Bjarni og Þorgerður tilbúin að draga ESB-vagninn


   Svo virðist sem flokksforysta Sjáfstæðisflokksins sé tilbúin að
fara smá Fjallabaksleið með Framsókn og hitta svo skötuhjúin
Steingrím J og heilögu Jóhönnu handan við hornið, þar  sem
ESB-vagninn verður dreginn áfram. Þetta á ekki að koma svo
mikið á óvart eins og Bjarni og Þorgerður töluðu um Evrópumál
fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar setti hann þeim
stólinn fyrir dyrnar í óðagoti þeirra að ESB-umsókn. Sá stóll 
virðist hins vegar ekki halda lengur. Bjarni hefur nú gefið grænt
ljós  á samstarf við Framsókn sem vill umsókn að ESB. Um
leið notaði Þorgerður Katrín  tækifærið á Alþingi og gaf út þá
AFDRÁRRARLAUSU yfirlýsingu að hugur hennar stæði heill  til 
aðildarumsóknar að ESB. Þvert á flokkssamþykkt landsfundar. 
Ekki verður annað séð, en til klofnings geti komið innan Sjálf-
stæðisflokksins, verði það niðurstaðan, sem Össur utanríkis-
ráðherra vonast eftir, að báðar tillögunar verði sameinaðar,
þannig aða Fjórflokkurinn geti staðið sameinaður í því  að
Ísland innlimisti í  Sambandsríki Evrópu.

   Enn og aftur leiðir þetta hugann að þörfinni á sterkri Þjóð-
legri borgaralegri stjórnmálahreyfingu, sbr. pislar mínir hér
á undan....

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Viltu gerast félagi í Samtökum Fullveldissinna?

http://l-listinn.blog.is/blog/l-listinn/entry/887395/

Þeir sem vilja gerast félagar strax geta sent eftirfarandi upplýsingar á:

l.listinn@gmail.com

Nafn:
Kennitala:
Heimilisfang:
Póstnúmer og staður:
Tölvupóstfang og/eða sími:

Ísleifur Gíslason, 30.5.2009 kl. 13:46

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Er félagi í samtökunum Ísleifur sbr blogg mitt hér ofar.
Með baráttukveðju!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 30.5.2009 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband