Versalasamingurinn samþykktur / Þjóðin mun rísa upp !


   Allt bendir nú til þess að icesave, Versalasamingur vorra tíma
í tíunda veldi, verði samþykktur á Alþingi Íslendinga. Þrátt fyrir
að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé honum andvígur skv.
skoðanakönnunum. Þannig  verður þjóðin ekki  bara  kúguð í
áratuga skuldaklafa, eymd  og  fátækt af erlendum nýlendu-
fyrirbærum  21  aldar, heldur eru allar  líkur á  að  þjóðin verði
gert skylt að lúta þeirri kúgun af hennar eigin Alþingi og ríkis-
stjórn. Þjóðin verði þannig bæði kúguð og beitt ofbeldi og ofríki
bæði utanfrá og innan frá. - Hafi einhvern tíman þótt við hæfi að
tala um að einni þjóð hafi verið NAUÐGAÐ í orðsins fyllstri merk-
ingu þá er það í þessum hrikalega icesave-samningi. Því þjóðin
sem slík KOM HVERGI NÁLÆGT GLÆPNUM og á ÞVÍ ALLS EKKI
AÐ GJALDA Á NEINN HÁTT FYRIR HANN! 

   Íslenska stjórnmálamannaelítían hefur GJÖRSAMLEGA brugð-
ist. Icesave og útrásarmafían er afsprengi hennar. Frá upphafi
til enda. Fjórflokkurinn er pólitískt gjaldþrota. Hefur leitt þjóð-
ina í þá ömurlegu stöðu sem hún er í dag. Og til að fullkomna
glæpin og nauðgunina skal icesave-drápsklýfjarnar samþykkt-
ar í ALGJÖRRI  ANDSTÖÐU  VIР YFIRGNÆFANDI  MEIRIHLUTA
ÞJÓÐARINNAR! Allt í þágu  GJÖRSPILLTRAR og VANHÆFRAR
stjórnmálaelítíu.

   Þjóðin á bara eina leið til að komast frá skuldaklafanum og
öðlast FRELSI Á NÝ!  Gera UPPREISN gegn fjórflokknum. Mynda
og stofna nýjan pólitískan vettvangt, þar sem HAGSMUNIR
almennings á Íslandi verði settir í  ÖNDVEGI á grundvelli ÞJÓÐ-
LEGRA VIÐHORFA OG GILDA! Þar sem Versalasamningnum og
álíka þjóðasvikum  verði  hent langt út  í hafsauga, sbr. öllum
áformum um valdaafsal þjóðréttinda, sbr. ESB-aðild, samfara
nýju endurmati á stöðu Íslands í hinu alþjóðlega samfélagi.

   Já, þú Þjóðlegi frelsisflokkur. Hvenær kemur þú?

   MEÐ NÝTT og FRJÁLST ÍSLAND!!!

   www.zumann.blog.is
 
mbl.is Þingmenn í úlfakreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Ég segi bara, Guð hjálpi okkur! Er það eina vonin okkar sem eftir er að Ólafur Ragnar Grímsson neiti að skrifa undir og skjóti þessu til úrskurðar þjóðarinnar? Ég hef ekki trú á því, og ekki heldur því að stofnaður verði þjóðlegur frelsisflokkur því í hvert skipti sem maður heldur að fram séu að koma nýir menn sem væri hægt að treysta verður maður alltaf fyrir vonbrigðum því það virðist alltaf vera sama súpan sem í ausuna fer, því miður.

Þórólfur Ingvarsson, 21.8.2009 kl. 00:55

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þórólfur. Sammála. En meigum ALDREI missa vonina. Trúi enn að Þjóðlegi
frelsisflokkurinn komi fram og afrugli ÞETTA Ísland sem var og er í gangi
í dag!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 21.8.2009 kl. 01:07

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Við skulum vona að þjóðin rísi upp! Það er einmitt þessvegna sem verið er að samþykkja Icesave samninginn! Til að við förum að reisa okkur upp aftur!

Magnús Helgi Björgvinsson, 21.8.2009 kl. 01:16

4 Smámynd: Andrés.si

Ég hef einmitt igær hitt mann, blogara hérna, sem hafði eins pælingar. Að stofna bara flokk.  Hópur stækkar.

Andrés.si, 21.8.2009 kl. 01:26

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég trúi bara á vopnaða uppreisn. Ég er orðin of gamall í svona stríð. Mér finnst bara unga fólkið eigi ekki að leyfa kölkuðum forríkum þjófum að stela heimilum þeirra og taka brauðið frá börnunum.

Um þetta sníst málið. Meira djöf. ruglið! 

Óskar Arnórsson, 21.8.2009 kl. 01:31

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta frá þér, Magnús Helgi, er nú einhver asnalegasta öfugmælasmíði sem um getur. En eflaust datt þér ekkert vitlausara í hug.

En heilar þakkir, Guðmundur Jónas, fyrir pistilinn. Því miður mælir þú allt rétt í honum fram yfir miðbikið, en vonin er fólgin í því sem þú segir eftir það.

Einn þingmaður stóð sig þó með afbrigðum vel í einni stuttri ræðu sérstaklega, hún Vigdís Hauksdóttir.

Hafið samband við mig allir, sem vilja mótmæla við þighúsið á þessum nýbyrjaða föstudegi. Tölum okkur saman um tímann. Ég gæti stefnt á kl. 2, en vil fá meldingar, annars er ekkert vit í þessu. En menn koma gjarnan í byrjun saman í SV-horni Austurvallar, færa sig svo til að standa beint framan við inngang þingsins, þó á gangstéttinni handan götunnar.

Kær kveðja.

Jón Valur Jensson, 21.8.2009 kl. 01:31

7 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Guðmundu ég ætla að halda í trúna með þér og vonandi rætist þessi von okkar og trú, okkur og öðrum til blessunar.

Þórólfur Ingvarsson, 21.8.2009 kl. 01:34

8 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Já Andres. Sá þjóðlegi hópur sem vill stofna NÝTT ÞJÓÐLEGT AFL fer ört
stækkandi, meðan þjóðsvíkaflokkar Magnúsara fara ÖRT MINNKANDI!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 21.8.2009 kl. 01:34

9 Smámynd: Andrés.si

Jón Valur mælir með kl 14 á föstudag, sem sagt í dag. Til eru þegar einhverjar grúppur á Facebook, en því miður hefur fólk gaman með að smella sem meðlimi í grúppuni bara þann lengi sem til framkvæma kemur. Það fólk mættir ekki, annað um staðbundna aðila frá í júní, Jón Val, og einhver fólk sem koma af og til. Ok. Ég ætla að mætta kl. 14 eins og Jón Valur mældi með. Hins vegar vil ég bara stofna óformlegan fund i kvöld 21.9.09 kl18:00. Allir mættir eigu að vera með einhverja tillögu annars fer tími í neitt. Fundastaður má vera Kaffi Rót. Afhverju á morgun með svo stutta fyrirvara? Einfaldlega vegna þess að núna er en einhver tími til stofnsins. Snemma í September og alveg fram til miðjan október eða en seinna í árinu verður engin góður dagsetning. Meira get ég sagt á staðnum, því alt þetta er mjög breitt.

Línkur hér fyrir neðan segir hvar Kaffí Rót er. http://maps.google.com/maps?f=d&source=s_d&saddr=&daddr=64.147999,-21.937639&hl=en&geocode=&mra=mi&mrsp=0&sz=17&sll=64.148016,-21.937616&sspn=0.003359,0.009645&ie=UTF8&ll=64.147937,-21.937197&spn=0.003476,0.009645&z=17

Þannig til dæmis lítur út stjörnu kort nýja flokk ef stofnun væri i kvölð. http://www.photorola.net/uploads/eb8f7c7e62.gif   Enda ekki mikið að velja, þar sem ástand í geiminum er frekar snúin við enn ekki, þessa dagana, og verður fram til november minnir mér.

Það má einnig senda mér póst vegna staðfestingu eða tilögu á ivanovic(ath)centrum.is

Andrés.si, 21.8.2009 kl. 03:02

10 Smámynd: Fannar frá Rifi

þó svo að 80% af eignum Landsbankans myndi ganga upp í Icesave skuldirnar þá munum við samt þurfa að borga nokkur hundruð milljarða í vexti og vaxtavexti.

Til að hafa efni á Icesave þurfa tekjur ríkisins að aukast um 18 prósentustig umfram aukningu útgjalda ríkisins til ársins 2016. 

í Samningnum stendur að enga breytingu meigi gera við hann og hann verði engöngu samþykktur eins og Svavar skrifaði undir hann. 

Fannar frá Rifi, 21.8.2009 kl. 08:37

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þið þurfið ekkert að bíða lengur, þessi "þjóðlegi frelsisflokkur" sem þið kallið eftir er til nú þegar og heitir Samtök Fullveldissinna. Heimasíðan okkar er fullvalda.is og þar er að finna upplýsingar um stefnu samtakanna, hvernig sé hægt að skrá sig í þau og/eða á póstlista.

Allir eru velkomnir og til að byrja með kostar ekkert að vera með, þó með þeim fyrirvara að til þess að þetta verði að alvöru stjórnmálaafli þarf fjármagn og því er alls ekkert útilokað einhverntíma verði tekið upp (hóflegt) félagsgjald til að standa undir rekstri.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.8.2009 kl. 12:44

12 Smámynd: Sævar Einarsson

Íslendingar eru ofdekruð þjóð sem mótmælir með því að stofna til facebook mótmæla, safna undirskriftlistum, nöldra á kaffistofum um hvað ástandið sé svo lélegt og óréttlátt en hvað gerir það ? jú fær sér meira kaffi og nöldrar meira... er fólk og upptekið að stofna mótmælalista á facebook ? Það er búið að brjóta niður sjálfstraust íslendinga og við erum lifandi afturgöngur og það er hlegið að okkur erlendis. Fólk er tilbúið að skella sér á allskonar uppákomur, sem dæmi mættu 30.000 manns á Fiskidaginn á dalvík, 30.000 manns ! og það mættu hvorki meira né minna en 80.000 manns á Gay Pride og þetta getur fólk mætt á en þegar það er verið að biðja fólk um að mæta til að mótmæla þá mæta nokkur hundruð hræður, t.d. mættu tæplega 3.000 mættu á samstöðufund vegna IceSave ... eru íslendingar með öll ljós kveikt og engan heima ? Um helgina er menningarnótt og má búast við 80.000 - 100.000 manns á þá menningarnótt, það er alveg kjörið að láta þetta verða stærstu mótmæli íslandssögunar og gera uppreisn "Power To The People" Ég vill fara að sjá 100.000 manns marsera að alþingi, bönkum og öðrum lánafyrirtækjum og bera þetta lið út með valdi eða gefa því viku til að hypja sig og kalla svo eftir aðstoð frá Interpol því hérna er verið að arðræna landið með aðstoð skilanefnda sem sendir almenningi reikninginn.

http://simnet.is/freebsd/facebook1.jpg

Sævar Einarsson, 21.8.2009 kl. 14:29

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hver trúir að Landsbankinn eigi fyrir 80% af skuldum? Eru menn ekki með réttu ráð? Hvaðan koma þessar tölur. 

Eru "heilagir" Björgúlfsfeðgar að gera eitthvað gagn? 

Óskar Arnórsson, 21.8.2009 kl. 14:45

14 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sniðug mynd annars hjá Sævaranum. Passar fínt við sofandi Ísland!

Óskar Arnórsson, 21.8.2009 kl. 14:47

15 Smámynd: Fannar frá Rifi

Óskar. kíktu á bloggið hjá mér. ég gef 80% í mikilli bjartsýnisspá um eignir Landsbankans. Það gera samt 65 milljarða á ári í vexti og vaxtagreiðslur árið 2016.

Fannar frá Rifi, 21.8.2009 kl. 14:53

16 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Ég þakka innlitin hér. Var í nokkra daga fríi og gat því ekki komið inn í umræðuna sem skyldi.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.8.2009 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband