Vinstri grænir komi út úr skápnum!


    Það er ALGJÖRLEGA ÓÞOLANDI hvernig hinir sósíalisku Vinstri
grænir skulu komast upp með það að sigla gjörsamlega undir fölsku
flaggi í Evrópumálum. Þýkjast vilja helst vera utan ESB, en geta á
sama tíma ekki svarað því hvort þeir séu tilbúnir að sækja um ESB-
aðild með samstarfsflokki sínum í ríkisstjórn eftir kosningar eða ekki. 
Svara bara út í loftið um aðildarviðræður á einhverri óskiljanlegri
hebresku sem enginn skilur. Svona falskan og ótrúverðugan flokk
á ENGINN þjóðlega sinnaður Íslendingur að kjósa.

   Vert er að hafa í huga í þessu sambandi að Vinstri grænir byggja
stefnu sína í grunninn á sósíaliskri hugmyndarfræði, sem er í eðli
sínu ekki minni ofsafengin í alþjóðahyggjunni en hjá sósíaldemó-
krötum.  Enda margar sellur vinstrisinnaðra róttæklinga og anar-
kista samankomnar þar innandyra. Samanber árásirnar á Alþing-
ishúsið í vetur....

   Því er orðið tímabært að draga Vinstri græna út úr skápnum.
Vinstri grænir eru ekki minni ESB-flokkur en Samfylkingin. Enda
afneita þeir engann veginn aðildarviðræðum að kosningum lok-
num. En til þess þarf fyrst að sækja um aðild að ESB, sem VG
munu ekki víla fyrir sér að gera til að halda lífi í hinni afdönkuðu
og afturhaldsömu vinstristjórn, algjörri tímaskekkju í íslenzkum
stjórnmáum nú í upphafi 21 aldar. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það að "Svara bara út í loftið" að segjast ætla að leyfa þjóðinni að ráða? Viltu meina það að þjóðinni sé ekki treystandi til að kjósa um evrópusambandið? Ef þú treystir ekki náunganum, þá endilega flyttu til einhvers einræðisríkis eins og Kína þar sem skoðanir fólks eru ekki að flækjast fyrir valdhöfum

Baddi (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 06:50

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Það sækir enginn um það sem viðkomandi er á móti. Er það Baddi?
EF VG eru á móti ESB-aðild þá sækja þeir ekki um slíka aðild. Er það
Baddi?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.4.2009 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband