Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Einhliða evru-upptekning RUGL!


   Enn og aftur er það endurtekið frá talsmönnum ESB að
einhliða evru-upptekning er ekki skynsamlegt og nánast
út í hött. Kom þetta nú síðast fram í dag á fundi Geirs H.
Haarde forsætisráðherra og forsætisráðherra Luxemborg-
ar.

  Hversu oft þurfa talsmenn ESB að margtyggja sama fras-
an um evruna fyrir sumum hérlendis sem telja skynsamlegt
að taka upp evru án þess að ganga í ESB og myntbandalag
þess? Og í raun er fáránleikinn sá sami, hvort sem það er
evra eða einhver annar gjaldmiðill. Það er GJÖRSAMLEGA
út í hött að taka upp erlendan gjaldmiðil SEM VIÐ HÖFUM
ENGA AÐKOMU AÐ.  Gjörsamlega út í hött, og þeir stjórn-
málamenn sem halda að það sé einhver glóra í slíku, eiga
að leita sér að annari vinnu.

  Þeir sem  ekki  telja skynsamlegt að eins  lítill gjaldmiðill
og krónan  eigi EKKI að vera  algjörlega  FJLÓTANDI, eiga
frekar að vilja að hún tengist erl. myntkörfu  eða öðrum
gjaldmiðli með ákveðnum frávikum. Hálfgert FASTGENGI. 
Alltaf er hægt að bakka út úr slíku ef reynslan af því verður
neiðkvæð. Úr erlendri mynt verður hins vegar EKKI aftur
snúið þótt reynslan verði mjög neikvæð.

  Að lokum er svo vert að minna á þá staðreynd að ef meiri-
háttar krísa eða kreppa skapast á alþjóðlegum peninga-
mörkuðum, hlýtur það að vera STYRKUR  fyrir Ísland að ráða
yfir EIGIN GJALDMIÐLI. Sem í slíku ástandi væri nánast hægt
að handstýra eingöngu með þjóðarhagsmuni í huga meðan
slíkt ástand gengi yfir.  Með erlendan gjaldmiðil yrðum við
hins vegar ofurseld allt öðrum lögmálum og hagsmunum en
okkar eigin.........

  Svo einfalt er það !
mbl.is Juncker: Einhliða upptaka evru ekki skynsamleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er þessi Obama ?


   Hef aldrei haft neinn sérstakan áhuga á bandariskum
stjórnmálum. Og því ennþá  síður verið  stuðningsmaður
bandariskrar utanríkisstefnu gegnum tíðina. Hins vegar
kemst maður ekki hjá því að horfa á  a.m.k  með  öðru
auganu á baráttuna í bandarisku forsetakosningunum.
Sem mér finnst reyndar oftar en ekki skrumskæling á
lýðræðinu.

  Það nýjasta í gær voru fréttir af þessum Obama um að
hann væri líklega múslimi inn við  beinið  og hefði  verið  í
tengslum við erlend hryðjuverkasamtök á sínum yngri árum
sbr. DV í gær.  - Ekki skal hér dómur kveðinn upp um það
hér. En mikil lífandis ósköp er maðurinn eitthvað svo í átt
að vera  uppglenningur! - Er örugglega ekki treystandi fyrir
horn! Hvað þá meira!  Ekki frekar en Bush & Co.

  Já. Hver er þessi Obama?  Í raun ?

   Skil því alls ekki í þessum vinsældum hans. Allra síst hér
uppi á Íslandi....
mbl.is Mynd af Obama veldur uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álið bjargvætturinn í efnahagslægðinni !


   Nú þegar hvert óveðursskýið hrannast upp í efnahagsmálum,
nú síðast loðnuveiðibann, geta menn rétt ímyndað sér hvernig
ástandið væri, ef ekki hefði komið til hinnar miklu uppbyggingar
í áliðnaði á undanförnum árum undir forystu  fyrrverandi ríkis-
stjórnar. (Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks) .Og nú er svo
komið að útflutningstekjur á áli gæti orðið meiri en af sjávarút-
vegi á þessu ári. Þetta er ómetanlegt fyrir þjóðarbúið allt, þegar
að kreppir eins og allt bendir til. Því er nauðsynlegt  að  við
höldum áfram að nýta þær orkulindir sem við höfum yfir að ráða,
svo framanlega sem við ætlum að halda hér uppi ásættanlegu
velferðarþjóðfélagi. Framleiðsla sem eykur þjóðar-og ekki síst
gjaldeyristekjur er þar frumforsenda þess. Það er ekki flóknara
en það...

   Brýnt er  því  að  menn  standi  vörð  um   svokallða  ,,íslenzka
ákvæðið" sem við féngum í Kyoto-samkomulaginu 1995-1997 varð-
andi nýtingu endurnýjanlegrar orku. En svo virðist sem Samfylking-
in ætli að koma í veg fyrir það eins og svo með mörg önnur þjóð-
þrifamál.  Það má ALLS EKKI GERAST, og allra síst eins og efnahags-
horfur eru í dag og í ljósi mikils aflasamdráttar. Ríkisstjórnin er að
komast í eindaga með ákvarðanatöku í málinu.  Hinar nauðsynlegu
álversframkvæmdir við Húsavik og Helguvík gætu fallið eða staðið
með því að íslenzka ákvæðið haldi.

  Menn geta svo hugsað hver staða okkar væri í dag ef stefna t.d
Vinstri-grænna hefði ráðið för í nýtingu orkuauðlindanna á síðustu
árum. Þá væri hér virkileg hætta á alvarlegu kreppuástandi. Sem
betur fer hafa Vinstri grænir verið áhrifalausir í landsstjórninni og
hafa því ekki getað komið í veg fyrir þá mikilvægu uppbyggingu
sem orðið hefur í ísleznsku atvinnulífi. Því miður hefur Samfylkingin
nú komist til óheillavænlegra áhrifa í íslenzkum stjórnmálum og er
nú orðin helsti dragbíturinn í allri atvinnulegri uppbyggingu.

   Íslenzka þjóðin þarf nú á að halda kröftugri borgaralegri ríkisstjórn
sem hikar ekki við að ráðast í þau verkefni sem viðhalda stöðugum
hagvexti og hagsæld, ÍSLENZKRI  ÞJÓÐ til heilla!!!!!! 

  


Kosovo. Mun Ingibjörg Sólrún flækja Ísland í Íraksstríð nr.2 ?


   Atburðirnir eftir einhliða sjálfstæðisyfirlýsingu Kosovo í
gær og í dag sýna að stutt er í kveikjuþráðinn á Balkan-
skaga. Ljóst er að Bandarikjastjórn er höfuðgerandin
í málinu og ætti því ekki að koma á óvart hörð mótmæli
Serba við bandariska sendiráðið í Belgrad í gær. 

  Evrópa er þverklofin í málinu. Gegn sjálfstæðisyfirlýs-
ingunni fer stærsta ríki Evrópu, Rússland. Innan Evrópu-
sambandsins ríkir alvarlegur klofningur til málsins. Því
verður með engu móti trúað að íslenzk stjórnvöld ætli
að flækja Íslandi inn í þessa flóknu og hættulegu deilu.
Eða ætlar Ingibjörg Sólrún utanríkisráðherra virkilega
að flækja Ísland í annað Íraksstríð, eins og hún hefur
sterkleka gefið í skýn ?

  Eiga mistökin varðandi Íraksstríðið virkilega eftir að
endurtak sig, og nú undir forystu Ingibjargar Sólrúnu
Gísladóttir ? 
mbl.is Sendiráðsárásir fordæmdar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farið að hvessa á stjórnarheimilinu


   Heldur betur  er farið að  hvessa  á  stjórnarheimilinu.
Skrif  Össurar  Skarphéðinssonar, iðnaaðarráðherra, um
Gísla Martein Baldursson  eru með  hreinum eindæmum.
Það er eins og  ráðherrar Samfylkingarinnar  átti sig ekki
á gjörbreyttri persónulegri stöðu sinni við það að setjast
í stól  ráðherra í  ríkisstjórn Íslands. Þannig  er munnsöfn-
uður Össurar sem ráðherra  um Gísla Martein alls ekki við
hæfi. Á sama hátt var það Björgvini G Sigurðssyni alls ekki
við hæfi þegar hann sótti flokksþing breska Verkamanna-
flokksins í sumar, þá sem ráðherra í ríkisstjórn Íslandi. Auk
þess sem það hefur alls ekki verið við hæfi þegar sami ráð-
herra þráfaldlega talar niður mynt þjóðarinnar, og það sem
viðskiptaráðherra.   - Það er eins og að ráðherrar Samfylk-
ingarinnar geri í því að verðfella embætti ráðherra á Íslandi.
Kannski einn liður í Evrópusambandsferli þeirra.

  Myndun núverandi ríkisstjórnar þar sem óstjórntækir sósíal-
demókratískir Evrópusambandssinnar voru leiddir til vegs og
virðingar í íslenzkum stjórnmálum, voru herfileg mistök. Sjálf-
stæðismenn eru loks farnir að súpa seyðið af því.  Og verði
þeim það að góðu!

Færeyingar lýsi yfir sjálfstæði !


  Í kjölfar þess að Danir hafa nú viðurkennt Kosovo og allt
bendir til að Ingibjörg Sólrún hafi ákveið að gera það líka,
ættu Færeyingar að nota tækifærið og lýsa yfir sjálfstæði.
Varla færu Danir að koma í veg fyrir slíkt því Færeyingar
eru sérstök þjóð en Kosovar ekki. Og ekki myndi standa
á Ingibjörgu Sólrúnu, stór hluta ESB og Bandaríkjanna, 
að viðurkenna sjálfstæði Færeyinga, eða hvað ?

  Svo gætu Grænlendingar komið strax á eftir ... 


  Þannig.  Áfram Færeyingar !!!!
mbl.is Verður að tryggja mannréttindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslamistaplága líka í Noregi


  Skv frétt RÚV í  kvöld varar  norska  leyniþjónustan við
hryðjuverkum  öfgasinnaðra íslamista í Noregi. Af ótta
við hryðjuverk verður gatan sem flest ráðuneytin standa
við í miðborg Ósló girt  af. Norska  leyniþjónustan varar
við aukinni öfgahyggju íslamista. Borgarstjórn Ósló sagði
í fyrstu nei við kröfum um lokun hennar en hefur nú látið
undan  rökum lögreglu og hryðjuverkasérfræðinga sem
segja hægan leik að aka bíl, hlöðum  sprengiefni,  inn í
ráðuneytin í götunni. Götunni verður því lokað allri umferð.
Eigendur eigna í miðbæ Óslóar hafa lengi barist gegn því
sem er að verða  að  veruleika. Þeir óttast að þetta sé
aðeins fyrsta skrefið  og að  mun fleiri  götum verði lokað
af ótta við hryðjuverk öfgasinnaðra íslamista.

  Þetta er að verða alvarlegt umhugsunarefni. Höfum síð-
ustu daga verið vitni af öfgasinnuðum íslamistum með
stuðningi stjórnleysingja og vinstrisinnaðra róttæklinga
berja, bramla og brenna eigur saklausra borgara í Dan-
merku. Og nú koma fréttir frá Noregi að norsk ráðuneyti
eru talin í stórhættu fyrir þessum sömu íslömskum öfga-
hópum.

   Fer þetta nú  ekki að  verða  nóg komið?  Fara þeir m.a
hér á landi sem reynt hafa að verja skrílslætin í Danmörku
ekki að hugsa sinn gang? 

   Liggja staðreyndirnar nú ekki fyrir ?  Og viðbrögðin sem
þarf að taka í framhaldi af því?

Hver mun bera ábyrgð á Öryggisráðsruglinu ?


   Í viðtali á RÚV  í morgun við Hjálmar W. Hannesson sendiherra
hjá Sameinuðu þjóðunum kom fram, að á brattan væri að sækja
fyrir Ísland að komast í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Hefur
það ekki legið ljóst   fyrir  frá upphafi? Hver meðal-hálfviti hefur
getað sagt sér það. Í raun hefur ALDREI verið  minnsti  möguleiki
á að Ísland kæmist í þetta  öryggisráð. Þar fyrir utan hefur Ísland
EKKERT þangað að gera. Gjörsamlega ekki nokkurn skapaðan hlut!

  Fyrir liggur að í þetta rugl er þegar búið að sólunda fleiri hundruð-
um milljónum. Og þegar upp verður staðið verur a.m.k heill milljarður
sem hefur farið í þennan hégóma ÖRFÁRRA misvitra stjórnmála-
manna. - Og eftir sitjum við, þjóðin og skattborgarar þessa lands,
í súpunni.

   Þar sem svo augljóst OFUR-RUGL er að ræða, (REI-mál nr.2)  sem
hefur verið hægt að stöðva frá upphafi,  hlýtur þjóðin að eiga kröfu
á að fá að vita hverjir ætla að axla póitíska ábyrgð á þessu pólitíska
hneyksli.

  Eða halda ráðamenn að  VIÐ, þjóðin,  séum algjör fifl ?

Hanna Birna næsti borgarstjóri ?


   Skv nýrri skoðanakönnun sem Capacent gerði fyrir
Stöð 2 vill yfirgnæfandi meirihluti áhugafólks um borg-
armál Hönnu Birnu Kristjánsdóttir sem næsta borgar-
stjóra. Kemur þetta alls ekki á óvart því Hanna Birna
hefur komið  fram sem sterkur og  trúverðugur stjórn-
málamaður. Vonandi að þessi  niðurstaða  auðveldi
Sjálfstæðismönnum  að komast úr þeirri pólitiskri krísu
sem herjað hefur á þá í höfuðborginni að undanförnu.

  Annað athyglisvert  við könnun þessa er ALGJÖRT
fylgishrun Framsóknarflokksins. Kominn niður í 2.9%.
Ljóst er að mjög mörg og ALVARLEG pólitísk misstök
hafa verið gerð á þeim bæ þetta kjörtímabil. Það að
ætla svo að spyrða flokkinn við ,,R-listamódelið" á ný
virðist ætla að ganga að flokknum dauðum!!!!!!!!!!!!!
R-listasamstarfið stór skaðaði Framsókn á sínum tíma
og varð til þess að fylgið hrundi í Reykjavík. Það sama
er að gerast nú. 

   Verði Hanna Birna næsti leiðtogi Sjálfstæðisflokksins
í borginni er komin upp gjörbreytt staða. Þá ætti Fram-
sókn jafnvel að hugleiða endurkomu í borgarstjórnar-
meirihlutann. Þann meirihluta sem Framsókn stóð
upphaflega að. - Það yrði það eina sem gæti bjargað
tilvíst Framsóknar í Reykjavík í dag.

   Hin ÞJÓÐLEGU  borgaralegu öfl á Íslandi VERÐA nú að
fara að VINNA  SAMAN. Á  sveitarstjórnarstigi  sem og á
landsvísu, í ríkisstjórn. Mynda þarf BORGARALEGA BLOKK
í íslenzkum stjórnmálum, eins og í okkar helstu nágranna-
löndum.
 
    Og það til LANGFRAMA!

  Ekki síst í ljósi síðustu skoðanakannana........


mbl.is Flestir vilja Hönnu Birnu sem borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin klofin varðandi Helguvík


   Ríkisstjórnin virðist þverklofin varðandi Helguvík. Skv.frétt
RÚV eru þau Ingibjörg Sólrún utanríkisráðherra  og Árni Mat-
hisen  fjármálaráðherra  algjörlega  ósammála  um hvort
framkvæmdir skulu  hefjast við  álver í Helguvík á árinu eða
ekki. Árni Mathisen hefur réttilega sagt tímasetninguna mjög
góða miðað við stöðu  efnahagsmála og  horfur í  íslenzkum
þjóðarbúskap. Þá  sé mjög  jákvætt  að  slíkar framkvæmdir
sendi skýr skilaboð um  auknar erlendar fjárfestingar hér á
landi og geti aukið miklilvæga trú á  íslenzka hagkerfinu. Ingi-
björg telur hins vegar tímasetninguna slæma, og finnur fram-
kvæmdunum við Helguvík allt til foráttu.

  Það er alltaf að  koma betur og  betur í  ljós hversu  mikill
dragbítur Samfylkingin er að verða fyrir íslenzkt efnahagslíf.
Ef fram heldur sem horfir blasir við allsherjar kreppa á Ís-
landi eða a.m.k verulegur samdráttur og stöðnun. Það er
eins og Samfylkingin sé að vinna markvíst að slíku ástandi.
Ástandi, sem hún telur ákjósanlegt til að koma Íslandi inn
í Evrópusambandið. - Sterkt og öflugt Ísland þarf aldrei á
Brussel að halda!

  Slíkum óþjóðlegum afturhaldsflokki þarf að koma frá
völdum SEM ALLRA FYRST ! 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband