Krístján Þór tvöfaldur í Evrópumálum


    Kristján Þór Júlíusson sem býður sig fram  til  formanns  í
Sjálfstæðisflokknum, er vægast sagt tvöfaldur í Evrópumálum.
Slær úr og í þegar DV hafði viðtal við hann í gær. ,,Viltu sækja
um aðild  að  Evrópusambandinu?" spýr DV.  EKKERT  hreint
svar. Hvorki já eða nei. Og þegar DV  þjarmar enn að Kristjáni
og spyr. ,, Á Sjálfstæðisflokkurinn að samþykkja að sótt verði
um aðild að ESB og jafnframt að niðurstaða samningaviðræðna
verði lögð í dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu?" Og svar
Kristjáns er. ,, Þetta verður upplýst á landsfundinum" og aftur.
,,Ég tel að þjóðin eigi að fá að taka afstöðu til máls af þessari
stærðargráðu. Þetta er ákvörðun af því tagi að á endanum
ætti þjóðin að eiga síðasta orðið. Það er lýðræðislegt". Sem
sagt. ALLT GALOPIÐ! Hvorki hreint já eða nei við hvorugu
svarinu.

   Það er alveg á hreinu að fyrst Kristján Þór vill ekki svara
klárt og skýrt með nei eða jái varðand Evrópumálin er hann
að leika tveim skjöldum. Hins vegar hefur Bjarni Ben  og
Loftur A Þorsteinsson sem líka bjóða sig fram til formanns,
tekið hreina afstöðu. Bjarni með ESB-umsókn, Alfreið á
móti.

   Það verður afar fróðlegt að sjá  hver niðurstaða landsfundar
Sjálfstæðisflokksins verður í Evrópumálum. Trúlega verður hún
skrifuð  á hebresku svo örugglega enginn skilji. Öllu haldið gal-
opnu í Evrópumálum eins og hjá Vinstri grænum.

   Eitt geta þó ALLIR SANNIR ESB-andstæðingar treyst, stutt og
kosið!  -  L-lista Fullveldissinna...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

,,Ég tel að þjóðin eigi að fá að taka afstöðu til máls af þessari
stærðargráðu. Þetta er ákvörðun af því tagi að á endanum
ætti þjóðin að eiga síðasta orðið. Það er lýðræðislegt"

Þetta tek ég heilshugar undir en mér þykir L- listinn hafa full einarða afstöðu gegn ESB sem er óásættanleg og er ekki að skila flokknum neinu fylgi.

Hvers vegna treystið þið ekki þjóðinni til að taka ákvörðun um hvort gengið sé í sambandið eða ekki er mér óskiljanlegt. Teljið þið að þjóðin sé of heimsk til að taka ákvörðun með lýðræðislegum kosningum?

Hilmar Gunnlaugsson, 26.3.2009 kl. 01:25

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Hilmar:

Ætti þjóðin ekki að kynna sér hvað fellst í ESB aðild áður en hún notar stórar fjárupphæðir í aðildarviðræður við samband sem hún vill svo kannski ekki vera aðili að?  Ef að fólk kynnir sér málið þá liggur 99% af því sem í aðild fellst á borðinu.  Ríkið hefur gert skýrslur um áhrif ESB aðildar á Ísland, og fleiri hafa kynnt sér sambandið, en einhverra hluta vegna er búið að koma þeirri hugsun í fólk að við getum ekki vitað hvað kæmi út úr aðildarviðræðum nema fara í þær.

Þetta er ekki bein lygi, pólitíkusar passa sig á því, en eins og ég skrifa ofar þá er 99% þekkt.

Axel Þór Kolbeinsson, 26.3.2009 kl. 09:02

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Er ekki eins hægt að segja að L listinn er tvöfaldur í lýðræðinu þar sem að hann vill ekki að þjóðin fái að taka ákvörðun. Þó að flokkurinn vilji auka lýðræði. Þetta er þversögn.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.3.2009 kl. 09:36

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sæll Magnús.

Þjóðin mun taka ákvörðun, hvort sem það er í Alþingiskosningum eða þjóðaratkvæðagreiðslu, en þjóðin getur líka treyst því hvar við stöndum í evrópumálum, rétt eins og þjóðin getur treyst því hvar Samfylkingin stendur í evrópumálum.

Axel Þór Kolbeinsson, 26.3.2009 kl. 10:00

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hver vill Magnús sækja um það sem viðkomandi er á móti?
Við fullveldsinnar erum HEILIR í okkar pólitík varðandi Evrópumál.
Erum á móti aðild Íslands að ESB og því andvigir aðildarviðræðum. Því
verðum að sækja um ESB-aðild ÁÐUR en aðildarviðræður fara fram.
Er þetta ethhvað flókið Magnús?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.3.2009 kl. 11:09

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er skelfilegt ástand, Guðmundur. Gott væri að geta kosið Kristján, en hann er allt of sleipur sem áll og slær úr og í, en er þó vitaskuld ásættanlegri en Bjarni. Bezt væri fyrir fullveldissinna í Sjálfstæðisflokki að geta kosið Loft, en hrikaleg tilhugsun, ef það fæli í sér, að Bjarni merði meirihlutafylgi.

Jón Valur Jensson, 27.3.2009 kl. 02:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband