Hvar er okkar ÞJÓÐARLEIÐTOGI ?


    Þegar þjóðir lenda í alvarlegum hremmingum, hvort sem þær
eru af efnahagslegum eða af öðrum toga, er afar mikilvægt  að
þær eigi sér góðan þjóðarleiðtoga, sem sífellt hvetur þjóðinna
til dáða, og talar á hverjum degi kjark í hana. Þetta er gríðar-
lega mikilvægt upp á alla þjóðarsálina að gera. Hún lýtur sömu
lögmálum  og  mannssálin.  Hvatning  er lykilatriðið,  og trúin  á
framtíðina. Mörg dæmu úr mannkynsögunni  sýna hvernig leið-
togar þjóða hafa gjörsamlega bjargað þeim með sterkri leiðsögn
og óbilandi trú á framtíð þjóða þeirra.

   Á Íslandi er þessu alveg þveröfugt farið. Í miðjum efnahagslegum
hremmingum sitjum við nú uppi með forsætisráðherra sem virðist
hafa misst ALLA TRÚ á íslenzkri  framtíð. Talar um þjóðargjaldmiðilin
sem ónýtan, og setur erlendan ríkisborgara yfir æðstu stofnun
fjármála í trássi við stjórnrskrá. Hvort tveggja er einsdæmi meðal
frjálsra þjóða. - Þá sér þessi sami ráðherra helst þjóðinni til bjarg-
ar að fara aftur undir erlent vald . Jafnvel þótt það kosti þjóðina
miklar efnahagslegar fórnir, sbr. sjávarauðlindina,  og gríðarlegt
framsal á fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar. Sem aldrei verður
metið til fjár.

   Það er því greinilegt að Jóhanna Sigurðardóttir er ekki sá þjóðar-
leiðtogi sem íslenzk þjóð þarfnast svo mjög í dag, og allra síst  í
nánustu framtíð. Úrtölumanneskjan, sem skortir allan þjóðlegan
metnað, viðhorf og gildi, og talar meriháttar kjark úr þjóðinni, nú
þegar síst skyldi. - Slíkum stjórnmálamanni ber þjóðinni að hafna
að sjálfsögðu  skilyrðislaust í komandi þingkosningum. 

     Því íslenzk framtíð er í húfi!
mbl.is Sigmundur Davíð spáir öðru hruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Hvar er forsetinn?

Helgi Kr. Sigmundsson, 24.4.2009 kl. 00:36

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hver er hann ?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 24.4.2009 kl. 00:40

3 identicon

Sennilega eitt mesta vandamál okkar í dag sem þjóðar.  Jóhanna er að mínu mati þar sem hún er BARA af því hún er sú manneskja sem fólk treystir best af núverandi stjórnmálamönnum.  NB. það þýðir ekkert endilega að fólk treysti henni endilega svo vel, heldur frekar bara best af því sem hefur var í boði.  Hins vegar hefur enginn flokkur (aftur að mínu mati) ekki boðið upp á neinn betri valkost, hvort sem gamall eða nýr flokkur.  Það er átakanlegur leiðtogaskortur á landinu okkar kalda.  Í þokkabót erum við með forseta sem nýtur ekki traust af því hann er hugum meirihluta almennings 2007 forseti (nb. það kvartaði enginn þá en það vill hann enginn núna!!!!).

Ég þekki ekki þínar stjórnmálaskoðanir en geri ráð fyrir að sért að vísa í að Sigmundur Davíð sé sá leiðtogi sem þjóðin þarf.  Reyndar ekki hitt marga þeirra skoðunar og seinasta útspilið var a.m.k. ekki til þess fallið að stappa stáli í þjóðina - síður en svo :-0  Auk þess sem tekur að mínu mati allt loft úr 20% FRÍU niðurfellingunni!  Bjarni Ben er því miður ekki heldur líklegur kandidat (að mínu mati), hann er of tengdur "rétta ættunum", of 2007, of hrokafullur, of mikið bara ekki búinn að fatta hvað hefur gerst (geri ráð fyrir að allir hér lesið söguna um OSTINN!!!)  Steingrímur, jaaaa þó aldrei kosið VG hingað til þá verð að viðurkenna að m.v. samkeppnina þá fær hann núna nokkur prik.  Veit ekki hvort einhver "öryggisþörf" hjá manni á þessum síðustu og verstu tímum, alla vega náungi (eins og Jóhanna) sem þó veit hvað snýr upp og niður í pólitík - andsk/&(%-/& hafi það menn hljóta að læra eitthvað á margra ára þingsetu!!!!  Verðið að fyrirgefa ef fjalla ekki um minni framboðin, ekki af því tel þau ekki góðra gjalda verð en tel þau ekki uppfylla umræðuefnið sem er SKORTUR Á LEIÐTOGUM og þá ekki bara í pólitík, allar þjóðir þurfa, og eiga að rækta, leiðtogaefni. 

En góð leiðtogaefni fá fólk með sér, ekki bara af því þau þurfa þess heldur af því þau vilja það, af því þau telja það bestu leiðina til að ná árangri.

ASE (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 01:07

4 identicon

Algjörlega sammála þessu. Leiðtogar eru ótrúlega mikilvægir á erfiðum tímum og sást það vel á kosningu Barack Obama sem forseta Bandaríkjanna. Þar fékk hann, nánast óreyndur maðurinn, gríðarlega góða kosningu af því hann einfaldlega virkaði vel á fólkið, var trúverðugur og með þessa leiðtogahæfileika. Hvort hann á síðan eftir að standa undir væntingum er annað, en fólkið trúir a.m.k. á hann.

 Varðandi það sem nú er í boði fyrir þessar kosningar er ég um margt sammála AME. Jóhanna er einfaldlega ekki nógu góður leiðtogi. Afbrags stjórnmálamaður með gott vald á sín helstu málefni en hefur bara ekki þá  yfirsýn sem þarf til að vera leiðtogi þjóðar. Sigmundur er klár kappi, það verður ekki tekið af honum. Frekar óreyndur auðvitað en virkar ekki alveg nógu afgerandi. Steingrímur er orðið svolítið "burn-out" þó að hann sé mjög klókur stjórnmálamaður. Finnst Bjarni fá ósanngjarna gagnrýni frá AME þegar hann segir að "hanns sé of tengdur "réttum ættum"". Mér finnst það einfaldlega fáránlegt að afskrifa fólk bara sí svona vegna þeirrar fjölskyldu sem það fæddist inn í. Svipað og að segja að maður úr fátækri fjölskyldu geti aldrei unnið í banka eins og að segja að maður úr ríkri fjölskyldu geti ekki staðið sig sem stjórnmálaleiðtogi. Það var nú það, en persónulega held ég alveg vatni yfir honum Bjarna og er ekki að sjá hann rífa eitt né neitt upp en það á allt eftir að koma á daginn eins og svo margt annað.

Semsagt: enginn almennilegur leiðtogi virðist vera á boðstólnum þessa dagana og því greinilegt að maður þarf að miða atkvæði sitt út frá einhverju öðru en "leiðtogum".

ps. nú saknar maður tímanna þegar Davíð Oddsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sköruðu fram úr og létu íslensk stjórnmál líta vel út.....

Össi (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 01:27

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hvaða forseti?

.

Ef hann hefur einhverntíma verið til þá er blaðsíðan sem hann var á horfin og er því núna sem brennd aska á haugnum. Hann er ekki lengur.

.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 24.4.2009 kl. 02:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband