Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Vinstri grænir fagna vasklegri framgöngu


   Félagsfundur Vinstri grænna í Reykjavík hefur sent frá
sér ályktun þar sem framgöngu fulltrúa þeirra í Reykjavík
er fagnað, í því upplausnarástandi sem ríkt hafi síðustu
daga, eins og segir í þeirra ályktun.   Það er greinilegt
að Vinstri grænir kunna ekki að skammst sín fremur en 
Samfylkingin. Því það voru einmitt fulltrúar þeirra og Sam-
fylkingar sem hvöttu til  múgæsinga  og  yfirgengilegra
skrílsláta í Ráðhúsi Reykjavíkur í vikunni.

  Í ljósi þess hvaða allskyns róttæklingar og furðufyrirbæri
starfa og þrifast innan vébanda Vinstri grænna kemur
svona ályktun ekki á óvart. Öllum  er enn í fersku minni
þegar fulltrúar Vinstri Grænna tóku upp hanskann fyrir
erlendum uppvöðsluseggjum í svokölluðum Saving Ice-
land í sumar. Almenningur á Íslandi blöskraði þá hversu
róttæklingarnir úr Vinstri-grænum voru tilbúinir til að verja
öll lögbrot og skemmdarverk þessara erlendu iðjuleysingja
í bak og fyrir. Virðing fyrir lög og reglu virðist ENGINN þar á
bæ.  Ekki frekar en fyrri daginn.

   Óskiljanlegast er þó framkoma Samfylkingarinnar og þá
helst Dags B Eggertssonar varðandi skrílslætin í Raðhúsinu.
Eða eins og sagt er í Staksteinum í dag. ,, Enda hafði títt-
nefndur Dagur ekkert við framkomu pallagesta að athuga
þegar fjölmiðlar ræddu við hann. Virtist raunar hæstánægður
með að  skrílslæti hefðu tímabundið tekið öll völd í ráðhúsinu.
Eru þetta ekki kölluð hamskipti?"

  Hamskipti vinstrisinna í vikunni verða þeim til ævarandi
skammar. Svona fólki er ekki treystandi í stjórnmálum á
Íslandi.
mbl.is Fagna vasklegri framgöngu í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afar ósmekkleg aðför að nýjum borgarstjóa


   Í ítarlegum viðtölum í blöðum í dag við Ólaf F.Magnússon
borgarstjóra kemur fram hversu rætin og ósmekkleg að-
förin hefur verið að hans persónu  að undanförnu. Hámarki
náðu þessi aðför við kjör hans sem borgarstjóra í Ráðhúsinu
í vikunni.  Skrílslætin þar voru með eindæmum.

  Þá má til sanns vegar færa og eins og kemur m.a fram í
leiðara Mbl. í dag að ,,forystumenn Samfylkingarinnar hafa
staðið fyrir ósæmilegri aðför að nýjum borgarstjóra, Ólafi F
Magnússyni. Sú aðför hófst með tilraun þeirra til að koma
í veg fyrir, að hann tæki sæti í borgarstjórn, sem hann var
kjörinn til setu í, með því að krefjast heilbrigðisvottorðs,
þegar hann sneri til baka úr veikindaleyfi. Það er ekki hægt
að krefja kjörinn fulltrúa um slíkt vottorð og sú gjörð var
Degi B. Eggertssyni, lækni og fyrrverandi borgarstjóra til
skammar".

  Þessi krafa fyrrverandi meirihluta um að þeirra samstarfs-
maður framvísaði læknisvottorði er með hreinum ÓLÍKINDUM.
Hefði sá sem hér skrifar verið beðinn um slíkt í fótsporum
Ólafs hefði slík beiðni verið UMSVIFALAUST HAFNAÐ og tekið
sem GRÓFASTA MÓÐGUN og LÍTILSVIRÐING við viðkomandi.
Hefði ALDREI getað treyst eða unnið með slíkum samstarfs-
aðilum framar. Ekki síst þar sem fyrrverandi borgarstjóri
er LÆKNIR sjálfur, og átti að vita manna best hversu slík
beiðni  var  GJÖRSAMLEGA FRÁLEIT og meiðandi.  Þvílíkur
HROKI og LITILSVIRÐING sem þarna var sýnd af fyrrverandi
samstarfsfólki Ólafs í fyrrverandi meirihluta! Svo talar þetta
fólk um að Ólafur F Magnússon hafð sýnt því trúnaðarbrest.
ÞVÍLÍK ÖFUGMÆLI  !

   Því er vert að taka undir leiðara Mbl. í dag að ,,Reykvíkingar
eiga að svara þessari aðför forystumanna Samfylkingarinnar
að Ólafi F. Magnússyni borgarstjóra með því að slá skjald-
borg um hann í nýju, víðamiklu og erfiðu starfi, og veita
honum þann stuðning, sem hann þarf til þess að koma þeim
umbótum í framkvæmd, sem hugur hans stendur til".
    
   Forystumenn Samfylkingarinnar ættu að SKAMMAST SÍN !!
mbl.is Ólafur: Aðalatriði að ég starfi af heilindum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erich Kástner látinn


   Stundum er maður minntur á hversu löngu liðnir atburðir
eru okkur nálægðir í tíma og rúmi. Það að Erich Kástner, sem
barðist í FYRRI heimsstyrjöldinni 1914-1918, er nú látinn,
107 ára, er slík áminning.

   Talið er að yfir 10 millj. hermanna hafi fallið og yfir 20 millj.
hermanna særst, í stríði þessu,  auk þess fórust margir
óbreyttir borgarar.

   Erich Kástner var einn af þeim sem barðist  hetjulega fyrir
sínu föðurlandi.

   Blessuð sé minning Erichs Kástners, sem var síðasti
þýzki hermaðurinn úr fyrri heimsstyrjöld sem horfinn er
nú yfir móðuna miklu..........

   Vonandi að slíkir atburðir endurtaki sig aldrei aftur!


mbl.is Síðasti þýski hermaðurinn úr fyrri heimsstyrjöld látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstrisinnuð borgaraleg óhlýðni


   Nú er komið á daginn að skrílslætin í Ráðhúsi Reykjavíkur í
gær voru meir og minna þaulskipulögð af Vinstri-grænum og
Samfylkingunni. Meir að segja gekk einn  borgarfulltrúi Sam-
fylkingarinnar svo langt í viðtali í RÚV í hádeginu í dag að
verja skrílslætin í bak og fyrir, taldi EKKERT athugavert við
það þótt fresta varð fundi borgarstjórnar í heilan klukkutíma
vegna ólátanna. Þá hefur einnig komið á daginn að hluti
uppvöðsluseggjanna var úr nágrannasveitarfélugunum.
Þetta minnir meiriháttar á mótmælaaðgerðir Saving-Iceland
í sumar, en meginþorri þeirra voru útlendingar.  

   Allir vita að innan Vinsri grænna eru margar vistarverur
fyrir hina ýmsu hópa róttæklinga og anarkista sem enga
virðingu bera fyrir lög og rétti. Hins vegar er það athyglis-
vert þegar fulltrúar Samfylkingarinnar verða uppvísir af
slíku,  sbr. áður  nefndur  borgarfulltrúi, svo og  formaður
ungliða flokksins sem hafði sig mest í frammi í hinum ólög-
legu aðgerðum í Ráðhúsinu í gær.

   Skrílslætin hafa verð harðlega fordæmd hvarvetna, enda
bein ögrun við lýðræðið í landinu.  Þess vegna er full ástæða
að spyrja á hvaða leið er Samfylkingin í dag?  
  

    

 


Róttækir fámennir menntskæklingar mótmæltu


   Í viðtali við einn starfsmanna ráðhúsins í fréttum í kvöld
kom fram að aðal mótmælahópurinn sem mest hafði sig í
frammi í Ráðhúsinu í dag hafi verð róttækir menntskælingar.
Í raun var þessi hópur vinstrisinnaðra róktæklinga mjög fá-
mennur, en hafði hátt, og vakti mikla athygli í samræmi við
það. Ekki síst fjölmiðlaathygli. Allar fullyrðingar um að þarna
hafi verið mkil mótmæli að ræða eru því hlægilegar. Allra síst
að þarna hafi verið sögulegt að sjá rödd hins almenna borg-
ara mótmæla,  eins og haft var eftir Margréti Sverrisdóttir.
Þvílíkur þvættingur! Í mesta lagi hefur þarna verið um 20-30
hávaðaseggi  að ræða.  Það er nú allt of sumt!

    Skemmst er að minnast hins fámenna hóps svokallaðs Saving
Iceland í sumar, sem allt ætlaði vitlaust að gera í fjölmiðlum.  Sá
hópur vinstrisinnaðra róttæklinga og anarkista fékk því miður
óskoraða athygli fjölmiða. - Í raun hefði átt að vísa þeim hópi
strax úr landi, því aðal kjarni hans var erlendur uppvöðsluskríll
sem þverbraut öll lög og reglur hvað eftir annað. Alvarlegast þá
var þegar margir fulltrúar Vinstri grænna tóku upp hanskann fyrir
þeim skrílslátum og lögbrjótum. Það gera þeir raunar nú líka
varðandi uppákomuna í Ráðhúsinu í dag, en athyglisvert er að
fulltrúar Samfylkingar gerðu það nú líka. Formaður ungra jafn-
aðrmanna var sér til háborinnar skammar!

    Uppákoma hinna fámennu í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag var
skandall og ekki til sóma þeim sem að henni stóðu. Að stöðva
borgarstjórnarfund með hrópum, köllum og öðrum skrílslátum
er mjög alvarlegur hlutur. Tilræði við lýðræðið, og lög og reglur
sem stjónskipulag Íslands byggir á.  Á slíku tilræði ber að taka,
og það með föstum tökum..........
 
   Borgaraleg óhlýðni er alvarleg. Því hefur hér á bloggsíðunni
í dag  verið hvatt til þess að öll hin borgarsinnuð stjórnmálaöfl
á Íslandi fari nú markvisst að vinna saman í borg og bí og í land-
stjórn. - Og það til langframa ! 
mbl.is Segja atburðina í Ráðhúsinu sögulega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur F. Magnússon borgarstjóri


  Það er vert að óska Ólafi F. Magnússyni til hamingju með
borgarstjóraembættið, og raunar okkur borgarbúum einnig.
Fyrrverandi meirihluti var hvorki fugl né fiskur, gjörsamlega
óstarfhæfur, enda ekki einu sinni samstaða innan hans um
málefnasamning.

  Hér á bloggsíðu minni hefur sú skoðun verið sett fram að
til að styrkja ennfrekar núverandi meirihluta eigi Framsókn-
arflokkurinn að koma að samstarfinu. Gæti slíkt orðið til þess
að hin borgaralegu öfl færu loks að vinna markvisst saman
til frambúðar, bæði í bæjar-og sveitarstjórnum svo og í lands-
stjórninni. Það er kominn tími til að hið pólitíska samkrull í
íslenzkum stjórnmálum linni, og að kjósendur fái skýra val-
kosti eins og gerist í okkar helstu nágrannaríkjum. Þar vinna
hin borgaralegu öfl á mið/hægri kanti saman. Slíkt samstarf
þarf að byggjast upp hér á landi, og það sem fyrst, sbr.
pístill minn hér fyrr í dag.
mbl.is Ólafur tekur við lyklum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstrisinnuð skrílslæti í Ráðhúsinu


   Það var vægast sagt  ömurlegt að  vera vitni  af  pólitískum
skrílslátum fárra vinstrisinnaðra róttæklinga í Ráðhúsi Reykja-
víkur í dag. Ömurlegast  var  þó að  sjá  og heyra  fráfarandi
borgarstjóra og aðra  borgarfulltrúa  Samfylkingarinnar taka
undir þessi skrílslæti, og réttlæta þau - Það að löglega kjörnir
borgarfulltrúar skuli hafa  verið  stöðvaðir  með fundarhöld  í 
Ráðhúsinu er skandall, ekkert annað en gróft  tilræði  við  lög,
reglur og  lýðræðið í landinu. - Þarna  hefði  lögregla átt  að
grípa í taumanna þegar í stað...

   Sem betur fer hafa hinum afturhaldssömu vinstriöflum nú verið
komið frá í borgarstjórn Reykjavíkur. - Það sama þarf að gerast í
landsstjórninni með myndun borgaralegrar ríkisstjórnar, og það
sem allra fyrst.  
mbl.is Mótmælendur yfirgefa Ráðhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn komi að nýjum borgarstjórnarmeirihluta


   Nú þegar Björn Ingi Hrafnsson hefur tekið þá réttu ákvörðun
að hætta  sem borgarfulltrúi  Framsóknarflokksins í  Reykjavík
hefur skapast ný pólitísk staða. Ekki bara í pólitíkinni í Reykjavík,
heldur jafnvel á landsvísu. Svo virðist að sögulegar sættir séu
að náðst milli Sjálfstæðismanna og Frjálslyndra með myndun nýs
meirihluta þessara flokka í borgarstjórn Reykjavíkur. Skv skoðana-
könnun Fréttablaðsins nýtur þessi meirihluti stuðning stórs hluta
kjósenda þessara flokka. Athygli vekur að verulegur hluti kjósenda
Framsóknarflokksins eða tæpur helmingur styður hinn nýja meiri-
hluta, þrátt fyrir þau miklu átök sem geysað hafa innan flokksins í
Reykjavík að undanförnu. Í ljósi þess að hinn nýji borgarstjórnar-
meirhluti þarfnast styrkari stoða, og þess að mikilvægt er að Fram-
sóknarmenn sliðri nú sverðin eins og formaðurinn kallar eftir, á
Framsóknarflokkurinn sem miðjuaflið í íslenzkum stjórnmálum að
koma inn í hinn nýja meirihluta  Sjálfstæðisflokks  og  Frjálslyndra.  
Það gæti svo orðið undanfari að mun víðtækara samstarafi þessara
borgaralegu flokka í framtíðinni, bæði í sveitarstjórnum og á lands-
vísu. Þá loks hefði myndast  tveir pólar  í íslenzkum  stjórnmálum 
sem all flestir kjósendur  kalla eftir. Víðast hvar í okkar nágranna-
löndum takast á tvær pólitískar blokkir, hin borgaralega mið- og
hægriafla og sú til vinstri.  Þannig á það einnig að vera á Íslandi.
Hreinar og klárar pólitískar línur sem kjósendur geta gengið að
sem vísu. Núverandi samkrull í íslenzkum stjórnmálum gengur ekki
lengur, og er lýðræðinu hættulegt. Hin pólitíska upplausn í Reykja-
vík er gott dæmi um það, og óeiningin innan núverandi ríkisstjórnar.

    Framsóknarflokkurinn hefur ætíð skilgreint sig sem miðjuflokk og
miðjuaflið í  íslenzkum  stjórnmálum. Þess vegna á  flokkurinn mun
meiri samleið með borgaralegum flokkum en hinum til vinstri. Hins
vegar hefur flokkurinn undanfarið fjarlægst allt of hinar upprunalegu
ÞJÓÐLEGU rætur sem hann er sprottinn af. Þannig hefur daður sumra
flokksmanna við Evrópusambandsaðild t.d stórskaðað ímynd þess
ÞJÓÐLEGA MIÐJUFLOKKS sem Framsóknarflokkurinn á að vera. Enda
fylgið eftir því í dag. Númer eitt er að  stjórnmálaflokkur  hafi skýra
og klára ímynd og alllir viti fyrir  hvað hann stendur hverju sinni, OG
GETI TREYST ÞVÍ ! 

    Framsóknarflokkurinn á því að taka þátt í hinum nýja meirihluta í
Reykjavík. Öll pólitísk rök hníga að því, bæði fyrir stjórnmálin á Ís-
landi og Framsóknarflokkin sjálfan..........
mbl.is Framsóknarmenn slíðri sverðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er R-listinn að endurfæðast ?

 

   Af fréttum að dæma verður ekki annað séð en að R-listinn sé
að endurfæðast. Á maður virkilega að trúa því að Framsóknar-
flokkurinn ætli að láta sig hverfa inn í hræðslubandalag vinstri-
manna aftur? Reynslan af slíku samstarfi til 12  ára  þurrkaði
nánast flokkinn út  á höfuðborgarsvæðinu! Á aldrei að læra af
reynslunni? Er Framsóknarmönnum í Reykjavík kannski ekki
sjálfrátt lengur ? Hvert klúðrið og uppákoman rekur aðra.  Nýtt
R-listasamstarf yrði topurinn á öllum aulahættinum  undanfarið
og  sem þýddi  klárlega endalok flokksins í Reykjavík.........

   Er það það sem menn stefna að?


mbl.is Töldu Margréti með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jákvæð niðurstaða fyrir borgarbúa


   Vinstri meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur er fallinn.
Fyrir alla frjálslynda og borgarasinnaða kjósendur hlýtur það
að vera gleðiefni. Hef ætíð hér á blogginu hvatt til þess að
öll hin borgaralegu öfl í stjórnmálum á Íslandi starfi saman
í sveitarstjórnum og landsstjórn. Myndi þannig borgaralega
blokk gegn hinum sundruðu og afturhaldssömu vinstriöflum.
Því miður sundraðist meirihluti Sjálfstæðismanna og Fram-
sóknarmanna í borgarstjórn fyrir nokkrum mánuðum fyrir
meiriháttar klúður. Nú hefur verið myndaður nýr borgaraleg-
ur meirihluti Frjálslyndra og Sjálfstæðismanna í borgarstjórn
Reykjavíkur, og ber að fagna því. 

  Vonandi er þetta upphaf að mikilli uppstokkun í íslenzkum
stjórnmálum. Uppstokkun sem leiðir til þess að tvær blokkir
takast á, þeir sem standa á mið/hægri kanti annars vegar
og þeir sem eru til vinstri.

  Hin pólitísku átök sem eiga sér nú stað í Framsóknarflokkunum
endurspeiglar þessa pólitíska uppstokkun í stjórnmálum á Íslandi
í dag að stórum hluta.  Ætlar Framsóknarflokkurinn  að vera  frjáls-
lyndur flokkur á ÞJÓÐLEGUM GRUNDVELLI, standa vörð um ÞJÓÐLEG
GILDI OG VIÐHORF  með  félagslegar áherslur  að  leiðarljósi, eða
verða lítill og áhrifalaus Evrókrataflokkur við hliðina á Samfylkingunni?

   Sjálfstæðisflokkurinn þarf líka að fara að skerpa sína pólitísku
framtíðarsýn. Ætlar flokkurinn að verða leiðandi afl hinna borgara-
legu flokka ? Láta samstarf við þá hafa forgang í sveitarstjórnum
og landsstjórn?  Samstarf hans við hina sósíaldemókratisku Sam-
fylkingu ber ekki  vott um það. - Vonandi að á því verði breyting
fljótt og það til langframa. - Þannig að kjósendur hafi hreint og
klárt val milli ólíkra pólitíska blokka í framtíðinni eins og þekkist
viðast hvar í okkar nágrannalöndum. - Þá væri lýðræðið fyrst farið
að virka.

    Til hamingju með borgarstjóraembættið, Ólafur F Magnússon.


mbl.is Ólafur og Vilhjálmur stýra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband