Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Dauðaþögn sjálfstæðismanna


   Athygli vekur hin yfirþyrmandi dauðaþögn sjálfstæðismanna
um þá staðreynd, að viss öfl innan Samfylkingarinnar hafa
nú er virðist komið í veg fyrir byggingu olíuhreinsistöðvar á
Vestfjörðum. Eftir fund umhverfisráðherra  s.l föstudag með
talsmönnum byggingu olíuhreinsistöðvar á Vestfjörðum er
alveg ljóst, að ráðherra ásamt iðnaðarráðherra munu allt til
gera til að koma í veg fyrir byggingu stöðvarinnar. Hver er
afstaða sjálfstæðismanna?  Hvað segir t.d  Sturla Böðvarsson
fyrsti þingmaður kjördæmisins eða Einar Kr. Guðfinnsson sjávar-
útvegsráðherra, sem segist hlyntur því að málið sé skoðað?
Hvað eru fjölmiðlanir í þessu stórpólitíska máli? Hvers vegna
leita þeir ekki svara hjá þessum aðilum um hver afstaða þeirra
sé og viðhorf til þessa stóra máls? - Er málið kannski orðið það
eldfimt, að það þoli ekki að um það sé fjallað á æðri stöðum?

Munu sjálfstæðismenn lúffa í olíuhreinsunarmálinu ?


   Samfylkingin hefur nú endanlega útilokað byggingu
olíuhreinsunarstöðvar á Íslandi. Fundur umhverfisráð-
herra með fulltrúum Íslensks háttækniiðnaðar og verk-
fræðifyrirtækisins Línuhönnunar leiddi það berlega í ljós
í gær. Raunar kemur þetta ekki á óvart, því iðnaðar-
ráðherra hefur margoft séð öll tormerki á því að af
þessari framkvæmd verði. Spurningin er því sú, hver
sé afstaða sjálfstæðismanna í þessu máli, og hvort
þeir lúffi fyrir Samfylkingunni í máli þessu eins og í svo
mörgum öðrum málum sem til þjóðarheilla horfir?

   Tvískinningur í málflutningi krata í málinu  er með
eindæmum. Á sama tíma sem iðnaðarráðherra segist
ætla að gefa út leyfi til olíuleitar fyrir Norðurlandi á næsta
ári, væntanlega til að finna hana og vinna, má hins vegar
ekki hreinsa hana. Bara í þessu er meiriháttar ósamræmi
í málflutningi. Þá hefur komið fram að ekkert í Kyoto-sam-
komulaginu aftrar byggingu slíks iðnaðar, auk þess sem
sérstök tilskipunun Evrópusambandsins um slíkan iðnað
styrkir tilvíst hans frekar en hitt. Þá má benda á að ekki
hefði orðið af byggingu álvers fyrir austan ef fyrrverandi
ríkisstjórn hefði ekki beitt sér fyrir sértöku ákvæði í Kyoto-
samkomulaginu hvað varðar Ísland um nýtingu hreinnar
orku til iðnaðar. Ljóst er hins vegar að Samfylkingin ætlar
að túlka allar lagaheimildir og ákvæði mjög þröngt til að
koma í veg fyrir áframhaldandi stóriðnað á Íslandi. Innan
Samfylkingarinnar eru öfgafull öfl í umhverfismálum eins
og innan Vinstri-grænna, sem hika ekki við að beita öllum
ráðum til að koma í veg fyrir skynsamlega nýtingu auðlinda
og uppbyggingu atvinnulífsins, þjóðinni til heila.

   Stóra spurningin er því sú, hversu dýru verði eru sjálf-
stæðismenn tilbúnir til að greiða fyrir áframhaldandi ríkis-
stjórnarsamstarf með krötum, sem verður það atfturhalds-
samasta á lýðveldistímanum ef fram heldur sem horfir?
Hversu sterk reynist hin nýja flokksforysta Sjálfstæðis-
flokksins í sósíaldemókratiskri  þjókun sinni ?


Umhverfisráðherra blæs olíuhreinsistöð af


   Fulltrúar Íslenzks hátækniiðnaðar og verkfræðifyrirtækisins
Línuhönnunar hittu umhverfisráðherra í dag og lögðu fyrir
ráðherra gögn um olíuhreinsistöðina og umhverfisáhrif
hennar. Skv. frétt sjónvarps í kvöld var tónninn á fundinum
hvass, en ráðherra mun hafa séð öll tormerki á því að af
byggingu olíuhreinsistöðvar á Vestfjörðum gæti orðið.

   Ólafur Egilsson einn talsmanna um byggingu olíuhreinsi-
stöðvar var augsjáanlega mjög vonsvikinn af fundi loknum,
en sagði þó að opinber afstaða ríkisstjórnarinnar í heild
lægi ekki endanlega fyrir.

  Augljóst er að umhverfis- og iðnaðarráðherra ætla að
koma í veg fyrir þetta mikla hagsmunamál Vestfirðinga
og þjóðarinnar hvað sem það kostar. Spurningin er
hvort Sjálfstæðisflokkurinn samþykkir það, eins og  með
svo mörg önnur  þjóðþrifamál sem Samfylkingin hefur
komið í veg fyrir að undanförnu. Því verður alls ekki trúað.
En gerist það, er bersýnilegt að við völd hefur tekið ein
afturhaldssamasta ríkisstjórn á lýðveldistímanum, og
hafa þær þó margar verið.


Gætum okkar hagsmuna við Svalbarða


   Í frétt á Mbl.is í dag segir að norskir sérfræðingar
vari við harðnandi deilum um yfirráð og veiðiréttindi
á  Svalbarðasvæðinu á næstu árum vegna loftslags-
breytinga. Hlýnandi sjór laði að fisktegundir sem fram
til  þessa hafa ekki lifað á svæðinu. Tiltaka þeir þar
Íslendinga, Rússa, Spánverja og fleirð þjóðir, sem
eru aðilar að hinum upprunalega Svalbarðasam-
komulagi.

  Þarna hafa íslenzk stjórnvöld verk að vinna. Það er á
þessi norðursvæði sem utanríkisráðherra á að fókusa
á í dag en ekki einhverjar endalausar deilur fyrir botni
Miðjarðarhafs sem Ísland hefur ekkert um að segja.


Þjóðverjar komi að loftvörnum Íslands


   Eftir að NATO hefur nú samþykkt að koma að eftirliti
með lofthelgi Íslands, á eftir að útfæra það eftirlit nánar,
og ákveða hvaða NATO-ríki komi þar að máli. Fyrir liggur
að bæði Norðmenn og Danir eru tilbúnir að koma og taka
þar þátt. Í maí s.l fóru fram viðræður við Þjóðverja, en þeir
sýndu þá áhuga að koma að t.d loftvörnum Íslands. Sú
staðreynd, að þýzkar herflugvélar komu næst mest til
millilendinga af herflugvélum á Keflavíkurflugvelli, áður
en bandariski herinn fór af landi brott, hlýtur því að vega
þungt nú þegar kemur að því hvaða þjóðir munu taka
þátt í eftirliti Nato með lofthelgi Íslands.

   Megum ekki gleyma að Þýzkaland er eitt öflugasta her-
veldi Nato, auk þess að vera eitt af forysturíkjum ESB.
Þá hafa Íslendingar og Þjóðverjar ætíð haft með sér æva-
forna vináttu og sterk menningarleg tengsl. Þau tengsl
þurfa að eflast verulega í náinni framtíð, og þá ekki síst
á hinu pólitíska sviði. - Aðkoma Þjóðverja að loftvörnum
Íslands yrði því mjög mikilvægt skref í þá átt....



Ráðherranir þaga yfir merkum upplýsingum


   Eins og kunnugt er tala umhverfis- og iðnaðarráðherra
mjög á móti byggingu olíuhreinsistöðvar á Vestfjörðum,
og segja hana m.a ekki falla undir Kyoto-samkomulagið.
Bent hefur þó verið á að rekstur slíkrar söðvar snerti ekki
stóriðjukvóta Íslands skv. Kyoto-samkomulaginu heldur
almenna kvótann sem hvergi nærri er fullnýttur.

   Í Viðskipablaðinu í dag er fjallað um þessi mál og þar
segir.:

  ,, Um almennt útstreymi gróðurhúsalofttegunda hefur
Evrópusambandið sett á fót kvótakverfi með sérstakri
tilskipun og hafa íslensk stjórnvöld staðið í viðræðum við
framkvæmdastjórn sambandsins um upptöku tilskipunar-
innar í íslensk lög til þess að sambærileg ákvæði gildi  hér
á landi og í ESB. Undir tilskipunina falla orkufyrirtæki sem
nýta olíu, kol og jarðgas til orkuframleiðslu auk nokkurra
annara fyrirtækjaflokka. Eins og er falla nánast engin
íslensk fyrirtæki undir tilskipunina en ljóst virðist að ákvæði
hennar myndu ná yfir útstreymi gróðurhúsalofttegunda frá
nýrri olíuhreinsistöð. Í tilskipuninni er gert ráð fyrir því að
unnt sé að stofna ný fyrirtæki og að þau fái úthlutað út-
streymiskvóta ÁN ENDURGJALDS að mestu í samræmi við
SÍNAR ÞARFIR. ESB bannar ekki fjárfestingar í nýjum fyrir-
tækjum OG LJÓST AÐ ÍSLENSK STJÓRNVÖLD MUNU EIGA
ÓHÆGT UM VIK AÐ KOMA SLÍKU BANNI FRAM Í ANDSTÖÐU
VIÐ ÁKVÆÐI SEM GILDA Á EVRÓPSKA EFNAHAGSSVÆÐINU
AÐ ÞvÍ GEFNU AРÁKVÆÐI LAGA SÉU UPPFYLLT AРÖÐRU
LEYTI.  Búast má við að smá saman verði fyrirtækjum sem
undir tilskipunina falla gert að draga úr útstreymi, en ef
það ekki tekst geta fyrirtækin aflað sér viðbótarheimilda á
markaði.

   Annað mál er að útstreymi frá olíhreinsunarstöð og annri
efnahagsstarfsemi hér á landi getur orðið meira en samræm-
ist þeim skuldbindingum sem stjórnvöld hafa gengist undir
skv. svokallaðri Kyotobókun við Loftlagssamning S.Þ. En
stjórnvöld hafa ýmis ráð til að bregðast við því til dæmis með
svokölluðum sveigjanleikaákvæðum þar sem m.a verkefni í
þróunarríkjum geta nýst til að draga úr nettóútstreymi á
landinu og hjálpa þannig til að uppfylla skuldbindingar skv.
samningnum. Mörg Evrópuríki hafa þegar nýtt sér þessi
sveigjanleikaákvæði og munu gera það í auknu mæli á
næstu árum."

   Svo mörg eru þau orð.  Spurningin er hvers vegna þaga
ráðherrar umhverfis- og iðnaðarmála yfir þessum merku
upplýsingum ? Af því það hentar ekki þeirra málstað í því
að koma í veg fyrir byggingu olíuhreinsistöðvar með öllum
tiltækum ráðum !

Sjálfstæðisflokkurinn á leið til sósíaldemókratisma


   Því hefur löngum verið haldið fram að Sjálfstæðisflokkurinn
væri stærsti sósaldemókrataflokkurinn (Jafnarðarmannaflokk-
urinn) á Norðurlöndum miðað við íbúafjölda.. Eftir að ný
flokksforysta hefur tekið við Sjálfstæðisflokknum verða
spurningar um þetta sífellt ágengari.

   Eftir þingkosningarnar í vor átti Sjálfstæðisflokkurinn ein-
stakt tækifæri að skapa skörp skil í íslenzkum stjórnmálum 
til langframa. Eitthvað sem all flestir telja ákjósanlegt eins
og er víða í hinum vestræna heimi, þar sem annars vegar
eru borgaraleg öfl, eða stjórnmálaöfl til vinstri sem berjast
um völdin. Samstarf Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks
hafði gengið mjög vel s.l 12 ár, og var því kominn ákveðin
vísir að slíkri skiptingu í íslenzkum stjórnmálum. Þrátt fyrir
fylgistap Framsóknarflokksins í vor var hann tilbúinn til að
halda áfram hinu farsæla stjórnarsamstarfi. Því hafnaði hin
nýja forysta  Sjálfstæðisflokksins, og  bar  fyrir  of  veikum 
þingstyrk. Frjálslyndi-flokkurinn kom  þá  inn í myndina og
sagðist tilbúinn að koma að ríkisstjórninni,  henni til styrkt-
ar. Þessu hafnaði hin nýja forystusveit Sjálfstæðisflokksins,
og  glutraði  þar  með  gullnu  tækifæri að  sameina  öll hin
þjóðlegu borgaralegu öfl í ríkisstjórn,  í andstöðu við vinstri-
öflin í landinu. Þar með hefði getað komist á skörp skil í ís-
lenzkum stjórnmálum til langframa. Þess í stað gekk Sjálf-
stæðisflokkurinn til stjórnarsamstarfs við Samfylkinguna,
og leiddi sósíaldemókrata þar með til vegs og virðingar í
ríkisstjórn Íslands. Merkin sjást nú víða, framtaksleysi og
doði er ríkjandi á ný, auk  vinstrisinnaðara  áhersla  sem 
m.a koma svo vel fram í svokölluðum mótvægisaðgerðum 
ríkisstjórnarinnar vega minnkandi þorskkvóta. Stjórnar-
farið er því orðið meiriháttar sósíaldemókratiskt, jafvel
líka í utanríkismálum.

   Við aðstæður sem þessar skapast kjöraðstæður fyrir
stjórnmálaflokka sem skilgreina sig á miðju og til hægri í
íslenzkum stjórnmálum til að sækja fast á ríkisstjórnar-
flokkana, ekki síst Sjálfstæðisflokkinn, en hin nýja forysta
hans hefur algjörlega brugðist þeirri borgaralegu skyldu
sinni að halda vinstriöflunum í skefjum, og umfram allt
utan landsstjórnar.  Sterkt  og náið  samstarf Framsóknar-
flokks og Frjálslyndra ætti  því að verða augljós afleiðing
þess sem gerst hefur í íslenzkum stjórnmálum í dag. Þeirra
hlutverk er   mikilvægt í náinni framtíð í því að veita hinni
sósíaldemókratiskri ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðis-
flokks  verðugt aðhald, og helst að koma henni frá völdum
sem allra fyrst. - Þá gæti gott og náið  samstarf þessara
flokka haft bætandi áhrif á stefnu og hugmyndafræði þeirra
í framtíðinni, s.s á sviði fiskveiðistjórnunar og auðlindanýting-
ar í almannaþágu, íslenzkri þjóð til farsældar............





Viðskiptaráðherra vanhæfur


    Það er alveg með ólíkindum að sjálfur viðskiptaráðherrann
í ríkisstjórn Íslands skuli reyna sem mest að tala niður gjald-
miðil þjóðarinnar á sama tíma og mikil óvissa hefur verið á
peninga- og gjaldeysismörkuðum heims. Hvergi yrði það liðið
á byggðu bóli að ráðherra í ríkisstjórn talaði eins og Björgvin
G Sigurðsson gerði  á stöð 2 í gærkvöldi. Sagði íslenzka gjald-
miðilinn enga framtíð eiga fyrir sér, hefði enga trú á honum,
og allt í þeim dúr. Þvert á móti er það skylda allra ríkisstjórna,
þegar jafn mikil óvissa ríkir í peningamálum heimsins, að reyna
að standa vörð um sína heimamarkaði, að tala fyrir áframhald-
andi tiltrú aðila á gjaldmiðli viðkomandi ríkis og þeim markaði
sem hann stendur fyrir. Framferði ráðherra er því  með eindæm-
um, og hefur hann algjörlega opinberað vanhæfi sitt sem við-
skiptaráðherra í ríkisstjórn Íslands.

   Annars kemur framferði þessa ráðherra ekki svo á óvart
lengur. Fyrr í sumar þótti þessum sama ráðherra ekkert sjálf-
sagðara en að sækja flokksþing erlends stjórnmálaflokks.
Raðherra í ríkisstjórn Íslands á flokksþingi erlends stjórnmála-
flokks. - Viss landamæraskil og þjóðlegir hagsmunir virðast
þessum ráðherra vera  mjög framandi, sem gerir hann að
vanhæfum ráðherra.............



Vestfirðingar hafi forgang


  Í Fréttablaðinu í dag segir Ragnar Jörundsson bæjarstjóri
í Vesturbyggð ,, það er einkennilegt ef þeir sem  séu búnir
að sækja um losunarheimildir séu komnir í forgang þegar
byggðarmál á Vestfjörðum séu jafn slæmu ástandi og raun
ber vitni. Ég vil að olíuhreinsunarstöð hafi forgang á annað.
Þarna er nýtt tækifæri sem myndi bjarga heilu byggðarlagi.
Ég græt það ekki þó eitt álver þurfi að frestast eitthvað þar
sem þéttbýli er og mikil þennsla. Við erum með kjöraðstæður
á Vestfjörðum til þess að gera eitthvað af þessu tagi."

  Sem kunnugt er sá umhverfisráðherra öll tormerki á því
að þessi olíuhreinsistöð yrði reist, þar sem hún rúmaðist
ekki innan losunarheimilda Íslands á gróðurhúsalofttegund-
um. Þesu hefur Ólafur Egilsson einn af talsmönnum stöðvar-
innar mótmælt og í Fréttablaðinu í dag kemur fram að hann
hafi óskað eftir fundi með umhverfisráðherra til að ræða þau
mál. Í fréttum RÚV í gær sagði Hafsteinn Helgason hjá Línu-
hönnun ,,tækninni fleygja fram og útblástur frá nýjustu olíu-
hreinsistöðvum minnki stöðugt."

  Ljóst er er að sterk öfl innan Samfylkingarinnar ætla sér
að koma í veg fyrir þetta þjóðþrifamál með öllum ráðum.
Þar sem hér er um  svo gríðarlegt hagsmunamál að ræða 
fyrir vestfirskt samfélag og þjóðina í heild verða slíkum aftur-
haldsöflum einfaldlega ekki líðið það. - Stórpólitísk átök um
mál þetta virðist því vera í uppsiglingu....  

Tvískinningurinn er algjör !



   Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra gaf út þá
yfirlýsingu fyrir nokkru, að hann myndi leyfa olíuleit
fyrir Norðurlandi næsta sumar.

  Það má sem sagt leita að olíu, það má þá væntan-
lega finna hana, og þá í framhaldinu að vinna hana.
Hins vegar má ekki hreinsa hana.

  Hversu lengra er komist í pólitískum tvískinnungi ?

 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband