Nánast gjaldþrota Írland = rökþrota ESB-sinnar


  Sú staðreynd skv. Sunday Times í gær að Írland sé í dag
nánast tæknilega gjaldþrota, þrátt fyrir  ESB-aðild  og evru,
hlýtur að setja málflutning hérlendra ESB-sinna í  endalegt
skötulíki.  Málflutingur ESB-sinna  um  efnahagslegan ávinn-
ing við að ganga í ESB og taka upp evru eru helber blekking
og lýgar. Gleggsta dæmið þess er efnahagshrunið á Írlandi
í dag. Sú æpandi  staðreynd þarf  ekki  lengur vitnanna við.
Hún liggur nú fyrir hunda og manna fótum. Allra sem nenna
að sjá og skilja. ESB-trúboðið hefur endanlega verið afhjúpað!
Beðið skipbrot!!

  Samt virðist ESB-trúboðið á Íslandi ætla að halda áfram, nú
undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttir. Jafnvel þótt ÖLL rök sýni 
að einmitt bankahrunið hafi að nánast verið ESB-regluverkinu
gegnum EES-samninginn að kenna.  Ísland hefði ALDREI lent
í þessum stórkostlegu efnahagsþrengingum í dag ef við hefðum
ALDREI gert EES-samninginn. Á sama hátt hefðu Írar ALDREI
upplifað slíkan efnahagsvanda hefðu þeir aldrei gengið í ESB,
og ALLRA SÍST tekið upp evru. Evru sem er að koma FJÖLMÖRG-
UM evruríkjum á kaldan klaka í dag.  - Af þeirri einföldu ástæðu
að hvorki gengi né vextir evrunar taka mið af hagkerfi viðkom-
andi ríkis. Sem í raun lá fyrir í upphafi evrunar.

  Samt ætla Vinstri grænir og Framsókn  að  styðja  ráðabrugg
Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra um að breyta stjórnar-
skránni fyrir kosningar á þann veg, að hið mikla fullveldisafsal
sem felst  í ESB aðild verði ESB-landssöluliði  Jóhönnu  ekki  til
trafala ef kemur að því að sækja um aðild að ESB eftir kosningar.  

  Hinum and-þjóðlegu fullveldisskerðingaráformum kommúnista-
stjórnar Jóhönnu Sigurðardóttir VERÐUR því að hindra með ÖLLUM
TILTÆKUM RÁÐUM! 
 
  Jóhanna Sigurðardóttir. Segðu af þér ÞEGAR Í STAÐ!!!

  Þitt ráðabrugg beinist gegn ÍSLENZKUM HAGSMUNUM!!!

 



 
mbl.is Óttast að Írland verði gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Einarsson

Vertu viss Guðmundur, ESB sinnar sjá þetta ekki, þeir eru heila-þvegnir/dauðir, þeir verða ekki í vandræðum að kjafta sig í kringum þetta mál, hef samúð með Írum, ekki að ósekju, þeir felldu í síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu, en samt á að reyna aftur, vona að þeir beri gæfu til að geta sagt sig úr þessu skrímsli.

Hörður Einarsson, 16.2.2009 kl. 00:32

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ef ég var að lesa sömu grein og þú þá eru áhyggjur manna helst að beinast að því að bankarnir á Írlandi hafa eins og íslensku bankarnir lánað eins og brjálæðingar og nú eru líkur á að matsfyrirtæki lækki lánshæfi Írlans úr AAA niður í neikvæð og óöruggt. Skuldir bankana nema nærri 3 faldri lansframleiðslu Írlands. Sé ekki hvað þetta kemur ESB við. Væri gott að heyra af vestrænulandi sem er ekki í vandræðum nú.

Í fréttinni er nú bent á að unnið sé að því að aðstoða Íra af ESB sbr.

One possible solution would see Germany buy billions of euros of Irish government debt through a fund set up by the European Central Bank.

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.2.2009 kl. 01:08

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Eiga þá ekki Írar þrautavaraöryggi í Evrópska seðlabankanum?
Helstu rök ESB-sinna að taka upp  evru hér!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.2.2009 kl. 01:15

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Og hvað með Spán, Grikkland og Ítalíu? ALLT í kalda koli þar, þrátt fyrir
ESB og evru!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.2.2009 kl. 01:18

5 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Ég er nú ekki mikill ESB sinni en eru ESB sinnar ekki að segja að hættan á að þjóðarframleiðsla Íra lækka um 10%, að verðbólga verði 19% og éti upp verðtryggðjar eignir almennings,  aðgjaldmiðillinn hrynji og dragi saklausa einstaklinga og fyrirtæki með sér í fallinu, og að atvinnuleysi verði 15-20%, eins og hér á landi, sé minni í ESB.

Eru til ESB sinnar sem hafa haldið því fram að þetti geti ekki gerst?

Eru þeir ekki að benda á að afleiðingar þess að hafa lélega embættismenn, stjórnmálamenn og gjaldþrota banka séu mildari innan ESB?

Lúðvík Júlíusson, 16.2.2009 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband