Varaformaður Sjálfstæðisflokks vill ESB-umsókn


   Varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
lýsti því yfir afdráttarlaust á Alþingi í dag, að hún vildi að sótt verði
um aðild að Evrópusambandunu. Það er því full ástæða til að spyrja
hver er Evrópustefna Sjálfstæðisflokksins? Að sækja um aðild að ESB
eins og varaformaðurinn vill? Eða var bara ályktun landsfundar flokk-
sins í vetur bara allt í plati?

   Augljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn er þverklofinn í Evrópumálum
og ALLS EKKI trystandi í því stórmáli. Ekki frekar en Vinstri grænum.
En það hlýtur þá að vera  mjög  alvarlegt  mál þegar varaformaður
flokks gengur svona  ÞVERT á stefnu hans í einu stærsta pólitíska
hitamáli lýðveldisins.

   En hver verða viðbrgð þjóðfrelsissinna og ESB andstæðinga innan
Sjálfstæðisflokksins við yfirlýsingu varaformannsins? Sitja þeir þegjandi
og aðgerðarlausir undir slíkun yfirlýsingum?  Er undirlægjan algjör?

   Alltaf að koma betur og betur í ljós þörfin á heilsteyptum ÞJÓÐLEGUM
borgaralegum stjórnmálaflokki.  Vonandi að hin ESB-sinnaða yfirlýsing
varaformanns Sjálfstæðisflokksins ýti við mörgum þar á bæ til að koma
að stofnun á  slíkum flokki. - Fullveldi og sjálfstæði Íslands hrópar bein-
línis  á það í dag, eins og dæmin nú sanna.
mbl.is Vill sækja um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

48. gr. stjórnarskrár lýðveldisins hljóðar svo: "Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum". Ef það er sannfæring ÞKG að Ísland eigi að sækja um aðild að ESB, með ákveðnum skilyrðum, þá hlýtur hún að greiða þannig atkvæði á þingi. Þótt Flokkurinn sé über alles í hugum sumra þá er hann það ekki samkvæmt landslögum.

GH (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 15:34

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þú GH. Það sækir enginn um það sem viðkomandi er á móti. Annað hvort
er maður á móti hlutum eða ekki og hagar orðum og athöfnum skv. því.
Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins samþykkti Þorgerður Evrópustefnu
flokksins. Þar var HVERGI sagt að sótt skyldi um aðild að ESB, heldur
þvert á móti. Þvílík undirferli og tvískinnungur hjá varaformannum.
Sem betur fer er ég ekki í slíkum flokki.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.5.2009 kl. 15:42

3 identicon

Hvað eru margir SJÁLFSTÆÐISmenn/konur á þingi?

Palli (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 15:46

4 identicon

Ekki ætla ég út í greiningu á hugsun ÞKG eða gerðum hennar á flokksþingi en þessi skoðun hennar var öllum ljós fyrir löngu -- hún setti hana skýrt fram á síðasta ári. Það er því eðlilegt að hún standi við þessa sannfæringu sína á þingi og þá er það flokksmanna að hegna henni í undirbúningi næstu kosninga eða á vettvangi flokksins ef þeim líkar ekki skoðun hennar. Annars er athyglisvert að sjá hvernig sjálfstæðismenn engjast nú yfir þessu máli, því á annan bóginn kalla andstæðingar ESB innan flokksins á borgaralega þjóðernissinnaflokk, sem yrði algerlega andvígur umsókn að ESB, og á hinn eru þeir sem kalla eftir stofnun borgaralegs "alþjóðahyggjuflokks" sem hefði aðild að stefnumáli. Það verður fróðlegt að sjá hvernig málin velta (og ég spái því að svipuð rimma eigi eftir að koma upp í VG -- ætli hann klofni þá í national-sósíalistaflokk (!?) og international-sósíalista? -- og sjálfsagt má sama segja um framsókn. 

GH (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 16:19

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

GH. Afstaða VG um að leyfa umsókn að ESB kemur í raun ekki á óvart. Því
VG er SÓSÍALISKUR flokkur og sem slíkur MJÖG ALÞJÓÐASINNAÐUR. Höfðar
ALDREI til þjóðlegra gilda eða viðhorfa,  en gat því miður látið allt of marga
þjóðlegasinnaða kjósendur kjósa sig á alröngum forsendum.

Mikilvæga skref Einar? Til einangrunar og stórkostlegra efnahagslegra
hörmunga.  Skil ekki í neinum Íslendingi að hafa slíka brenglaða hugsun.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.5.2009 kl. 17:23

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Svo Einar. Kemur hér inn en á bloggsíðu þinni er hún lokuð og ekki á skrá.
Ertu kannski erlendur ríkisborgari og gegnir því hlutverki að vera leigupenni
hér fyrir Brusselvaldið?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.5.2009 kl. 17:26

7 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Hvenær hefur mikill meirihluti þjóðarinnar verið hlynntur aðild að ESB Einar?

Axel Þór Kolbeinsson, 28.5.2009 kl. 17:28

8 Smámynd: Samtök Fullveldissinna

Þessar kannanir hafa verið að nýta sér skort á upplýsingum til almennings.  Réttara væri að spyrja fólk hvort það vildi sækja um aðild að sambandinu þar sem að það þarf að gera það til að komast í þessar svokölluðu aðildarviðræður.

Þegar fólk er spurt að því, en ekki leiðandi spurningar, þá er meirihluti landsmanna mótfallin þeirri hugmynd, ef frá eru taldir þrír síðustu mánuðir ársins 2008.

Samtök Fullveldissinna, 28.5.2009 kl. 17:41

9 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Úps.

Axel Þór Kolbeinsson, 28.5.2009 kl. 17:42

10 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Einar. Hefur þú aldrei hugleitt hvernig Ísland eitt ríkja ESB ef það gangi þangað inn, geti  fallist á yfirþjóðlegt vald yfir sinni helstu og dýrmætustu auðlind, auk þess sem hún færi nánast á opinn uppboðsmarkað ESB?
Minni á að ein merkasta tillaga sjávarútvegsráðherra ESB-ríkja í fyrradag
var að leyft yrði að ALLUR KVÓTI INNAN SAMBANDSINS YRÐI FRAMSELJANLEGUR MILLI RÍKJA ÞESS?  Er þer bara andskotans sama um
slíkt? Okkar helsta efnahagslega fjöregg fari bara á uppboð fyrir hunda
og manna fætur erlendis?  Hvaða efnahagslegur ávinningur yrði í slíku?
Hrikalegt efnahagslegt tjón!  Verður að skilja að á Íslandi eru fiskveiðar
ein af AÐALBÚGREINUNUM meðan þær eru ALGJÖR-AUKABÚGREIN innan
ESB. 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.5.2009 kl. 17:57

11 Smámynd: Sigurbjörn Svavarsson

Einar.

Hvaða víðsýni þarf til að bera til að sjá einhverja kosti við ESB? Við erum nú þegar búnir að ná öllum viðskiptasamningum við ESB í gegnum EFTA. Það fáum við ekki meira. Lækkun matarverðs er sýnd veiði en ekki gefin ef hún kostar hrun innlends mætvælaiðnaðar og svo missum við stjórn á fiskveiðum við Ísland og fullveldi í helstu málum okkar.

Sigurbjörn Svavarsson, 28.5.2009 kl. 18:22

12 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Dálítið seint að stofna flokk þegar landið verður komið í ESB áður enn hann kemst á þing!

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.5.2009 kl. 20:10

13 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Einar minn. Þar sem þú ert búsettur erlendis, hættu að hafa afskipti af
þessum þjóðfrelsismálum okkar sem enn búum á Íslandi OG ÆTLUM
OKKUR AÐ GERA ÞAÐ ÁFRAM SEM FRJÁLS OG FULLVALDA ÞJÓÐ! Eftir að
við göngum í ESB geta erl.aðilar eignast meirihluta í ísl útgerðum, og
KOMIST ÞANNIG yfir kvótann og bakdýramegin inn í okkar fiskveiðilögsögu.
Það gætum við ALDREI samþykkt þar sem fiskútflutningur er svo stór hluti
af okkar gjaldeyrisskapandi starfsemi. Því um leið og kvótinn kemst í
hendur útlendinga myndi tekjur og virðisauki auk hverfa með tíð og tíma úr
okkar hagkerfi. Auk þessa alls hefði 300.000 manna smáþjóð ENGIN
áhrif innan sambandsisns af augsjánanlegum ástæðum.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.5.2009 kl. 20:21

14 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Minni þig  á Magnús á að áður en Ísland verður komið inn ESB þarf
fyrst að fara í aðildarviðræður. Ekkert er víst að ríkisstjórn eða Alþingi
samþykki þann aðildarsamning. Síðan þarf að breyta stjórnarskrá, og
nýtt Alþingi að samþykkja þær. Og svo á þjóðin eftir að segja síðasta
orðið. Jú, auðvitað gæti nýr flokkur þjóðfrelsissinna haft hér úrslitaáhrif.
Þannig að landsöluáform ykkar ESB sinna eru hvergi í höfn.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.5.2009 kl. 20:56

15 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það er nú þannig að það er hægt að bera samninginn undir þjóðina án þess að rjúfa þing. Þannig að eftir það þyrfti að rjúfa þing og kjósa aftur um ákvæði sem þarf að aðlaga ESB í stjórnarskrá. En þó það sé ekki skýrt í stjórnarskrá með þjóðarakvæðagreiðslur þá getur þingið vel farið fram að þjóðin greiði atkvæði um samninginn. Og ef hún samþykkir hann eru baráttan fyrir ykkur sem aðhyllist að við örþjóðin getum til frambúðar verið hér ein á hjara veraldar, töpuð!

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.5.2009 kl. 21:50

16 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Nei Magnús. Fyrst þarf að breyta stjórnarskránni, því alþingi hefur ekki
heimild til að samþykkja samning sem brýtur stjórnarskrána. Ykkur  mistók
að breyta þessu fyrir kosningarnar í vor. Sem betur fer!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.5.2009 kl. 21:56

17 Smámynd: Sigurbjörn Svavarsson

Einar.

Þú hefur ekki svarað spurningunni um víðsýnina? Ég nefndi hvergi kvóta, en ég sé af skrifum þínum að þú ert ekki mjög vel inní þeim málum.

Sigurbjörn Svavarsson, 28.5.2009 kl. 23:23

18 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Dóra Litla það eru sennilega hlutfallslega jafn margir hér og annarstaðar. Hefur þú aldrei farið í Miðbæ Reykavíkur? Held að það sé áætlað að það séu um 100 til 200 heimilislausir hér og við erum 330 þúsund. Ef við uppfærum það þá svarar það til 1000 til 2000 ef við værum 3,3 milljónir og 10.000 til 20.000 ef við værum 33 milljónir sem er kannski stærð landana sem þú miðar okkur við.

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.5.2009 kl. 08:50

19 Smámynd: Árni Gunnarsson

Vegna hvers eigum við að sækja um þessa niðurlægingu? Það er löngu vitað að til þess að komast inn í þetta sæluríki þurfum við fyrst að ná tökum á öllu því sem veldur okkur vandræðum í dag.

En þessi undanlátsemi forystu Sjálfstæðisflokksins er mér óskiljanleg. Er þessi flokkur ekki að greina sig frá öðrum stjórnmálaöflum með óbilandi trú á frelsið í öllum sínum myndum? Spurning:

Hvaða þjóð í Evrópu sem og utan hennar hefur yfir að ráða auðlindum á borð við þær sem við eigum? Ég svara þeirri spurningu sjálfur og fullyrði að enginn þegn innan ESB á hlutdeild í jafn miklum auði og íslenskur ríkisborgari.

Árni Gunnarsson, 29.5.2009 kl. 09:57

20 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Einar. Evrópusambandið er tæknilega á brauðfótum, spurning um nokkur ár
í viðbót hvenær það verður endanllega gjaldþrota, enda hefur ekki verið
hægt að leggja fram ENDAURSKOÐAÐA reikninga þess í 10 ár.
Mörg ríkja ESB eru í miklum vanda stödd, einkum þau sem hafa tekið upp
evru, og dauðsjá eftir því. Spánn stefnir í 20% atvinnuleysi og algjört hrun
þrátt fyrir ESB og evru og kratastjórn. Írland er í miklum vanda, svo og
Grikkland, og tala nú ekki um fyrri austantjaldslönd sem álpuðust inn í
ESB. Og ráðaleysi Brusselsvaldsins er algjört, og enga aðstoð frá því að
fá til þessara illa settu esb-landa. Evran hefur leikið þessi lönd mjög
grátt eins og Írland og Spán. Enda svo augljóst öllum heilvita mönnum
að ein mynt, með eitt vaxastig og sama gengi myndi aldrei ganga upp
innan þessa evrusvæðis. Til þess eru öll hagkeri þess svo ólík og mis-
munandi stödd,  efnahagslega og hvað stærð og aðstæður varðar.
Og inn í þetta ,,sæluríki" MIÐSTÝRINGAR að hætti Sovétríkjanna sálugu
villt þú að Ísland gangi í. ,,Sæluríki" sem mun hrynja einn daginn eins
og Sóvetríkin forðum.

Veit að Þjóðverjar eru hundóánægðir með veru sína í ESB og hafa þurft
að henda markinu út fyrir evru. Enda hefur þýska þjóðin ALDREI verið
spurð um veru sína í ESB.  Dæmi um hinn gríðarlega lýðræðishalla innan
ESB-kerfisins´, sem minnir sífelt á gamla Sovétið, sem betur fór sprakk
í loft upp og hrundi, enda komið á brauðfætur líkt og er að gerast með ESB
í dag .

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.5.2009 kl. 10:34

21 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Er ekki spurningin undir öfugum formerkjum Einar?   Vil sjá fyrir mig Evrópu
FRJÁLSA og FULLVALA RÍKJA með gagnkvæma viðskiptasamninga á jafn-
réttisgrundvelli, fyrirmynd af viðskiptamódeli sem hægt væri að yfirfæra á ÖLL heimsskipti, ÖLLUM jarðarbúum til góða og hagsældar. Ekki svona miðstýrt einangrunarbákn örfárra útvaldra með mikið ójafnvægi og mismun
innanborðs. Já Einar minn. Tel mig mun viðsýnni en þú hvað þetta varðar,
enda HEIMSSÝNAR-meðlimur sjálfstæðissinna sem horfir á heiminn allan
hvað allt þetta varðar. 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.5.2009 kl. 11:35

22 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Fyrirgefur prentvillu. Á að vera ,,FRJÁLSA OG FULLVALDA RÍKJA"

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.5.2009 kl. 11:36

23 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Guðmundur eins og þú þýskalandsáhugamaður veist þá var ESB m.a. komið á laggirnar til að koma friði á í Evrópu. ESB á að vera sameiginlegur vettvangur fyrir þjóðir Evrópu til að vinna að sameiginlegum hagsmunum sínum. Byrjaði reyndar sem samningur um stál og kol.

Það er nú enn inntakið í ESB þ.e. sameiginlegur vettvangur þar sem að allir hlýta sameiginlegum reglum á markaði og iðnaði. Við erum þegar þátttakendur á sviðum sem snerta vörur og viðskipti sem og opnum markaði að stórum hluta.

Allar þjóðir ESB eru frjálsar og fullvalda þó þær kjósi að taka sameiginlegar ákvarðanir er snerta nokkur svið. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.5.2009 kl. 13:33

24 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús minn. Það virðist himinn og haf aðskilja okkar hugmyndir um inntakið FULLVELDI.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.5.2009 kl. 14:37

25 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ef Island gengur í ESB mun verðlag hér innanlands hækka vegna þess að þá munu fríverslunarsamningar okkar ásamt öllum samningum um gagnkvæmar tollalækkanir falla niður. Þetta þýðir t.d. að íslenskur fiskur verður dýrari í Kóreu og Kína en vefnaðarvara og skór munu hækka þaðan til okkar.  Viljum við það?

Sigurður Þórðarson, 31.5.2009 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband