Enn eitt kjaftshöggið á ESB-sinna !!!


   Skv. skoðanakönnun Capacent Gallup vill yfirgnæfandi
meirihluti þjóðarinnar að ALLS EKKI verði sótt um aðild að
Evrópusambandinu, nema þjóðin sé FYRST spurð álits á
því. Í ljósi þess að ESB-sinnar ætla nú að reyna að keyra
gegnum Alþingi þingsályktunartillögu um að sótt verði um
aðild að ESB, hlýtur þetta að vera meiriháttar kjaftshögg á
ESB-sinna undir forystu Samfylkingarinnar. Rúm 76% vilja
ALLS ENGA ESB umsókn án þess að áður fari fram þjóðarat-
kvæðagreiðsla um HVORT SÓTT VERÐI UM AÐILD AРESB.

   Undirritaður hefur ætið barist gegn aðild Íslands að ESB
og einnig gegn þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja beri
um aðild. En í ljósi þess hvernig mál hafa þróast er skömm-
unni skárra nú að fallast á hvort þjóðin verði spurð um vilja
sinn til aðildarviðræðna, heldur en að örfáir  misvitrir stjórn-
málamenn á Alþingi í dag hafi ALLT um það að segja, að
sótt verði um aðild. 

  En skökum MJÖG andlýðræðislegrar áráttu ALLRA ESB-
sinna um allt er snertir Evrópumál, bæði hér og erlendis,
munu þeir berjast gegn slíkum yfirgnæfandi þjóðarvilja
sem nú liggur fyrir. 

   Ef Sjálfstæðisflokkur og Framsókn lúta þessum yfirgnæfandi
þjóðarvilja í mesta deilumáli í sögu lýðveldisins, auk  hluta
Vinstri-grænna, sem  kannski  hugsa enn  sjálfstætt, er aðför
Samfylkingarinnar að sjálfstæði og fullveldi Íslands, runninn
gjörsamlega út í sandinn. - Og ekki væri verra, að icesave-málið,
færi sömu leið...  Rothöggið á ESB-sinna yrði þá ALGJÖRT!!!

 
mbl.is Meirihluti vill þjóðaratkvæði um aðildarumsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Guðmundur Jónas, æfinlega !

Norðmenn; geta upplýst þá Íslendinga, hverjir enn eru sveimhuga, í þessu fyrirferða mesta máli, seinni tíma Íslandssögu um, hversu ákveðin öfl, þar í landi; jafnt, innlend sem Brussel sendiboðar kappkosta, enn þann dag í dag, þrátt fyrir niðurstöður atkvæðagreiðslnanna, 1972 og aftur 1994, að troða Noregi þarna inn.

O jú, Guðmundur. Við vitum betur; báðir, Auðlindir meginlands Evrópu, vestanverðrar, eru á þrotum, og þessir þrákálfar vita, hvað við eigum, ínnan okkar lögsögu - sem og á landi, líkt og Norðmenn hafa, til sinnar ráðstöfunar.

Þrátt fyrir það; hljótum við, ásamt Norðmönnum, að standa fast í móti, gagnvart þessum leiða söfnuði, suður á Brussel völlum. 

Annað væri; óhæfan ein.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 00:58

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Við komumst ekki frá því að þurfa að efla samvinnu og samstarf í álfunni okkar. Til slíks er ESB og ekki ástæða til annars en að stefna að fullri þátttöku og virkni.

Rothöggið gæti komið ef við berjum höfðinu lengi við steininn og höldum að það sé eitthvað að óttast í samstarfi frænd- og vinaþjóða. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 11.6.2009 kl. 01:12

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Gunnlagur minn. Bara skv. niðurstöðu kosninga til Evrópuþingsingsins nú,
með stórsigri sjálfstæðissinna og uppreisn þeirra gegn Brussel-elítíunni,
virðist Evrópuþingið sjálft nú hata sig sjálft, - innanfrá. Spurning bara
hvenær ESB springur og hrynur,  eins og hin miðstýrðu Sovétríki ykkar
vinstrisinna forðum........

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 11.6.2009 kl. 01:23

4 identicon

Komið þið sælir; enn !

Gunnlaugur !

Yfirleitt; hefi ég nú ekkert óttast, í þessu jarðlífi, nema þá sjálfan mig.

''Frænd- og vinaþjóðir'' hafa reynst; svo einkar vel, með leyfi, einhverra mestu hryðjuverka stofnunar þessa heims, Alþjóða gjaldeyris sjóðsins, enn eins anga Kapítalízku heimsvaldastefnunnar, svona, álíka geðþekkrar, sem ESB/NATÓ samsteypan, Gunnlaugur.

Ertu ekki; stoltur, að mélráfast, kringum slíka, Gunnlaugur B Ólafsson ?

Gleymdu ekki; nema svo tornæmur sért, stórum framtíðarmöguleikum okkar, sem annarra, jafnt í Vesturálfu (Norður- Mið og Suður Ameríku), sem og Eystra (Asía - Eyjaálfa), Gunnlaugur. Hygg; miðað við reynslu okkar, sem gamalla nýlendna, víðs vegar um heim, að Evrópu þurfi nú ekkert að hossa hærra - en hinum álfunum.

Minni þig á; 200 ára sjálfstæðis afmæli Argentínu og Chile, á næstunni, frá Spánverjum, Gunnlaugur. Og; misgömul afmæli Afríkuríkja, sem margra annarra, undan Evrópsku helzi, sem eyðileggingu, víða um slóðir.

Með ágætum kveðjum; sem fyrr /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 01:26

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk fyrir Óskar minn...

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 11.6.2009 kl. 13:35

6 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það er eitt sem þið gleymið í þessu samhengi. Fyrir allnokkru var haldin ráðstefna afríkuríkja í París þar sem í þeirri álfu er verið að íhuga og undirbúa ríkjabandalag í ætt við Evrópusambandið. Sum vandamál mun aldrei takast að leysa nema að þjóðir eigi með sér nána samvinnu. Einnig er samstarf Ameríkuríkja að eflast og Kúba meðtekin í klúbbinn.

Sem sagt í Ameríku, Afríku (og trúlega að nokkru í Asíu) er verið að stilla saman strengi með "yfirþjóðlegu" samstarfi og valdi sem mótar sameiginlegar leikreglur. Þannig er verið að búa til appiröt sem geta leyst vandamál nútímans sem að eru að verulegu leyti alþjóðleg. Ekkert að óttast, tryggir frelsi og tækifæri einstaklinga.

Skerðir ekki vald okkar sem lands eða þjóðar nema því sem nemur hinum alþjóðlegu skuldbindingum, sem eru þess eðlis að við erum fyrst núna að stefna á að vera virkir þátttakendur. Því er hér um viðbót að ræða en ekki skerðingu. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 12.6.2009 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband