Rothögg á evrusinna


   Írar eru að gefast upp á evrunni. Írski hagfræðingurinn David
McWilliams hvetur landa sína að kasta evrunni og taka aftur upp
írska pundið. Undir  evruvæðingunni  sé samkeppnisstaða Íra á
alþjóðamörkuðum vonlaus.  Þá blasi við gjaldþrot bankanna verði
ekki skipt yfir í írskt pund aftur.

   Auðvitað er þetta enn eitt röthöggið á málstað ESB-sinna og þá
sem taka vilja upp evru.  Erlendan gjaldmiðil sem EKKERT tæki mið
af íslensku efnahagsástandi og sveiflum í íslenzku hagkerfi, hvorki
með tilliti til vaxta eða gengis. - Og nú er þetta svo berlega að koma
í ljós á öllu evrusvæðinu. Hin ólíku hagkerfi þar eru mörg hver  að
komast í þrot eins og írska dæmið sannar.  Hvenær í ósköpunum
ætlar þetta að verða ESB-sinnum ljóst? Og ekki síst ASÍ-forystunni?

   Í dag bjargar íslenzka krónan samkeppnisstöðu Íslands á alþjóða-
mörkuðum. Sem er gríðarlega mikilvægt í því bankahruni sem við urðum
fyrir. Bankahruni sem EKKI varð  vegna íslenzkrar krónu!  Heldur yfir-
gengilegrar óstjórnar í efnahagsmálum og geggjaðar útrásar mafíósa-
víkinga í skjóli stógallas EES-regluverks ESB sem engan veginn passaði
fyrir hið smáa slenzka hagkerfi.

   Íslenzk króna á eftir að dugja Íslendingum vel og lengi svo framan-
lega að við högum stakki eftir vexti og eyðum ekki um efni fram.  Það
er grundvallarmálið sem öll hagfræði og skynsemi byggist á! 

    Röthöggið á evrusinna er því algjört!

 


mbl.is Írar fleygi evrunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Magnús Þór Hafsteinsson, 9.5.2009 kl. 13:40

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Sama krafa á eftir að koma upp í fleiri löndum. Þar er Grikkland kannski sterkasti kandídatinn, ásamt Spáni, Portúgal og Ítalíu.

Ég bíð bara eftir að einhver Dani hafi kjark til að krefjast þess að danska krónan verði aftur gerð að danskri mynt, í dag er hún bara evra þýdd á dönsku.

Haraldur Hansson, 9.5.2009 kl. 16:33

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þakka þér Magnús og Haraldur fyrir innlegg ykkar hér.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 9.5.2009 kl. 20:20

4 identicon

það eru ýkjur að segja að írar séu að gefast upp á evrunni þó einn af hundruðum hagfræðingum þeirra mæli með að fleygja henni.í greininni viðurkennir höfundurinn fúslega að hann er í miklum minnihluta hagfræðinga með sína skoðun.

eigi andstæðingar evrusinnanna að sannfæra okkur óákveðnu, neyðast þeir til að byggja málstað sinn með fastari rökum, takk fyrir. sérstaklega þótti mér eftirfarandi röksemd aum:

"New ideas go through a cycle. First they and their proponents are ridiculed, then they are violently attacked and only then are they accepted as a universal truth. I suspect the same will happen to the idea of leaving the euro."

hér horfir höfundum algjörlega framhjá þeim aragrúa hugmynda sem einfaldlega deyja verðskulduðum dauðdaga í æsku.

megininntakið í máli hans sýnist mér vera að utan evrunnar megi hrista af sér krísuna með dýpri og skammlífari dýfu, en innan evrunnar sjá menn fram á langvinna og grunna lægð.

ég get ómögulega ákveðið hvor kosturinn er verri án þess að hafa nánari útlistun á hversu djúp djúpa krísan er og hversu langvinn langtíma kreppan er.

--

óskar

oskar holm (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 22:08

5 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Áður en menn dæma David McWilliams norður og niður ættu þeir að kynna sér verk hans og skrif. Ég mæli með sjónvarpsþáttum hans. David varaði við þeirri þróun sem Írland var á til glötunar 2004 - 2005. Ég horfði á þessa þætti í fyrra sumar og þeir höfðu mikil áhrif á mig. Skoðið þætti hans á heimasíðu David McWilliams. Hana má nálgast gegnum slóðina sem ég setti inn hér fyrir ofan.

Magnús Þór Hafsteinsson, 9.5.2009 kl. 23:22

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Gaman þegar menn hengja sig í einn hagfræðing og fullyrða svona. Það eru líka hagfræðingar sem segja að við eigum að taka upp dollar strax ekkert mál, evru strax ekkert mál og svo framvegis. Það eru óvart ekki þessir hagfræðingar sem ráða þessu! Írska ríksstjórnin telur enn að Írar hafi mikinn hag af evrunni. Og meira að segja flokkurinn sem bariðst fyrir að Lissabon samkomulagið yrði fellt vill vera í ESB og halda evrunni. Það eru líka hagfræðingar sem segja að það eigi ekki að borga neina skatta heldur eigi fólk að borga fyrir þjónustu sem nýtir hana.

Óvart núna er það eina sem Írar geta treyst á að er að lánin þeirra hækka ekki vegna vaxta og vörur hækka ekki vegna gengisfalls. Jú vissulega er tímabundinn lægð en ég held að Írar yrðu brjálaðir ef að þeir hefðu verið megð eigin mynt sem hefði hrunið með bönkunum þeirra. Þá væri staða þeirra eins og hjá okkur. Það væri komin þar verðbólga, hærri vextir og allar erlendar fjárfestingar væru á hraðferð út úr írska pundinu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.5.2009 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband