.

Í mínum huga er það kýrskýrt að Frjálslyndi flokkurinn er flokkur hægra megin við miðju í íslenskri pólítik.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 31.1.2009 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband