Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Ríkisstjórnin fari frá !


   Vonandi að völvuspá Víkunnar rætist um það að ríkisstjórnin
springi á næsta ári og fari frá, þjóðinni til heilla. Skv. þjóðar-
púlsi Gallups eru Íslendingar mun svartsýnni nú en t.d á s.l
ári um framtíðina. Verkföllum fjölgar á næsta ári, atvinnuleysi
eykst og  efnahagsástandið  versnar skv. skoðun  helmings
íslenzku þjóðarinnar. Enda blasir þetta allt  við  þegar í dag.
Hin mikla  uppsveifla og  efnahagslegu  framfarir sem verið
hafa  síðustu ár er  nú  á  enda. Fallegur  vitnisburður eftir
rúmt hálfs árs  stjórnarsetur núverandi ríkisstjórnar, eða
hitt þó heldur !

  Hin sósíaldemókratiska  ríkisstjórn  Geirs H Haarde hefur
verið með eindæmum lín og léleg  frá  upphafi  þrátt  fyrir
stóran  þingmeirihluta, enda flýtur hún nú hratt sofandi að
feigaðarósi að öllu óbreyttu.     

   Vonandi  að  dugmikil  þjóðleg borgaraleg ríkisstjórn  leysi
hana  af hólmi á komandi ári,  -   mót hækkandi sól....


Björgólfur Thor ESB-andstæðingur


   Í Kastljósinu í kvöld vakti athygli skýr afstaða Björgólfs
Thors, eins  mesta  fjárfesta í dag, að aðild  Íslands að
ESB yrði meira hamlandi fyrir viðskiptalífið en að  standa
utan þess. Við hefðum í  raun allt  sem skiptir máli með
EES-samninginn, en erum   samt lausir við helstu galla
ESB-aðildar  og skrifræðisins í Bussel. Þetta er eitt mesta
kjaftshögg á  málflutning ESB-sinna  um  langa hríð.  En 
áróður þeirra hefur að mestu gengið í þá átt að viðskipta-
lífið á Íslandi kallaði á ESB-aðild fyrr en seinna.

  Hins vegar benti Björgólfur á hvernig gengi krónunnar
réðist nú með allt öðrum hætti en áður, og hvatti til að
þau mál yrðu tekin til alvarlegrar skoðunar. Jafnvel að
tekinn yrði upp annar gjaldmiðill eins og t.d svissknesk-
ur franki. En sem kunnugt er hafa sumir einnig  bent á
að beintengja krónuna við annan gjaldmiðil með ákveð-
num frávikum.

  Yfirlýsing Björgólfs Thors er enn eitt rothöggið á mál-
flutning Evrópusambandssinna, og sem ber að fagna. 

Um merkis-viðtal við Sigurbjörn biskup og fl.


   Í Fréttablaðinu í gær var athyglisvert viðtal  við Sigurbjörn
Einarsson biskup. Kom hann þar víða við þ.á.m um samband
ríkis og kirkju og þá trúarumræðu sem átt hefur sér stað að
undanförnu.

   Í viðtalinu hafnar Sigurbjörn því að þjóðkirkjunni væri fyrir
bestu að slíta á hin sérstöku tengsl við ríkisvaldið. Stjórnar-
skráin kveði ekki einungis á um tengsl ríkis við þjóðkirkjuna.
Ákvæðið um þjóðkirkjuna hefði aldrei komist inn í stjórnar-
skrá ef ekki væri í húfi sjálf yfirlýsing ríkisins til kristindóm-
sins.  Og Sigurbjörn segir:

   ,, Og þetta er ekki ríkisrekið fyrirtæki, fjarri því. Ríkið hefur
einfaldlega verið vörslumaður fjármuna kirkjunnar. Nú er
þeirri vörslu lokið og ríkið afslar sér ábyrgð á því með stuð-
ningi sínum við  Þjóðkirkjuna".

    Varðandi þá neikvæðu umræðu einstakra aðila um Þjóð-
kirkjuna að undanförnu segir Sigurbjörn kirkjuna eiga svo
mikinn stuðning meðal almennings, trausta vini og úrvals-
starfsfólk að hún þurfi ekki að óttast þetta óvildarfólk.
Hann segir:
    
   ,, Þjóðkirkjan þarf því ekki að einblína á fyrirbæri sem eru
meira og minna óeðlileg"  - og vísar meðal annars til sam-
taka vantrúaðra.  ,, Ég vildi ekki meina neinum að hafa skoð-
anir en menn verða þó að virða þá lágmarkskröfu að koma
fram við aðra af sæmilegri sanngirni og væna menn ekki um
óheiðarlegar tilfinningar eða vanþroska eða skort á mann-
viti. Fólk á ekki að afflytja málstað náungans".

  Athyglisverðust er þó ummæli Sigurbjörns biskups um fyrir-
huguða lagabreytingu, þar sem menntamálaráðherra hyggst
nema á brott sérákvæði úr grunnskólalögum um KRISTILEGT
SIÐGÆÐI í skólastarfi. Sigurbjörn segir: ,, Auðvitað er evrópsk
móðursýki líka til og hefur aldrei verið keppikefli Íslendinga né
æskilegt  hlutverk okkar að skríða eftir allri evrópskri sérvisku.
Varasamur eða spilltur tíðarandi er alls ekkert betri þótt hann
sé evrópskur." Þarna vísar Sigurbjörn til þess að aðförin að
kristindómasfræðslu í skólum endi með því að bannað verði að
syngja Heims um ból og segir: ,, Þeir vilja ekki hafa litlu-jólin
og ekki neitt sem minnir á kristindóminn. Þeir heimfæra allt
undir trúboð. Þá má segja að hvar sem þú heyrir sungið Heims
um ból, að það sé trúboð. Við eigum það kannski fram undan að
meiga bara hvísla það innandyra og hvergi á opinberum vett-
vangi".

  Svo mörg voru þau orð, og vonandi að menntamálaráðhera sjái
að sér á  nýju  ári.  Í fréttum RÚV í  dag kemur  fram að  kirkjusókn
hafi verið  með  mesta móti í gær. Víða var fullt út úr dyrum í aftan-
söng kl  18 og  fjöldi sótti  miðnæturmessu. Athyglisverð voru þau
ummæli  sóknarpretsins í  Neskirkju, að  umræðan  um  kristni  að
undanförnu hafi  orðið  til þess að bæta  kirkjusókn. Sóknarprestur
Hallgrímskiirkju  segir það  sama. Kirkjusóknin  hefur aukist  við um-
ræðuna um Þjóðkirkjuna. Kristnin  hefur verið samofin íslenzkri þjóð-
þjóðmenningu yfir 1000 ár, og því augljóst að  þjóðin sameinast um
hana þegar að henni er vegið.  Að lokum er vert að geta  upplýsinga
á heimssíðu Björns Bjarnasonar kirkjumálaráðherra sem telur 95%
þjóðarinnar kristna en langflestir þeirra eru í þjóðkirkjunni. Þetta er
byggt á nýjustu upplýsingum sem kirkjumálaráðherra hefur undir
höndum. -  Sem segir einfaldlega að Íslendingar eru fyrst og fremst  
KRISTIN  þjóð. Krikjan  og kristin trú  er samofin íslenzkri þjóðmenn-
ingu sem STANDA BER VÖRÐ UM eins og öll  önnur  þjóðleg gildi  og
viðhorf.

    GLEÐILEG JÓL ! 

 


Á Brussel að stjórna flugi Íslendinga ?

 

   Skv. frétt RÚV í dag ákváðu umhverfisráðherrar ESB að skylda
flugfélög til að kaupa losunarkvóta frá árinu 2012, en áætlað er
að flugfélög beri ábyrgð á 3% losunar á koltvísýrungi út í and-
rúmslofið. Með þessu hyggst ESB beina þegnum sínum meira
inn á það að nota lestarsamgöngur  innan  ESB og þau sam-
göngutæki sem menga minna.

  Ljóst er að þessi tilskipun ESB mun ná til Íslands verði hún að
veruleika. Engin þjóð innan Evrópska efnahagssvæðisins er eins
háð flugsamgöngum og Ísland. Engar lestir eru til á Íslandi, og
flugið er nánast eini ferðamáti Íslendinga milli landa. Því myndi
slíkur losunarkvóti stór hækka flugsamgöngur á Íslandi og eru
þær þó háar fyrir, ekki síst  innanlands.

  Hvað hyggst ríkisstjórnin gera í þessu máli? Það eina sem hún
hefur gert er að kynna málið fyrir umhverfsráðherum Norðurlanda.
Hvers konar sofandaháttur er hér á ferð? Hvers vegna er utan-
ríkisráðuneytið ekki strax  virkjað í þessu stóra hagsmunamáli eins
og svo oft áður þegar ESB hefur ætlað að setja lög sem gengu
þvert á íslenska þjóðarhagsmuni. - Er þetta dæmi þess að nú
ráða ESB-sinnaðir kratar för innan utanríkis-og umhverfisráðu-
neytum og ætla að lúffa baráttulaust fyrir Brussel-valdiinu þótt
það stórskaði íslenzka þjóðarhagsmuni? Aðeins smjörþefurinn
af því sem koma skal?  Og hvar er Sjálfstæðisflokkurinn í þessu
máli?


Schengen enn eitt ruglið !

 

  Á morgun öðlast 9 ríki fyrrum austantjaldslanda aðild að
Schengen-samstarfinu. Mörg ríki vestur Evrópu sem eru í
Evrópusambandinu og eru aðilar að Schengen óttast mjög
stór aukinn glæpafaraldur frá þessum löndum, ekki síst
þar sem löggæsla er í miklum ólestri í þessum ríkjum og allt
eftirlit slakt. Þannig berast fréttir m.a frá Þýzkalndi að stjórn-
völd þar óttist mjög stækkun Schengens til austurs.

  Athygli vekur að 2 aðildarríki Evrópusambandsins hafa enga
ástæðu séð til að gerast aðili að Schengin. Þau eru Bretland
og Írland. Bæði þessi ríki eru EYRÍKI út á Atlantshafi og telja
væntanlega hafið besta landamæravörðinn. Hins vegar þóttu
íslenzk stjórnvöld illu heilli ástæða til að EYÞJÓÐIN úti á miðju
Atlantshafi gerðist aðili að Schengen með tilheyrandi kostnaði.
Við það GALOPNUÐUST landamæri Íslands gagnvart ríkjum
ESB og nú á morgun bætast þessi fyrrum austantjaldsríki við
með öllum þeim hættum sem þeim fylgja.

  Aðild Íslands að Schengen voru mikil mistök og skammsýn.
Fyrir utan hinn mikla kostnað  sem af aðildinni leiðir (A.m.k
yfir hálfan milljarð á ári) hefur allt landamæraeftirlit stór mink-
að. Alls kyns glæpaliður getur komið hér nánast óáréttur inn
í landið, athafnað sig að vild, og farið úr landi þrátt fyrir  töku
og farbanns. Þannig hafa 5 menn sem framið hafa  alvarlega
glæpi eins og nauðganir, sloppið úr landi á þessu ári, og ekki
náðst þrátt fyrir Schengen. Sem sýnir svart á hvítu hvað það
er vita gagnlaust  og í raun hættulegt.

  Skammsýni íslenskra ráðamanna ríður ekki við  einteyming.
Nú stendur yfir mikil tilganslaus  herferð að koma Íslandi inn í
Öryggisráð S.Þ. með ærum tilkostnaði. - Shengenruglið er þar
að endurtaka sig........

 

 

 


Hvers vegna rætt við Breta ?

 

   Eftir að bandariski herinn hvarf frá Íslandi hafa íslenzkt  stjórnvöld
rætt við einstakar aðildarríki NATO um  að koma að  vörnum Íslands
að einhverju leyti. Gott samstarf þefur tekist við Dani  og Norðmenn
hvað  þetta varðar, og eiga  þessar  frændþjóðir eftir að vinna náið
saman  á  sviði öryggis-og varnarmála. Þá  hefur verið  rætt við fl.
þjóðir eins og Þjóðverja, sem er ein af okkar bestu vinarþjóðum
og hefur á að skipa einum af öflugustu herjum NATO.

  Í öllum svona viðræðum og samstarfi á sviðum öryggis- og varnar-
mála hlytur VINÁTTAN og TRAUSTIР milli þjóða til langs tíma ráða
för. Klárlega ríkir slíkt traust og vinátta milli Íslands, Noregs, Dan-
merkur, Þýzkalands og Frakklands hvað þetta varðar, svo dæmi sé
tekið.  En mikið spurningarmerki hlýtur að vera sett á Breta, en sam-
ráðsfundur fór fram í dag við þá í Reykjavík um öryggis- og varnarmál.
Þetta er sú eina þjóð sem hefur hertekið Ísland. Og þetta er sú eina
þjóð sem hefur beitt okkur hervaldi frá síðari heimsstyrjöld. Og ekki  
bara í eitt skipti. Heldur þrisvar í svokölluðum þorskastríðum, en það var
einungis NATO að þakka að ekki varð mikið mannfall í þeim átökum.
Er ástæða til að treysta slíkri þjóð  í öryggis-og varnarmálum hafandi
af henni alla þessa neikvæðu reynslu ?

    Framkoma Bandaríkjanna við brottför hersins var slík að EKKERT
er á þá að treysta í framtíðinni varðandi öryggis-og varnarmál.  
Við hljótum því að taka upp nýja sýn þegar  við metum það kalt
hvaða þjóðir við  getum  best treyst til að eiga naið samstarf með
í öryggis-og varnarmálum í komandi framtíð. Eins og fyrr sagði
eru það Danir og Norðmenn, og Þjóðverjar sem  koma þar næst,
enda hafa þeir sýnt mikinn áhuga að koma að vörnum Íslands. 
Öryggissamvinna við Rússa er einnig sjálfsögð á N-Atlantshafi
eins og rætt hefur verið um. 

  En fyrst og síðast eru það VIÐ SJÁLF  sem  þurfum að  axla
ábyrgðina af vörnum Íslands  eins og  allar  aðrar fullvalda og
sjálfstæðar þjóðir gera varðandi sína þegna. Erum við tilbúnir til
þess ? Er það ekki frumskylda sérhvers ríkis að sjá þegnum sínum
fyrir öryggi og vörnum af hvaða tægi sem er ? Hvers vegna á þá 
Ísland eitt ríkja heims ekki að hafa sínar EIGIN lágmarks  varnir?


Barnaskapur í utanríkisráðuneytinu

 

   Í Staksteinum Morgunblaðsins í gær er fjallað um barnaskapinn
í utanríkisráðuneytinu. Þar segir: ,, Það er eins og allsherjar barna-
skapur ráði viðhorfum embættismanna utanríkisráðuneytisins, sem
tjá sig fram og til baka í viðtengingahætti um hvað yrði, ef Ísland
næði kjöri í öryggsráði Sameinuðu þjóðanna".

   Staksteinar spyrja ,,hvers konar vangaveltur eru þetta hjá Grét-
ari Má Sigurðssyni og Kristínu Á. Árnadóttir, sem stýrir kosningabar-
áttu Íslands, hér í Morgunblaðinu í gær? Fyrst veltir ráðuneytisstjór-
inn því fyrir sér, að nái Ísland kjöri, fari það þegar í upphafi árs með
formennsku í öryggisráðinu. Síðan segir ráðuneytisstjórinn að fyrst
þurf þó að ná settu marki, þ.e að tryggja Íslandi sætið í ráðinu."

  Síðan klingja Staksteinar út með því að segja að ,,þótt Kristín Á.
Árnadóttir segir að það sé metnaðarmál allra í utanríkisþjónust-
unni að vel takist til, væri kannski ráð að hún og aðrir starfsmenn
utanríkisþjónustunnar horfist í augu við þá bláköldu staðreynd, að
það er afskaplega ólíklegt að Ísland nái kjöri í öryggisráðið og því
ótímabært með öllu að hafa áhyggjur af formennsku í öryggisráðinu.
Eða hvað? ".

   Vert er að taka heilshugar undir þetta með Staksteinum. Það er
með hreinum ólíkindum hvað sumir embættismenn láta sig detta í
hug og dreyma um. Það versta er þó þegar þeir smita og jafnvel
blinda stjórnmálamennina, eins og gerst hefur í þessu öryggis-
ráðsmáli. Engar líkur eru á því að Ísland nái kjöri í þetta ráð, enda
hefur það EKKERT þangað að gera. Samt er haldið áfram að  sól-
unda fé okkar skattborgara í þetta ofurrugl svo hundruði milljóna
króna varðar, sem alls víst að endi í heilum  milljarði  þegar  upp
verður staðið. Þetta utanríkisráðuneyti  er að  verða meiriháttar
frjárhagsbaggi á þjóðinni eins og það hefur þanist út á s.l árum.
Skemmst er að minnast þegar Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra sem illu heilli ásamt Davíð Odssyni kom þessari vitleysu á
stað,  festi kaup á einu  sendiráðshúsi í Japan fyrir hátt í milljarð
króna.  Hvers vegna í ósköpunum er allt þetta sukk og liggur við
að segja svínarí látið viðgangast  á sama  tíma og t.d  hálfgert
neyðarástand er að skapast víða í heilbrigðisgeiranum vegna
fjárskorts?

   - Þetta er SKANDALL !!!  Hreinn og klár SKANDALL!!!! 


Ríkisstjórnin klofin í öryggis-og varnarmálum

 

   Það er alveg ljóst að ríkisstjórnin er margklofin í öryggis-
og varnarmálum. Samfylkingin eins og aðrir vinstrisinnar
vill draga lappirnar í þessum mikilvægum málum. Það ný-
jasta er ágreiningur dómsmálaráðherra og utanríkisráð-
hera um nýja stofnun kringum ratsjárkerfið. Dómsmála-
ráðherra segir réttilega hugmyndir utanríkisráðherra vera
stílbrot að koma á fót nyrri stofnun í kringum ratsjárkerfið.
Mjög vel hafi tekist til með að samhæfa störf þeirra sem
koma að öryggismálum, þ.á.m ratsjárkerfinu.

  Sem kunnugt er hefur utatnríkisráðherra áformað að
koma upp varnarmálastofnun undir utanríkisráðuneyt-
inu. Því verður ekki trúað að Sjálfstæðisflokkurinn sam-
þykki slíkt rugl. Því meðan Ísland hefur ekki íslenzkum
her á að skipa, og þar með ekki sérstakt varnarmála-
ráðuneyti, er eðlilegast að allt sem tengist varnar- og
öryggismálum verði undir dómsmálaráðuneyti. Því nú
þegar er Landhelgisgæslan og öll löggæsla undir dóms-
málaráðuneytinu. Að hinn faglegi þáttur öryggis-og var-
narmála  færist  að hluta til utanríkisráðuneytisins sbr.
ratsjárkerfið er því algjört rugl sem koma á í veg fyrir.

  Dómsmálaráðherra hefur kynnt ríkisstjórninni áform um
víðtækar öryggisráðstafanir á vegum ráðuneytisins og er
það vel svo lang sem þær ná. Björn Bjarnason dómsmála-
ráðherra á þakkir skyldar fyrir framgöngu sína við að efla
öryggismálin eftir  brotthvarf  bandariska  hersins. Hins
vegar er ljóst að Ísland á enn  langt í  land í  þeim efnum,
einkum hvað varðar varnarþáttinn. Aðkoma okkar að þeim
málum hlýtur því að stóraukast í náinni framtíð, þannig
að við getum fyllilega borið okkur saman við allar aðrar
sjálfstæðar og fullvalda þjóðir. Því miður virðist hinn póli-
tiski vilji ekki enn  vera  til staðar. Til þess  hafa  vinstri-
sinnuð varnarleysisviðhorf  alltof  mikil  áhrif haft í ríkis-
stjórninni  í dag,  öfl  sem m.a munu allt til reyna   að
draga úr þeim öryggisráðstöfunum sem dómsmálaráð-
herra hyggst þó  beita sér fyrir á næstunni........ 


Óskiljanleg afstaða Mbl til Vinstri grænna

 

  Í forystugrein Morgunblaðisins í dag er fjallað um ríkisstjórnar-
samstarfið  í tilefni þess að það hefur nú staðið yfir í hálft ár.
Ber greinin  öll merki þess að ritstjórn blaðsins er síður en svo
ánægð með núverandi stjórnarsamstarf og segir að ,, innan
Sjálfstæðisflokksins gætir vaxandi þreytu gagnvart samstarfs-
flokknum, ekki síst vegna margvíslegra yfirlýsinga ráðherra og
þingmanna Samfylkingar, sem þingmönnum Sjálfstæðisflokks-
ins þykir ekki í samræmi við stjórnarsáttmálan".  Og ennfremur:
,, Innan Samfylkingarinnar má finna vaxandi hroka gagnvart
Sjálfstæðisflokknum eins og við mátti búast og væntanlega 
líta Sanfylkingarmenn svo á, að þeir eiga annara kosta völ en
Sjálfstæðisflokkurinn ekki".  

   En það sem mesta athygli vakti  varðandi forystugreinina og
sem er í raun framhald af svipuðum viðhorfum blaðsins og sem
hljóðar svo.  ,, En það er líka spurning um afstöðu Vinstri grænna. 
Ef fulltrúar þeirra í borgarstjórn kæmust að þeirri niðurstöðu, að
þeir ættu meiri málefnalega samleið með Sjálfstæðisflokknum þrátt
fyrir allt, sem ekki er hægt að útiloka, gæti það verið vísbending um
nýja þróun á landsvísu".

   Hvers konar óskhyggja og vitleysa er þetta? ,,Meiri málefnalega
samstöðu með Sjálfstæðisflokknum". Vinstri grænir ? Flokkur sem er
eins langt  til  vinstri í  íslenzkum  stjórnmálum  og  hugsast  getur.
Flokkur sem  meir að segja heldur uppi vörnum fyrir anarkistum og
vill Ísland eina landið í heimi  berskjaldað og varnarlaust. Í hvaða
pólitískum fílabeinsturni er ristjórn Morgunblaðisins eiginlega.?  Er
Morgunblaðið ekki lengur borgaralega sinnað blað lengur?

   Það er hins vegar hárrétt hjá riststjórn  MBL  að  ríkisstjórnin er
sundurleit og veikburða þrátt fyrir stóran þingmeirihluta. Hún á því
að fara frá og það sem fyrst. En í stað hennar á að koma þjóðleg
borgaraleg ríkisstjórn framfara og farsældar eins og fyrri ríkisstjórn
var. Kominn tími til að hin borgaralegu öfl í Sjálfstæðisflokki, Fram-
sóknarflokki og Frjálslyndum taki höndum saman og myndi blokk
gagnvart vinstriöflunum, og það til FRAMBÚÐAR, í sveitarstjórnum
sem og á landsvísu. Um það eiga vangaveltur riststjórnar Morgun-
blaðsins að fjalla. - Allt annað er óskiljanlegt  fyrir  borgaralega
sinnað og frjálslynt fólk.......


Stöndum vörð um kirkju og skólastarf !

 

   Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins skrifar
afar góða grein í  Morgunblaðið í dag um að standa beri
vörð um  kirkju og  skólastarf. Þar gagnrýnir hann harð-
lega  menntamálaráðherra um að ætla að fella á  brott  úr
grunnskólalögum að skólastarf mótist af kristilegu siðgæði.
Guðni segir:

  ,, Íslenzkt samfélag er reist á kristilegum gildum og er
órjúfanlegur hluti alls okkar andlega og menningarlega
umhverfis".   Þá  bendir Guðni réttilega á að menntamála-
ráðherra ætlist til  líka  að fermingarfræðsla fari fram utan
lögbundis skólatíma, og að ekki verði heimilt að veita nem-
endum í 8 bekk leyfi til að fara í eins til tveggja daga ferð
á vegum kirkjunnar í tengslum við fermingarundirbúninginn.

  Guðni bendir á að ,,það var greinilegt á umræðunu í þing-
inu að ekkert samstarf var haft við kirkjumálaráðherra eða
biskupinn yfir Íslandi um þessar áformuðu breytingar".

  Í lokin skorar Guðni á Alþingi ,,að veikja ekki grunngildin í
góðri skólastefnu og menntamálaráðherra að endurskoða
sínar  tilskipanir, þær byggjast  ekki á  haldbærum rökum
eins og fram kom í ræðu kirkjumálaráðherra og flestra þeirra
sem um þessi  alvörumál hafa fjallað á síðustu dögum".

   Kristni er  svo samofin íslenzkri þjóðmenningu í heil 1000
ár að standa ber vörð um hana eins og þjóðararfinn og öll
önnur  þjóðleg  gildi og  viðhorf. Guðni Ágússton  er því á
réttri leið með Framsóknarflokkinn sem stjórnmálaafl byggðu
þjóðlegum grunngildum að stamda vörð um kristna trú og
kirkju. Besta sönnun þess eru hin ósmekklegu skrif Sverris
Pálssonar í Fréttablaðinu í dag þegar sá róttæki vinstrisinni
segir:

  ,, Framsónarmenn skilgreina varðstöðu um trúfrelsið sem
,,umburðarlyndisfasisma" og gildir þá einu hvort þeir eru
sjálfir í þjóðkirkjunni eða ekki. Þesssi nýja stefna Framsókn-
arflokksins þarf samt ekki að koma á óvart. Á undanförnum
misserum hafa forystumenn flokksins verið iðnir við að biðla
til KRISTINNA ÍHALDSMANNA".  Og ennfremur: ,,Framsóknar-
menn treysta á að íslenskir sveitamenn séu jafn íhaldssamir
og sveitamenn á öðrum Norðurlöndum og að samstarf við
sértrúarsöfnuði á höfuðborgarsvæðinu muni efla veiklaða
grasrót flokksins".

   Það að hin kristna og þjóðlega afstaða formanns Framsókn-
arflokksins skulu pirra svo vinstrisinnaðan róttækling eins og
Sverrir Pálsson  er meiriháttar  sönnun þess að Framsókn er
á réttri leið. Hins vegar er það verulegt áhyggjuefni ef mennta-
málaráðherra sjái ekki að sér og breyti áformum sínum. Ef
ekki verður lengur hægt að treysta Sjálfstæðisflokknum að
standa vörð um krisileg og þjóðleg gildi verður það verðugt
hlutskipti Framsóknarflokksins að vera í þeirri varðstöðu í
fremstu röð. Við þá varðstöðu á flokkurinn eftir að uppskera
vel í fyllingu tíams!
  


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband