Kosningar eina lausnin !


   Í raun er skollin á stjórnarkreppa á Íslandi ofan í hina
efnahagslegu kreppu. Hin and-þjóðlega vinstristjórn
krata og kommúnista er óstarfhæf. Vinstriöflin  hafa
gjörsamlega afhúpað vanmátt sinn, enda vinna leynt
og ljóst gegn grundvallarhagsmunum Íslendinga. Ber
þar hæðst hinn hrylliklegi þjóðsvikarsamningur icesave,
og umsóknin að ESB. Undirlægjuhátturinn gegn erlendu
valdi er algjör, og hvatinn til að berjast fyrir ÍSLENZKUM
þjóðarhagsmunum ENGINN. Raunar ÞVERT Á MÓTI.

  Þjóðstjórn er tilgangslaus. Væri að fara úr öskunni í
eldinn. Minnihlutastjórn ekki raunhæf við þessar alvar-
legu aðstæður. Utanþingsstjórn sömuleiðis. Í ljósi þess
að vinstrimeirihlutinn á Alþingi er gjörsamlega rúinn
ÖLLU trausti, enda andstæður íslenzkum þjóðarhags-
munum, liggur beinast við að kjósa til Alþingis aftur
eins fljótt og kostur er. Stokka upp á nýtt í íslenzkum
stjórnmálum, og úthýsa meirihluta vinstrimanna út af
Alþingi. Fyrir fullt og allt!!!

   Að loknum kosningum yrði mynduð borgaraleg ríkis-
stjórn á ÞJÓÐLEGUM GRUNDVELLI. Er stæði fast   á
að verja íslenzka þjóðarhagsmuni, og hefja hér sókn
í því að stórefla atvinnulífið, með því að nýta þær auð-
lindir sem þjóðin hefur yfir að ráða í dag, gagnstætt
núverandi vinstristjórn. Afturkalla ESB-umsóknina,
segja ÞVERT NEI við icesave, og frelsa þjóðina undan
AGS-kúgunarsjóði Breta og Hollendinga.  Endurmeta
utanríkismál Íslands frá grunni.  En umfram allt hvetja
þjóðina til dáða og tala í hana KJARK. Þvert á það sem
nú er gert.

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKERT ESB! EKKERT ICESAVE NÉ AGS.

   www.zumann.blog.is
   www.fullvalda.is
mbl.is Ekkert samkomulag um Rússalán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Því miður, mun ríkisstjórnin ekki fara frá, á næstunni - að ég held.

Ég reikna með, að meira muni þurfa til, til viðbótar núverandi erfiðleikum hennar.

Ég veit ekki tímapunktinn. En, það gæti verið, þegar reynt verður að hrinda stefnu nýrra fjárlaga í verk. En, enginn vafi er á, að mikið verður rifist um uppsagnir starfsmanna í heilbrigðis-, skóla- og ríkiskerfinu almennt. þeir erfiðleikar, munu bætast ofan á aðra erfiðleika, sem einnig fara vaxandi, t.d. deilur um álver.

Síðan reikna ég fastlega með, að hávaxta stefna Seðlabankans haldi áfram, enda er Seðlabankastjóri, höfundur hennar á sínum tíma er hann var um árabil í stöðu aðalhagfræðings.

Það muni leiða til nýs þrots bankanna, ekki seinna en næsta sumar.

Vandamálin, munu halda áfram að hlaðast upp, og ég held að í síðasta lagi, verði hún farin frá einhverntíma næsta sumar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.10.2009 kl. 00:41

2 identicon

Þú ert einfaldlega að segja, að við eigum að fara í kosningar og kjósa sömu ríkistjórn, er það ekki bruðl, hlustaðir þú á sjálfstæðismanni hjá Agli í kvöld,

þetta skítkast og vonlaus málflutningur, ég var farinn að halda að maðurinn væri kálviti með alla þessa menntun, ég kís þá aldrei aftur, aftur á móti dró formaður framsóknar í land og hanski hægt að tala við hann,

það verður kanski að maður fari alla leið frá sjálfstæðisfloknum yfir í vinstri græna því að þar er þó hópur sem eru ekki já menn,bleiður sem þora ekki að koma framm með skoðanir sínar :)

sigurður helgason (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 00:43

3 identicon

Og við getum kannski verið svooooo  rosalega  "heppin"  að fá sjálfan HERRA  HRUN  til að  verða aftur forsætisráðherra.

Hann getur þá kannski sagt okkur HVERNIG þjóðin á að greiða fyrir gjaldþrot Seðlabankans  sem er margfalt  stærri  stærð  en ICESAVE?

Margrét (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 01:04

4 Smámynd: Offari

Kosningar leysa engan vanda. Ég tel Þjóðstjórn betri kost. En þá þurfa þingmenn líka að losa sig við flokksræðið. Gera upp hug sinn samkvæmt sinni eigin sannfæringu en ekki láta aðra segja sér fyrir verkum.

Þingmenn þurfa líka að hlusta á sína þjóð. Skilja hvað hún vill. Ekki dæma börnin okkar fyrir óreiðu annara. Ég hef fulla trú á að þetta sé hægt það sé til vilji til að bæta ástandið hjá flestum þingmönnum (jafnvel líka hjá Samfylkinguni) Ég held líka að þjóðn eigi auðveldara með að sætta sig við slíka stjórn.

Offari, 5.10.2009 kl. 01:30

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hverjir eiga að stjórna? Hverja á að kjósa?  Íslenskur almenningur mun grenja og jarma um að allir séu ómögulegir, sem ALLIR pólitikusar eru á landinu, þangað til það verður borgarastyrjöld! Hvað með að leggja niður vonlaust alþingi og kjósa einn sem ræður öllu? Einhvern útlenskan að sjálfsögðu því íslendingar eru fífl!!!

Óskar Arnórsson, 5.10.2009 kl. 02:02

6 Smámynd: Offari

Óskar við eigum einn einræðisherra.

Offari, 5.10.2009 kl. 02:04

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Já, við eigum fullt af einræðisherrum Offari! Það er vandamálið. Þeir sækja glerhart í að vinna í Ríkisstórn og komast þangað líka, því miður. Ráðherra- og Alþingislaun hafa of mikið aðdráttarafl.

Smíða ekki smiðir hús þannig að þeir byrja á grunninum og ekki þakinu? Á að lána sig út úr skuldum með okurlánum?

Óskar Arnórsson, 5.10.2009 kl. 04:51

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

... stýrikerfi Ísland er ónýtt, og kostnaður sem fer í að halda úti steindauðu embættismannakerfi, allt of ruglingslegu bankakerfi sem er fyrir löngu hætt að vera nein þjónusta, er svakalegur!  Annars er ég komin á hausinn og tel mig vera stikkfrí frá þessu bulli og rugli...fluttur til Svíþjóðar og blogga bara í Aftonbladet.

Takk fyrir færslurnar þínar Guðmundur! Þú ert alla vega lifandi í skrifum þínum, og það er meira enn hægt er að segja um þessa draugaríkisstjórn sem er við völd...

Óskar Arnórsson, 5.10.2009 kl. 05:02

9 identicon

Við erum núna með einræðisherra í stjórn, Óskar, held Offari hafi meint það: 

http://brahim.blog.is/users/3e/brahim/img/johanna_882645.jpg

ElleE (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 10:10

10 identicon

Sjálfstæðismenn eyðilögðu Ísland.

Ég legg til þeir stein haldi kjafti á meðan við, sem ekki eru siðblind af græðgi, reynum af fremsta megni að moka flórinn eftir 16 ára óstjórn heimskra manna.

Margrét (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 11:14

11 identicon

Hverjir að ofan eru Sjálfstæðismenn?  EKki ég, ekki Guðmundur, höfum hvorugt kosið Sjálfstæðisflokkinn. 

Hver er að moka flórinn eftir Evru-flokkinn sem var jú í stjórn lengi?   EKki þeir sjálfir því þeir eru að bæta ofan á hann daglega.  Og hverjir eru þá heimskir?!?  Er VG kannski að moka þeirra flór?   

Legg til að þeir sem koma og segja öðrum að halda kjafti, haldi kjafti sjálfir.  Við gerðum ekki skopteikninguna að ofan og ekki heldur ísl. Sjálfstæðismenn.  Danir vissu nóg til að setja hana í danskan fjölmiðil.  Næst hengjum við skopið upp á vegg Alþingis fari spillingin ekki að draga í land.

ElleE (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 11:56

12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég held, að alls engin von sé til að mynda svokallaða "þjóðstjórn".

Ástæðan, kom skilmerkilega fram, t.d. í Silfri Egils, á sunndudaginn.

Einfaldlega, eru stálin stinn, á milli aðila, og reyndar er ástandið svo slæmt, að aðilum finnst afstaða gagnaðila fáránleg, óskynsamleg jafnvel þjóðhættuleg.

Svo mikið hefur ekki borið á milli í ísl. pólit. síðan í kalda stríðinu.

Ég sé ekki, að það verði um samninga á milli Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins, sem dæmi. Gjáin þar á milli er það víð, að hún er fullkomlega óbrúanleg.

Sjálfstæðismenn, eru einnig harðir gegn Icesave samkomulaginu, og erfitt að sjá að stjórnarflokkarnir og X-D geti náð samkomulagi, nema gegnt því að hætt verði við núverandi Icesave samning.

Einungis, eftir að ljóst er að Icesave samningurinn er hruninn, má vera að opnist leið, að samkomulagi milli fylkinga. En samt þá, ber mjög mikið á milli um leiðir að markmiðum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.10.2009 kl. 12:12

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Já, ég held að Landfari hafi meint Forsætisherfuna okkar ElleE. Annars skil ég ekki pólitíksk brögð, frekar enn önnur trúarbrögð. Hugsa sér að útskýra fyrir útlendingum að Ríkisstjórn Íslands hafi komist til valda með pottum og pönnum og almennu glamri. Er ekki hægt að glamra þessar rolur út aftur á sama hátt?

Icesave verður bara að fara fyrir dómstóla, bæði á Íslandi og Evrópu. Allt annað er bara rugl ... maður semur ekkert í svona máli.. 

Óskar Arnórsson, 5.10.2009 kl. 15:46

14 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þetta er einfalt mál.

Ef ríkisstjórnin fellur þá fellur hún. Það hefur gerst áður og heimurinn hrundi ekki ofan á Ísland við það. Reyndar er það ríkisstjórnin sem á að vinna fyrir þjóðina við að halda lífi í þjóðinni. Það er ekki þjóðin sem á að halda lífi í ríkisstjórninni.

Það besta sem gæti komið fyrir núna er einmitt stjórnarkreppa. Það væri sterkt merki til umheimsins um visst heilbrigði í íslenskum stjórnmálum og gæti bætt smávegis upp fyrir spellvirki æsimanna sem fóru hamförum með ofbeldi og skrílslátum síðasta haust.

Gunnar Rögnvaldsson, 5.10.2009 kl. 16:04

15 identicon

Er einfaldlega hjartanlega sammála þér Guðmundur.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 20:14

16 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk öllum sem lagt hafa hér orð í belg. Vegna mikilli anna kosmt ég ekki í
andsvörin í dag. Held bara að ástandið innan ríkisstjórnarinnar t.d í dag
sýni að hún er komin að fótum fram.  Bara vonandi að afsögn hennar
teljist hér í klukkutímum fremur en dögum.

Margrét. Icesave-skuldaklafinn hátt í þúsund milljarða er litill hluti af
tapi Seðlabankans. Tap Seðlabankans var einnig vegna tilburðar að koma
hrundu bankakerfi til aðstoðar. Icesave er hins vegar tilkominn vegna aula-
og aumingjaskapar ríkisstjórnarinnar, sem vitandi vits samþykkir skuldir
sem okkur ber ALLS EKKI að greiða.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.10.2009 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband