Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Innra eftirlit var nauðsynlegt !


   Þegar símahleranir lögreglu á árunum 1949-1968 eru skoðaðar
verða menn að hafa í huga ástands heimsmála á þessu tímabili.
Þá rikti hugmyndarfræðilegt pólitískt stríð milli austurs og vesturs.
Heimskommúnisminn var virkileg ógn við þjóðir heims, enda mark-
mið hans kommúnisk heimsbylting og heimsyfirráð.

  Því miður voru allt of margir hérlendis sem vonuðust eftir Sovét-
Íslandi og tóku fullan þátt í alþjóðasamstarfi kommúnista. Gan-
vart slíkum mönnum var því full ástæða að hafa eftirlit. Enda var
hverskyns njósnastarfasemi ástunduð til hins ýtrasta á tímum
kalda stríðsins, og barnaskapur að halda að hún hafi ekki náð
til Íslands.  Sovétmenn ráku hér á landi t.d öfluga njósnastarfs-
semi á sem flestum sviðum. - Auðvitað báru íslenzk stjórnvöld
á þeim tíma skylda til  að gera  ráðstafanir og fyrirbyggjandi
aðgerðir til að hafa hemil á slíkri utanaðkomandi ógn.

   Ekki skal hér neitt látið uppi um þá einstaklinga sem voru
beittir símahlerunum árin 1949-1968 en listi yfir þá birtist í Mbl.
í dag.  Dómsmálaráðherra telur ekki að íslenzka ríkið þurfi að
biðjast afsökunar vegna þessara símahlerana. Hann bendir
réttilega á, að telji einstaklingar að ríkið hafi á sér brotið, sé
eðlilegt, að um það sé fjallað á grundvelli laga og réttar.

 

 

 


mbl.is Engin afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Órói í þingflokki Sjálfstæðisflokksins


   Staksteinar Morgunblaðsins fullyrða í dag að órói sé í þingflokki
Sjálfstæðisflokksins vegna ummæla Þorgerðar Katrínar Gunnars-
dóttir varaformanns Sjálfstæðisflokksins um Evrópusambandið
fyrir nokkrum dögum. Benda Staksteinar í því sambandi á við-
brögð Árna M. Matthiesens fjármálaráðherra, Bjarna Benedikts-
sonar og Illuga Gunnarssonar þingmanna flokksins. En að baki
ummæla þeirra liggi sú skoðun þeirra að eitt af verkefnum vara-
formanns Sjálfstæðisflokksins sé að halda honum saman en að
sundra honum ekki.

  Í lokin segja Staksteinar að ummæli Þorgerðar Katrínar endur-
speigli ekki þau sjónarmið, sem fram hafa komið í umræðum í
þingflokknum um ESB.  -- ,, Nú hefur það að vísu gerst í sögu
Sjálfstæðisflokksins, að varaformaður hafi skapað sér pólitíska
sérstöðu, og er þá átt við Gunnar Thoroddsen. Og Þogerður
hefur auðvitað lýðræðislegan rétt til þess telji hún það henta
sínum hagsmunum. En til þess að gera það þarf hins vegar
sterkt pólitískt bakland innan flokksins" ,  segja Stakksteinar,
og telja slíkt bakland greinilega ekki vera fyrir hendi.

  Þarna er kannski komin ástæða fyrir skýrri afstöðu Geirs H.
Haarde forsætisráðherra á opnum fundi í gær. Þar tók hann
öll tvímæli um að Ísland ætti alls ekki að ganga  í ESB og
ekki að taka upp evru. Áður hafði komið fram hjá Geir að
ótímabært væri að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið
áður en að fyrir lægi um meirihlutavilja Alþings um slíka
aðild. Þá hefur Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagt
ekki tímabært að breyta stjórnarskránni áður en meirihluti
Alþings hafi samþykkt að ganga í ESB. - Allt er þetta þvert
á skoðanir Þorgerðar Katrínar varaformanns Sjálfstæðis-
flokksins.

  Greinilegt er að varaformaður Sjálfstæðisflokksins er mjög
einangraður í flokknum vegna ESB-afstöðu sinnar. Því var
mjög sterkt hjá Geir að tala skýrt og taka af skarið í þessu
stórpólitíska hitamáli allra tíma.

  Betur hefði farið ef Guðni Ágústsson formaður Framsóknar-
flokksins hefði tekið af skarið á miðstjórnarfundi flokksins í
byrjun maí varðandi afstöðuna til Evrópusambandsins. En
þar í flokki hefur varaformaður Framsóknarflokksins farið
fyrir fámennum en háværum hópi ESB-sinna. - Fyrir vikið
er Framsóknarflokkurinn stefnulaus í stærsta pólitíska hita-
máli lýðveldisins. Gafst upp á að hafa skoðun á málinu og
vill kasta því út úr þingsal Alþingis, þar sem málið á að 
ákvarðast  skv. stjórnskipan lýðveldisins.  Og hvergi annars
staðar.
mbl.is Geir: Ég vil ekki ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menntamálaráðherra veldur vonbrigðum !


   Menntamálaráðherra áformaði í vetur að úthýsa kristnum gildum
úr grunnskólalögum. Menntamálanefnd hefur nú komið í veg fyrir
þau áform. Og er það vel. Undirstrikað er kristna arfleið íslenzkrar
menningar. Því kristin trú er samofin íslenzkri þjóðmenningu í þús-
und ár. Erfitt er að skilja, hvað menntamálaráðherra gekk til í þessu.
Bar fyrir sig dóm Mannréttindadómstóls Evrópu hvað Noreg varðar,
en í áliti menntamálanefndar segir að ekki komi fram í dóminum að
það brjóti í bága við mannréttindasáttmálann að ríki meti og ákveði
innihald námskrár með tilliti til kristni, sbr. Mbl. í gær. - Menntamála-
ráðherra brást því þjóðlegri skyldu sinni að standa vörð um hin kristnu
gildi í skólum landsins.

  Fyrr í vetur var fast sótt að íslenzkri þjóðtungu. Vildu sumir ganga
svo langt að gera ensku jafnréttháa íslenzkri tungu m.a í viðskipta-
lífinu. Menntamálaráðherra lýsti því yfir að ráðherra ætlaði að beita
sér fyrir lagasetningu þess efnis, að íslenzk tunga skyldi vera ríkis-
tunga á Íslandi lögvarin í stjórnarskrá. Ekkert hefur bólað á þeim
áformum  menntamálaráðherra,  og  hefur  því ráðherra  brugðist
þjóðlegri  skyldu sinni hvað það varðar.

  Og nú síðustu daga virðist menntamálaráðherra einnig ætla að
bregðast þjóðlegri skyldu sinni með því að láta eftir ESB-sinnum
um stjórnarskrárbreytingu og þjóðaratkvæaðgreiðslu í þágu  ESB-
aðildar án þess að vilji Alþingis sé  efnislega ljós varðandi slíka
aðild. En það er einmitt meirihluti Alþings og vilji ríkisstjórnar sem
verður að ákveða hvort  að sótt verður um aðild að ESB ÁÐUR en
stjórnarskránni verði breytt í þá veru og þjóðaratkvæðagreiðsla
ákveðin.

  Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,  hefur
því  VALDIÐ MIKLUM VONBRIGÐUM  í mörgum veigamiklum málum
og viðhorfum á yfirstandandi þingi....

Loddaralist, ósk um þjóðarvilja án þingvilja


   Þorsteinn Pálsson ritsjóri Fréttablaðsins skrifar afar athyglisverðan
leiðara í blað sitt í dag sem hann kallar Loddaralist. Þar vekur hann
athygli á að öllum verði að vera það ljóst að hugsanleg aðild Íslands
að Evrópusambandinu,  ,,verði aldrei  til  lykta  leitt  fremur  en önnur
stærstu mál þjóðarinnar  án þess að Alþingi og ríkisstjórn hafi um það
forystu. Allar  tilraunir  til  þess  að  koma málinu úr höndum Alþingis
byggja annað hvort á misskilningi um stjórnskipulegt hlutverk  þess 
eða vilja til að drepa málinu á dreif".

   Þorsteinn segir ,,viðskiptaráðherra hafa gengið lengst allra í að af-
vegaleiða umræðuna með yfirlýsingum um að taka verði málið úr hönd-
um stjórnmálaflokkanna. Það þýðir á mæltu máli að því eigi að ýta út
fyrir veggi Alþingis".  - Þorstein  segir ,, málið stjórnskipulega í lausu
lofti ef hugmyndir að þessu tagi eiga að ráða ríkjum".

  Þá segir Þorsteinn ,, að þjóðarvilji án þingvilja loddaraskap". Og
segir að lokum að ,,verði ráð Alþingis að henda umsóknarspurning-
unni í þjóðina án þess að taka sjálft afstöðu væri rétt að kjósendur
fengu samtímis að velja nýja þingmenn sem vita þá hvar standa".

  Þetta er hárrétt afstaða hjá Þorsteini Pálssyni og mjög á sama
veg og skoðun dómsmálaráðherra. Fyrst verður Alþingi Íslendinga
að móta stefnuna áður en hlaupið er til handa og fóta við að breyta
stjórnarskránni og efna til þjóðaratkvæðagreiðslu. Skýr afstaða
Alþings verður að liggja fyrir í þessu stórmáli áður.

   Þeir stjórnmálamenn sem geta ekki tekið hreina og klára afstöðu
í stórmáli þessu eru starfi sínu ekki vaxnir og eiga að leita sér að
annari vinnu. Það  sama  gildir um stjórnmálaflokkanna. - Þeir flokkar
sem geta ekki myndað sér skoðun á þessu stærsta pólitíska  hitamáli
lýðveldisins eru vægast sagt ótrúverðugir, og eiga ekkert erindi við
þjóðina. 

Hárrétt afstaða dómsmálaráðherra í stjórnarskrármálinu


  Það er hárrétt hja dómsmálaráðherra  að ekki sé tímabært  að
fara í stjórnarskrárbreytingar á kjörtímabilinu varðandi ESB-aðíld.
Bendir hann meðal annars á að í stjórnarsáttmálanum  sé  ekki
kveðið á um aðildarviðræður að  Evrópusambandinu. Slíkt  sam-
þykki þurfi þó að liggja fyrir ÁÐUR en farið er út í stjórnarskrár-
breytingar.

  Það er aldeilis út í hött að Alþingi fari að breyta stjórnarskránni
að ósk ESB-sinna áður en fyrir liggur hreinn og klár meirihlutavilji
Alþings að Ísland skuli sækja um aðild að ESB.  Alþingi er æðsta
úrskurðarvaldið í þessu  stórmáli. Meðan meirihluti er ekki fyrir
því á Alþingi að  Ísland sæki um ESB-aðild er breyting á stjórnar-
skrá svo að slíkt geti orðið algjörlega fráleitt.

  Afstaða varaformanns Sjálfstæðisflokksins þvert á sjónarmið  
dómsmálaráðherra er því rökleysa. Þá er sú skoðun Þorgerðar
Katrínar og fleiri þingmanna um þjóðaratkvæðagreiðslu um málið
án þess að vilji Alþings liggi fyrir um umsókn að ESB sömuleiðis
fráleit. Enda segir forsætisráðherra slíka þjóðaratkvæðagreiðslu
ótímabæra.

  Það er alveg með ólíkindum hvernig sumir eru ekki samkvæmir
sjálfum sér í þessu stórpólitíska hitamáli. Segja í orði vera and-
vígir aðild Íslands að ESB en eru samt tilbúnir til að greiða meiri-
háttar  fyrir slíkri aðild með því að breyta stjórnarskránni svo
hún verði ESB-tæk og svo þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, án
þess að vilji Alþingis liggi fyrir.

  Slík vanvirða á þingræðinu er með hreinum  eindæmum!!   


Þorgerður Katrín stefnir á ESB-aðild



  Það er alveg ljóst eftir yfirlýsingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir
varaformanns Sjálfstæðisflokksins í gær, hvert hugur hennar stefnir
í Evópumálum. Sem kemur alls ekki á óvart. Því  það var  hún  sem
fremst fór við myndun  núverandi ríkisstjórnar, þar sem  helmingur
ráðherrar úr Samfylkingunni eru yfirlísitir ESB-sinnar.

  Það að vilja boða til þjóðaratkvæðagreiðslu  um Evrópusambandið á
næsta kjörtímabili ásamt  því að breyta  stjórnarskránni fyrir næstu
kosningar svo hún  verði  ekki til  trafala við  inngöngu Íslands í ESB,
segir allt sem segja þarf um hug varaformanns Sjálfstæðisflokksins til
Evrópumála. Spurning  hvort  aðildarviðræður  séu  í  raun  komnar á
undirbúningsstig á þessu kjörtímabili, þótt ekki sé gert ráð fyrir þeim í
stjórnarsáttmálanum.  Allt virðist geta gerst í þeim efnum.

  Innan Sjálfstæðisflokksins eru í dag sterk öfl sem þrýsta fast á
Evrópusambandsaðild Íslands og upptöku evru. Greinilegt er að
Þorgerður Katrín ætlar að leiða þau öfl innan flokksins. Alvarlegur
klofningur  er því í uppsiglingu innan Sjálfstæðisflokksins, eins
og raunar innan  flestra  annara flokka varðandi Evrópumálin.

 
mbl.is Hefur áhyggjur af borgarmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt eins og eitt stórt heimstré !


   Heimurinn er lítill. Ástandið í Mið-austurlöndum veldur ástandi
á Akranesi.  Meirihluti  fellur, og annar tekur þar við, allt út af
ástandinu í austurlöndum.

  Allt þetta vekur ótal spurningar.  Enda mál af þessm toga við-
kvæm og vandmeðfarin. - Göfugt er að vilja bjarga heiminum,
en spurning hvort við gerum það með því að  horfa ekki líka  í
okkar eigin rann, og bæta það sem þar þrafnast bóta. Annað
gæti verið hræsni!

  Heimurinn er stór og ólíkur, og mannkyn allt sem hann byggir.
Ólíkir kynþættir, þjóðkyn, menningarheimar, sem mikilvægt er
að njóti virðingar, og fái að blómstra og dafna sem mest og
best í sínum heimkynnum . Þetta er allt eins og eitt stórt
heimstré, þar sem hver grein, stór eða smá, á að fá  að blóm-
stra og njóta sín.  Veikist ein, á að koma henni til hjálpar. Því
sérhver grein er svo mikilvæg á þessu stóra heimstréi ólíkra
þjóða og menningar.  Því allar greinar þessa heimstrés eru
jafnar gagnvart skapara sínum. Eru jafnréttháar hver annari
til lífsins. Annars hefði skaparinn aldrei skapað þennan mikla
fjölbreytileika. Þetta stóra litskrúðuga heimstré !

  Alþjóðlegt hjálparstarf í hvaða mynd sem er á því að styrkja
og styðja Á ÞEIM SVÆÐUM  sem þörfin er. Eigum að virða þann-
ig fjölbreytileika heimstrésins, og sjá til þess að sérhver grein
þess fái að dafna og blómstra á sínum forsendum. 

  Á þann hátt hlúum við best að okkar eigin grein.  Grein sem
okkar íslenzka tilvera byggist á, og þar með tilvera heimsins...

mbl.is Sjálfstæðismenn með hreinan meirihluta á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umpólun Jóns Sigurðssonar í Evrópumálum.


   Staksteinar Morgunblaðsins fjalla um umpólun Jóns Sigurðssonar
fyrrum formanns Framsóknarflokksins í Evrópumálum. Er það ekki
að furða, því það er með eindæmum hvernig er hægt að umpólast
svona í afstöðu  til stærsta pólitíska hitamáls lýðveldisins á jafn
skömmum tíma og Jón Sigurðsson hefur nú gert. Staksteinar vitna
í því sambandi til orða Jóns á 29 flokksþingi Framsóknarflokksins,
en þar sagði Jón m.a um hugsanlega ESB-aðild.:

   ,, En við eigum sjálf að velja tímann til stefnuákvarðana um sllík
efni. Og slíkar ákvarðanir eigum við að taka á grundvelli styrkleika
okkar og eigin metnaðar sem frjáls þjóð. Það er ekki sanngjarnt að
kenna íslensku krónunni um verðbólgu og háa vexti. Fleira kemur
til skoðunar í því samhengi. Við teljum ekki tímabært að taka núver-
andi afstöðu Íslands til endurmats fyrr en við höfum tryggt hér lang-
varandi jafnvægi og varanlega stöðugleika í efnahags- atvinnu- og
gjaldeyrismálum. Slíkt tekur ekki minna en 4-5 ár. Á þeim tíma breyt-
ast bæði samfélag okkar og Evrópusambandip sjálft og því eru lang-
tímaákvarðanir um breytta stefnu ekki tímabærar nú. Við höfnum því,
að Íslendingar láti hrekja sig til aðildar vegna einhverra vandræða eða
uppgjafar. Við eigum sjálf að skapa okkur örlög, sem metnaðarfull og
frjáls þjóð".

  Og Stakstenar spyrja. ,, Hvað ætli valdi breyttum viðhorfum fyrrver-
andi formanns Framsóknarflokksins. Var hann búinn að gleyma fyrri
afstöðu eða...? ".

  Sá sem þetta skrifar býr í sama kjördæmi og sem Jón Sigurðsson
bauð sig fram í við síðustu  kosningar. Sem gamall  stuðningsmaður
Framsóknar til fjölda ára,  og hlustandi á  þá miklu áherslu sem Jón
lagði á ÞJÓÐHYGGJU okkar Íslendinga, fékk fyrrum formaður atkvæði
undirritaðs. - Í ljósi þess sem nú hefur gerst í viðhorfum Jóns Sigurðs-
sonar í Evrópumálum koma margar hugsanir upp. Þar á meðal sú, að
ósigur Jóns í kjördæminu,  var þegar  upp er staðið, hin besta niður-
staða. - Því skoðanir stjórnmálamanna eiga aldrei að fara eftir því
hvar þeir sitja við þjóðarborðið hverju sinni. Og allra síst þegar um
er að ræða stærsta mál lýðveldisins, fullveldið og sjálfstæðið...

Efirlaunalög Alþingis felld úr gildi, og það strax!


   Ef Alþingi Íslendinga afnemur ekki hið snarasta hin órérttlátu
eftirlaunalög helstu ráðamanna þjóðarinnar, og það fyrir þinglok,
verður  meiriháttar  trúnaðarbrestur milli  þjóðar og þings. Því er
mikilvægt að málið fái afgreiðslu nú þegar, þannig að þjóðin sjái
alla vega  hvaða þingmenn það eru sem vilja að tvær þjóðir búi
í landinu hvað eftirlaunakerfið varðar. - Málið verður því að fá af-
greiðslu nú í vor. Síðan eru það verkefni dómstóla að skera úr
um ágreiningsefni komi þau upp.  Svo einfalt er það !

  Augljóst er að margir draga lappirnar í þessu máli. Því annað
hvort verða lögunum breytt til  samræmis við  það sem  gerist
hjá þjóðinni, eða ekki. Enginn kattarþvottur mun líðast  í  máli
þessu, og því síður blekkingar, eins og formaður Samfylkingar-
innar er uppvís af þessa daga.

  Ráðherrar, þingmenn og æðstu embættismenn þjóðarinnar
eru að störfum fyrir þjóðina, á hennar kostnað,  og á hennar
vegum, og því gjörsamlega út í hött að fyrir það  skuli  þeir
geta skammtað sér ofurkjör á kostnað ríkis og þjóðar að þeim
störfum loknum. 

  Lögin voru pólitísk mistök og ofur-klúður á sínum tíma !

  Nú verða þau líka  að víkja þegar í stað ! ! !

 


mbl.is Eftirlaunalög Alþingis verða felld úr gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öryggisráðið: Davið verði aðal sökudólgurinn.


  Það er fyndið hvernig Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra
og Valgerður Sverrisdóttir fyrrum untanríkisráðherra undirbúa sig nú
undir harkfarinar varðandi báráttuna fyrir setu Íslands  í Örygisráði
S.Þ í Fréttlablaðinu í dag.  Báðar standa þær frammi fyrir því að málið
er gjörtapað, en verða með einhverju móti að verja þann gríðarlega
fjáraustur sem farið hefur í ruglið með stuðningi  sínum  við það. Og
ekki voru þær vinkonur lengi að finna aðal sökudólginn. Davíð Odds-
son fyrrum utanríkisráðherra skal hann heita. Segja þær báðar í kór
að framboðið hafi skaðast í utanríkisráðherratíð Davíðs, vegna þess
að hann hafi ákveðið að ekki skyldi unnið að framboðinu í það rúma
ár sem hann var utanríkisráðherra.

  Þá vitum við það, eða hitt þó heldur. En fyrir okkur skattgreiðendur
er þó ljóst að tapist þetta heimskulega framboð lágmarkast kost-
naðurinn til mikilla muna við þetta rugl-framboð.  Og verið það niður-
staðan, á Davíð Oddsson þá hrós skilið að hafa þó séð allt ruglið
að lokum. Þv það hafa þau Halldór Ásgrímsson, Valgerður Sverris-
dóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir enn ekki gert. 

  Þjóðin mun svo eins og alltaf borga fyrir sukkið  og þennan
skandal að lokum !


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband