Svikur Sjálfstæðisflokkurinn í Evrópumálum ?


   Fréttir berast nú af því að unnið sé að því að sameina  tllögu
ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu um aðildarviðræður  að ESB.
Ef svo er, liggur þá ekki ljóst fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn er
að svíkja í Evrópumálum ? Því hvergi var að finna í hans stefnu
fyrir kosningar að sækja beri um aðild að ESB.  Framsókn getur
hins vegar gengið inn í slíkar aðildarviðræður, þar sem flokkurinn
hefur það á stefnuskrá  sinni að Ísland gangi í ESB.

   Vinstri grænir hafa kúvent í Evrópumálum eins og í fjölmörgum
öðrum málum, og styður umsókn að ESB. Samtök fullveldissinna
eru þá einu stjórnmálasamtökin sem hafna bæði aðildarviðræðum
og því  að Ísland gangi í ESB.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband