Vinstristjórnin fær sitt fyrsta ESB-krossapróf !


    Þetta eru eins og smábörn í skóla, Jóhanna Sig og Össur.
Brosandi útað eyrum, því loksins loksins hafa þau fengið sitt
langþráða fyrsta krossapróf frá Brussel. Yfirkennarinn þar
kom meira að segja í eigin persónu með litlar 2500 spurning-
ar til þeirra. Og  bað  þau  nú  að  vinna  þetta  skemmtilega 
heimaverkefni samviskusamlega og  skila  því  í nóvember n.k.
Meir  að  segja Steingrímur J fékk að vera í  móttökunefndinni 
til  heiðurs lærimeistaranum og stækkunarmálastjóranum Olli
Rehn. En eins og kunnugt er var það einmitt Steingrímur J og
hans flokkur sem  léku  lykilhlutverkið  í  því  að ESB-umsóknin
varð að veruleika. Fyrir vikið verður Steingrími veitt sérstök við-
urkenning Evrópusamtakanna í vetur.

    Miðað við icesave-kostnaðinn sem vinstristjórnin samþykkti
fyrir skömmu, er kostnaður við ESB-umsóknarferlið algjört smá-
ræði. Eitthvað á annan milljarð króna, sem haglega má ná með
hagræði á sjúkrahúsum og skólum, að mati Jóhönnu, Steingríms,
Ögmundar og Katrínar. - Því ÖLLU skal fórnað fyrir ESB-aðildina.
Jafnvel icesave-skuldadrápsklyfjar til áratuga, auðlinda- og full-
veldismissi. - Því inn í ESB-sæluríkið skal  fara  hvað  sem  það 
kostar að mati vinstrimennskunar og ESB-trúboðsins á Íslandi.

    www.zumann.blog.is
 
mbl.is Spurningalisti ESB birtur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Samkvæmt áður uppgefnum kostnaðartölum við ESB-umsókn, 990 milljónir, gerir það 3.094,- kr. á mannsbarn. Með IceSave bætast svo við 355,9 milljarðar ef marka má reiknivél DataMarket miðað við núverandi forsendur, sem gerir þá í það heila 1.117.229,- kr. á mannsbarn. Það er meira en milljón á mann, og sú tala er háð mörgum fyrirvörum sem á eftir að koma í ljós hvort að haldi, en svartsýnni spár hljóða upp á tvöfalda þá upphæð.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.9.2009 kl. 23:37

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Svörin eru öll á netinu eða í bálkaðri útgáfu Evrópuráðsins á lögum EU. Forsenda fyrir því að í eðlilegum viðskiptum að menn hafi kynnt sér. Stórhluti svaranna lá fyrir 1994 þegar við fengum sambandsaðild að Sameiningunni með EFTA samningum og regluskorðunarsamningnum.

Vandmál Norðurlandanna felst í sérstöðu þeirra, þegar þau lögðu af sorteringu í menntakerfinu.

Hinsvegar gerir sortering  það að verkum að skilvirkni menntunnar verður arðbærari og námshraði meiri.

Allri einstaklingar fá toppað greindarþroska sinn  andlega og líkamlega og þeir hæfust hver á sínu svið veljast svo til ábyrgðar í samræmi.

Þetta hafa Frakkar, Þjóðverjar, Bretar og Rússar, USA allt haft af leiðarljósi enda styrkur þeirra ráðstjórna baklands yfirmeðalgreind áberandi mestur en meðalþroski Norðurlanda ráðamanna Norðurlandanna barnalegur í samanburði.

Hvert er tap Íslendinga á því af hafna beinum viðskiptum við aðila utan EU síðustu 30 ár?

EU lénskerfið úthlutar Íslendingu ekki meira en 1500 einstaklingum með yfir 1.000.000 á mánuði, restin verður svo á hlutfallslegum jafnaðarlaunum á mælikvarða EU. Jafnaðarlaun hæst þar sem fullvinnsla er mest.

örsmá og lítil fyrirtæki og meðalstór eru besta trygging fyrir stöðuleika heimamarkaðar að flestra ríkra þjóðríkja mati.

Í USA er það fyrirtæki undir 500 starfsmönnum.

Í Þýskalandi er það fyrirtæki undir 250 starfsmönnum.

Sama tala fyrir Belgíu er 100 starfsmenn.

Hér hefur öllu einkarekstri hrakaði og í raun mætti segja í ljósi eignarhalds séu hér vart meira en 3 til 10 ofurrisafyrirtæki á Íslenskan mælikvarða.

Eigendur sem standa vaktina í sínum eigin rekstri lækka sig sjálfa í tekjum þegar að kreppir. Stöðuleikastyrkur felst einmitt mest í því.

 Litla gula hænan var það sem hélt Norðurlöndunum upp þangað til þau of metnuðust.

Ríkisbákn og stóriðjuver og hringa og keðjuform er neyðarúrræði auðlinda og eða greindar lítilla þjóða. 

Júlíus Björnsson, 10.9.2009 kl. 02:28

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk fyrir nafni og Júlíus

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.9.2009 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband