Túlkavandamál Steingríms


   Svo slæmur er hringlandahátturinn í málflutningi
Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra orðinn,
að sjálfur aðstoðarmaður hans er farinn að neyðast
til að túlka ummæli hans. Nú síðast varðandi þjóðar-
atkvæðagreiðsluna. En þar hafði hann átt að segja
við Sænska dagblaðið að þjóðaratkvæðagreiðslan um
Icesave væri of flókin. Um oftúlkun blaðamanns hafi
verið að ræða að mati aðstoðarmanns ráðherra. En
svo virðist sem aðstoðarmaðurinn sjálfur hafa eitt-
hvað misskilið  þessa oftúlkun blaðamannsins, því í
athugasemdum sem aðstoðarmaður ráðherra sendi
frá sér kemur ekkert fram að um oftúlkun hafi verið
að ræða. Steingrímur bara bullaði eins og vanalega! 

   Túlkunarvandamál Steingríms fer því dag versnandi!
Spurning hvenær að því komi að hann þurfi túlk til að 
túlka sjálfan sig. Því enginn skilur manninn lengur.
Ekki einu sinni hans nánustu!

  Og hvernig þá í ósköpunum getur stjórnarandstaðan
náð vitrænu sambandi við slíkan mann í yfirsandandi
viðræðum stjórnar og stjórnarandstöðu um Icesave?- 

  Og þótt í vöku sé!

  ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!

     
mbl.is Um túlkun blaðamanns að ræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já þú segir það, vonandi fáum við ekki bálreiðan fréttamann sem segir okkur að það standi sem hann skrifaði, og að við séum hugsanlega að horfa upp á eitt tilfellið í viðbót af svoleiðis... kemur í ljós á morgun.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.1.2010 kl. 01:01

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Í sjálfu sér má til sanns vegar færa að þegar málið snýst um beina hagsmuni ásamt tilfinningahita þá eigi dómgreindin undir högg að sækja. Og vissulega geta komið upp svo flókin og erfið úrlausnarefni að dómgreind kjósenda skekkist. Það hefur komið fram í flestum kosningum til  Alþingis!

En að öllu gamni slepptu þá er þetta mál unnið af mörgum fræðingum svonefndum og sú stétt er sundurleitari um niðurstöður en flestar aðrar. Umrætt mál er flóknara en svo að nokkur niðurstaða verði óyggjandi.

Stjórnvöld hafa ritað og talað mest á óræðu dulmáli með undirliggjandi hrakspám um afleiðingar synjunar.

Málið er erfiðara en ella vegna harðvítugra pólitískra deilna, jafnt innan Alþingis sem utan.

Ég tel að synjun almennings á lögunum flýti ekki fyrir heimsendi að nokkru ráði.

Árni Gunnarsson, 18.1.2010 kl. 01:21

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það er svo litið gaman að skoða að tilskipunin skuli taka af allan vafa um ábyrgð ríkissjóð á fjármögnun einkatryggingarinnlánakerfum. Þetta er algjörlega skýrt í þýsku og frönsku útgáfunum. Þannig að allir heiðarlegir fjármálaaðilar geta lesið án lögfræðiaðstoðar.

Svo ef útibúi er lokað, vegna stefnu í reiðufjárþrot þá eru gefnar upp leiðbeiningar um hverja á að útskúfa frá útgreiðslu innlána úr viðkomandi tryggingarsjóð. 

Það eru stjórnendur, stýrendur, mats, eftir og yfirlitsaðilar útibúsins og þeirra nánustu sem fá ekki greitt út innilán.  

Eining hliðstæðir aðilar í á sama markaði.

Sparifjárinnlánarar [eigendur t.d] áhættu lítilla innlánsflokka eru fyrst og fremst þeir sem á tryggja.

Í farveginum hinum stjórnmálalega hefur þetta greinlega snúist við.

Áhættulitlir og forsjálir eiga að borga allt fyrir hinna sem þarf ekki að vorkenna og geta sjálgum sér um kennt.   

Júlíus Björnsson, 20.1.2010 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband