Tveir þingmenn VG í stjórn Heimssýnar gætu fellt Icesave !


   Þar sem ICESAVE-þjóðsvikasamningurinn er klárlega inngöngumiðinn
að sjálfu Evrópusambandinu, að  mati Ásmundar  Einars  Daðasonar,
þingmanns  og  formanns Heimssýnir, hlýtur sá hinn sami glaður greiða
atkvæði gegn þessum svikasamningi,  og  þar  með  leggja afdrífaríkan
stein í götu ESB-aðildar Íslands.  - Það sama má segja um flokksbróður
hans og þingmanns VG, Atla Gíslasonar. Hann situr í stjórn Heimssýnar.
Hann hlýtur nú láta þingstörfin hafa forgang fyrir persónulegum þörfum,
koma til þings úr þingfríi, og greiða atkvæði gegn Icesave, og leggja
þannig afdrífaríkan stein í götu ESB-aðildar Íslands. Í raun bera þessum
Heimssýnarmönnum BEIN SKYLDA til að ganga fram og fella frumvarpið
um Icesave. Sjálfan LYKILINN að aðild Íslands að ESB. Fyrir utan að
frelsa þjóðina undan skuldadrápsklyfjunum til áratuga SEM HÚN BER
ENGA ÁBYRGÐ Á! Geri þeir það ekki, hlýtur það að STÓRSKAÐA ímynd
Heimssýnar,  sem baráttusamtökum GEGN AÐILD ÍSLANDS AÐ ESB!

   Því verður ALLS EKKI TRÚAÐ ANNAÐ EN að þeir Ásmundur og Atli séu
málstaðnum TRÚIR og felli inngöngumiða  Samfylkingarinnar um aðild
Íslands að ESB. Hjáseta eða fjarvera kemur ekki til greina. Að öðrum
kosti hlýtur stjórn  Heimssýnar  að óska eftir afsögn  þeirra úr stjórn
samtakanna,  svo komist  verði  hjá alvarlegum klofningi  innan  þeirra
og fjöldaúrsögnum  úr  þeim. - Því sá sem samþykkir  Icesave, vitandi
um náin tengsl þess við ESB-aðild Íslands, eða kemur sér hjá að taka
þátt í atkvæðagreiðslunni,  getur ekki talist trúverðugur ESB-andstæð-
ingur, SVO EKKI SÉ MEIRA SAGT!!! Alla vega mun sá sem þetta ritar
EKKI taka þátt í samtökum sem hafa Í RAUN ESB-sinna við stjórnvölinn!

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE-HELSI né AGS!

   www.fullvalda.is
   www.frjalstisland.is
mbl.is Lokaumræða um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála áfram ísland!

Sigurður Haraldsson, 29.12.2009 kl. 00:48

2 Smámynd: Elle_

Hver sem samþykkir Icesave nauðungina verður ótrúverðugur, bæði í Heimssýn og stjórnmálum landsins.

Elle_, 29.12.2009 kl. 01:04

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Góður pistill! Algjörlega sammála öllu þarna.

Óskar Arnórsson, 29.12.2009 kl. 01:06

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Icesave málið hætti að vera pólitískt mál um miðjan nóvember í fyrra. Þá samþykktu Árni, Geir og Davíð að ríkið bæri ábyrgð á tryggingasjóði innistæðueigenda.

Þá breyttist málið í einfalt innheimtumál þar sem einungis átti eftir að ræða greiðslutilhögun. Málið hefur nú farið fram og til baka milli aðila og löngu tímabært að snúa sér að öðru.

Ekki síst að snúa sér að því að ná um ránsfenginn sem bankamenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks komu undan.

Gunnlaugur B Ólafsson, 29.12.2009 kl. 03:45

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk Sigurður, EleE og Óskar.

Gunnlaugur. Enn lýgin enn. Hvorki ómerkari stjórnmálamaður í þínum EIGIN
AUGUM, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, segir að núverandi stjórn SÉ ALGJÖRLEGA ÓBUNDIN af gerðum fyrri stjórnar í Icesave. Ábyrgðin sé því
ALFARIÐ núverandi vinstristjórnar. Þannig þarna sem oftar ertu að snúa
málum gjörsamlega á hvolf.

Það yrði eftirtketarverður EFIRMÁLI fyrstu og einu HREINRÆKTUÐU vinstristjórnar á Íslandi, takist henni að RÚSTA íslenzku velferðarkerfi
til NÆSTU ÁRATUGA. Með því að KÚGA þjóðina til að greiða óreiðuskuldir
ÚTRÁSARMAFÍUÓSA henni ALGJÖRLEGA AÐ ÓSEKJU. Binda á hana
skuldadrápsklýjar sem hún mun ALDREI rísa undir, bara til að fullnægja
and-þjóðlegum hvötum sumra að fórna sjálfstæði Íslands og fullveldi,
og láta það HVERFA inn í Ríkjasamband Evrópu, ESB. Þílikir ÞJÓÐSVIKARAR Gunnlaugur B Ólafsson. Þvílíkir ÓVINIR almennings á Íslandi!  Enda
nærist vinstrimennskan einmitt á sem mestri EYMD og FÁTÆKT, og
andþjóðlegum viðhorfum og gildum.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.12.2009 kl. 09:44

6 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég veit að þú ert betur að þér Gunnlaugur, en athugasemd þín bendir til. Þú hefur lesið bloggin mín þar sem ég hef gert grein fyrir, að undirskriftin undir MoU (Memorandum of Understanding), sem gerð var 11. október 2008 ásamt Hollendska sendiherranum, var gerð af tveimur embættismönnum. Síðan hvenær geta embættismenn gert bindandi samkomulag fyrir Íslendskan almenning ?

  Að halda því fram, að þetta MoU hafi einhverja réttarfarslega merkingu er einstaklega barnalegt. Er engin önnur fullyrðing sem flokksskrifstofa Samfylkingarinnar getur látið þig hafa, til að trufla umræðuna með ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.12.2009 kl. 10:42

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk Lofur. Góð grein eftir þig í Mogganum í dag. Baráttukveðjur.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.12.2009 kl. 10:48

8 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Guðmundur, ég fæ ekki betur séð en lögspekingunum sem fjallað hafa um Icesave-samningana hafi yfirsést mikilvægt atriði. Stjórnarskrárbrot eru fólgin í því að brjóta gegn ákvæðum Stjórnarskrárinnar, ekki eingöngu með því að setja ólögleg lög. Rílisstjórnin fór útfyrir heimildir Alþingis og braut því Stjórnarskrána.

>> Ríkisstjórninni er óheimilt að gera samninga við önnur ríki, skuldbinda ríkið fjárhagslega, eða skapa þegnunum skattakvaðir, án heimildar Alþingis. <<

Kveðja.

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.12.2009 kl. 12:16

9 Smámynd: Elle_

Icesave málið hætti að vera pólitískt mál um miðjan nóvember í fyrra. Þá samþykktu Árni, Geir og Davíð að ríkið bæri ábyrgð á tryggingasjóði innistæðueigenda.

Ekki lengur svaraverðar Grýlu-sögur, Gunnlaugur.  

Þá breyttist málið í einfalt innheimtumál . . .

Þú meinar auðvitað einfalda kúgun og handrukkun.

Elle_, 29.12.2009 kl. 15:10

10 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já ef Ásmundur Einar Daðason þingmaður og formaður Heimsýnar er alvara með orðum sínum um að ESB og Icesave liggi saman þá er ekki um annað að ræða en hann hafni þessu. Við skulum vona að hann viti hvað hann á að gera útfrá vitneskju sinni um að ESB komi ekki tli greina nema Icesave verði borgað af okkur, algjörlega burt frá því hvort við eigum þennan reikning eða ekki. Ég vil ekki sjá þennan reikning hann er ekki minn.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 29.12.2009 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband