Fullveldissinnar hafna hræsni vinstrimanna í auðlindamálum !



    Hræsni vinstrimanna í auðlindamálum er yfirgengileg. Á
sama tíma og þeir þýkjast vera á  móti  að  íslenzkar auð-
lindir og orkuveitur lendi í  höndum  útlendinga, hvort sem
það er að hluta til  eða  að fullu, sækir ríkisstjórn þessara
sömu vinstrimanna um aðild Íslands að ESB. En með aðild
myndi t.d forræðið yfir helstu og  veigamestu auðlindinni ,
fiskimiðin umhverfis Íslands falla undir yfirþjóðlegt vald,
og hinn dýrmæti kvóti á Íslandsmiðum myndi sjálfkrafa
fara á uppboðsmarkað innan ESB. Þá er framtíðarstefna
ESB að hafa yfirstjórn helstu auðlinda aðildarríkja innan
sinna stjórnsýslu kunn, og ætti að vera þjóðinni  enn
meira víti til varnaðar.

    Samtök Fullveldissinna virðast einu stjórnmálasamtökin
sem hafi skýra þjóðlega stefnu í þessum málum, og hafna
því alfarið þessari hræsni vinstrimanna. En  í stefnu þeirra
segir að þau vilji  ,,Stjórnarskrárbundna, óskorða eign ís-
lenzku þjóðarinnar á auðlindum  lands  og lögsögu, og
tryggja þar með einkaafnotarétt Íslendinga á þeim og
grundvöll sjálfstæðis og fullveldis".

   Þá er einnig vert að vekja athygli á afstöðu Samtaka
Fullveldissinna í Evrópumálum, en skv. skoðanakönnun
Capacent er yfirgænfandi meirihluti þjóðarinnar andvíg-
ur aðild Íslands að ESB. En einmitt Samtök Fullveldis-
sinna HAFNA ALFARIÐ AÐILD ÍSLANDS AÐ ESB, auk þess
sem þau höfnuðu þjóðsvikasamningi vinstriflokkanna
varðandi iceesave nú í sumar.

    Athyglisverð Samtök Fullveldissinna fyrir þjóðholla
Íslendinga!
   
   www.fullvalda.is
   
   www.zumann.blog.is
mbl.is Heitt og rafmagnað í Ráðhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já Guðmundur, hræsni vinstri manna er með ólíkindum varðandi orkusölumálin.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.9.2009 kl. 01:32

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæl. Þið  tvö, vinstrimenn í Hafnarfirði mega selja orkufyrirtækin sín engin segir neitt, hægrimenn í Rvk mega það ekki  og þá er öskra gargað og kalla það föðurlandssvik, hvar liggur þá heiðarleikinn hver svíkur og hver ekki,  flokkast þá föðurlandssvik og heiðarleikinn undir hver á heldur og hver veldur.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 16.9.2009 kl. 08:38

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk Guðrún og Sigurjón fyrir innlegg ykkar hér......

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.9.2009 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband