Forysta Sjálfstæðisflokksins bregst í Evrópumálum - Nýtt afl komi fram!


   Forysta Sjálfstæðisflokksins hefur gjörsamlega brugðist í Evrópumálum.
Þvert á flokkssamþykktir  beitir  hún  nú  sér fyrir aðildarviðræðum  að
Evrópusambandinu með hinum ESB-sinnaða  Framsóknarflokki. Til  að
kóróna afstöðu sína lýsti svo varaformaðurinn yfir AFDRÁTTARLAUSUM
vilja til að sótt verði um aðild að ESB. Þvert á samþykktir flokksins. Sem
þýðir að Sjálfstæðisflokknum er ALLS EKKI lengur treystandi í Evrópu-
málum. Hefur svikið grasrót flokksins og samþykktir landsfundar um
Evrópumál nú í vetur.

   Þessi ESB-sinnaða afstaða forystu Sjálfstæðisflokksins hlýtur að kalla
á klofning flokksins. Sannir þjóðfrelsissinnar innan hans og andstæðingar
ESB aðildar hljóta nú að yfirgefa flokkinn í hópum. Sem í raun þýðir mikla
uppstokkun í íslenzkum stjórnmálum. Því allflestir flokkar utan Samfylk-
ingarinnar virðast meir og minna klofnir í þessu langstærsta pólitíska
hitamáli lýðveldisins. Virðast ekki getað höndlað þetta stórpólitíska
mál. - Nýr vettvangur virðist því borðleggjandi fyrir ÞJÓÐLEGT BORGARA-
LEGT stjórnmálaafl, til að stíga fram og sameina alla þjóðfrelsis- sjálf-
stæðis-og fullveldissinna í SAMEIGINLEGA baráttu til varnar fullveldi og
sjálfstæði Íslands. 

   Vert er í þessu sambandi að vekja athygli á Samtökum fullveldissinna,
sem nú í maí stofnuðu formlega stjórnmálasamtök, og hyggjast  boða
til lokastofnfundar í ágúst. Mikil áhersla er lögð á að sem flestir þjóð-
frelsissinnar komi að undirbúningi stofnunar þessa stjórnmálaflokks,
og hafi áhrif á alla stefnumótun og uppbyggingu flokksins.

   Sem þjóðfrelsissinni og stuðningsmaður þjóðlegra viðhorfa og gilda
lýsi ég yfir stuðningi við Samtök fullveldissinna, og hvet alla þjóðfrelsis-
sinna að gera hið sama. Hér er einstakt tækifæri til að byggja upp sterkt
þjóðlegt afl á mið/hægri kannti íslenzkra stjórnmála, sem hafi KJARK og
ÞOR til að takast á við landssöluöflin. - Því tómarúmið þar í íslenzkum
stjórnmálum virðist ALGJÖRT ef marka má hin ömurlegu viðbrögð og
umræður á Alþingi Íslendinga í gær.

    Þjóðfrelsissinnar!  Baráttan er hafin um fullveldi og sjálfstæði Íslands,
og þjóðfrelsið sjálft!  

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Framsókn og Sjálfstæðisflokkur eru með sýndarleik í gangi til að fela raunverulega ætlun sína, sem er að hoppa upp í vagninn hjá St. Jóku og keyra þjóðina í ánauð Brüsselveldisins.

Ísleifur Gíslason, 29.5.2009 kl. 13:42

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Rétt Ísleifur. Þörfin á þjóðlegum borgaralegum flokki hefur því aldrei verið
eins brýn og nú, auk KRÖFTUGRAR andsstðu allra þjóðlegra afla gegn
landssöluliðinu!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.5.2009 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband