Ungir sósíaldemókratar undirverktakar erlendra afla. Rífa svo kjaft!


   Þeir ungu sósíaldemókratar sem nú krefjast afsagnar
Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
ætti að skammast sín. Því varla fyrirfinnast jafn óþjóðholl
ungliðasamtök á Íslandi og þau. Enda uppalin frá fæðingu
í andþjóðlegri sósíaldemókratiskri hugmyndarfræði. Sem í
grunninn er ekkert annað en rasismi gegn íslenzkri þjóð
og öllu sem hún stendur fyrir. Enda orðin undirverktakar
í dag fyrir hið erlenda ríki, ESB, sem nú hefur ákveðið að
kosta öllu til að innlima Ísland í Evrópusambandið. Með
hjálp hérlendra föðurlandssvikara eins og ungliða Sam-
fylkingarinnar. Sem er höfuð óvinur íslenzkrar þjóðar og
hagsmuna í dag.

  Hins vegar hefði Jón Bjarnason átt fyrir löngu vera bú-
inn að átta sig á stöðu sinni í stjórnmálum. Því hvers
vegna í ósköpunum gat hann fengið sig til að hleypa af
stað ESB-hraðlestinni, sitjandi sjálfur í ESB-sinnaðri ríkis-
stjórn og ESB-sinnuðum flokki? Því klárlega er ENGINN
munur á hinni öfgasinnuðu alþjóðahyggju meðal krata og
komma.  Þess vegna áttu Vinstri grænir svona auðvelt
með  að sækja um aðild að ESB á síðasta ári, og samþykkja
Icesave-þjóðsvikin,  undir dyggri stjórn hins kommúníska
leiðtoga síns og öfga alþjóðasinna, Steingríms J Sigfússonar! 

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!

  
mbl.is Krefjast afsagnar Jóns Bjarnasonar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hvað er óþjóðhollt við það að gera þá kröfu til ráðherra í ríkisstjórn að þeir vinni eftir stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og segi satt í fjölmiðlum. Hvorut þessa gerir Jón Bjarnason. Hann hefur meðal annars verið að ljúga því í fjölmiðlum að nú sé í gangi aðlögunarferli að ESB.

Við, sem teljum hag Íslands betur borgið innan ESB en utan erum ekki verktakar fyrir nein erlend öfl. Það erum við, sem erum að sækja um aðild að ESB með hagsmjuni Íslands að leiðarljósi en ekki ESB að sækjast eftir aðild Íslands. ESB kemst vel af án Íslands og er ekki neinn sérstakur akkur í því að Ísland gangi þar inn þó vissulega geti fylgt því ákveðnir kostir fyrir ESB að fá okkur þar inn en því fylgja líka ókostir fyrir ESB.

Það að við ESB sinnar séum ósammála ykkur ESB andstæðingum um það hvernig hagsmunir Íslands til framtíðar verði best tryggðir gerir okkur ekki á neinn hátt "óþjóðholl" eða að "föðurlandsssvikurum" eða "rasistum gegn íslenskri þjóð". Slík ummæli segja meira um þann, sem lætur þau frá sér en þá, sem þeim er beint að enda eru þau ekkert  annað en ómerkilegt skítkast og persónuníð enda óverðskulduð með öllu.

Sigurður M Grétarsson, 25.8.2010 kl. 09:52

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jón var aðeins að vekja athygli á blekkingunni miklu. AÐLÖGUNARFERLINU
að ESB en ekki umsókn, sem Jóhanna og co blekktu þing og þjóð með VÍTAVERÐUM HÆTTI. Siða svo unglingum á Jón fyrir að segja sannleikann.
ALGJÖRAR BLEYÐUR!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 25.8.2010 kl. 15:57

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Nei Guðmundur. Jón er ekki að fletta ofan af neinum blekkingum heldur er hann sjálfur að beita blekkingum og lygum þegar hann heldur því fram að eitthvert aðlögunarferli hefur farið í gang, sem hluti af aðildarumsókn að ESB. Þú sjálfur hefur líka verið að bera þessar lygar á borð. Einnig hafa Heimsýn og Evrópuvaktin borið þessar lygar á borð og er það í samræmi við málflutning þessara samtaka hingað til. Þessi samtök gera lítið annað en að bera á borð blekkingar, mýtur og hræðsluáróður.

Jóhanna og co hafa ekki verið að beita neinum blekkingum. Það er engin aðlögun í gangi, sem hluti af ESB umsókn. Þær breytingar, sem stefnt er að því að gera núna til samræmis við ESB reglur er vegna EES samningsins og kemur ESB umsókn okkar ekkert við.

Sigurður M Grétarsson, 25.8.2010 kl. 19:46

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sigurður hættu  nú og bíddu fram í september. Hópur sérfræðinga frá
Brussel koma nú í sept. til að koma AÐLÖGUNARFERLINU af stað og hafa
yfirumsjón með því og öllum þeim milljörðum sem kosta á til í því sambandi.
Eða hvað heldur þú að þessir 4 milljarðar eiga að fara í á svokölluðu
samingaferli? Kleinur og kaffi?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 25.8.2010 kl. 20:51

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Nei að sjálfsögðu fara þessir fjórir milljarðar ekki í kleinu og kaffi. Þeir fara í það að greina það hvaða breytingar þarf að gera á íslensku stjórnkerfi og íslenskum lögum til að Ísland geri orðið aðili að ESB ásamt því að gera aðgerðaráætlun um það hvernig á að framkvæma þær breytingar ef, og aðeins ef, aðild verður samþkkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Ferlið er svona. Eftir að samþykkt hefur verið að fara í aðildarviðræður er samhliða þeim framkvæmd vinna við að greina hverju þarf að breyta í stjórnkerfi og lögum landsins til að það geti orðið aðili að ESB ásamt því að gera aðgerðaráætlun um það hvernig það verði gert. Þetta eru upplýsingar, sem ESB vill hafa áður en tekin er ákvörðun um það hvort aðild er samþykkt og einnig eru þetta hluti þeirra uplýsinga, sem kjósendur umsóknarríkisins þurfa að hafa til að taka upplýsta ákvörðun.

Ef aðild er felld í þjóðaratkvæðagreiðslu er aðgerðaráætlunin aldrei sett í framkvæmd. Ef aðildin er hins vegar samþykkt þá er hún hins vegar sett í framkvæmd og kláruð fyrir þá dagsetningu, sem að formlegri aðild verður.

Það eru því engar blekkingar hér á ferðinni aðrar en þær blekkingar ESB andstæðinga, sem koma fram í þeirri rangfærslu þeirra að eitthvert aðlögunarferli sé að fara í gang áður en ákvörðun hefur verið tekin um aðild að ESB.

Ég spyr því. Hvenær má búast við því að þú og aðrir ESB andstæðingar hættið að ljúga því að eitthvert aðlögunarferli sé að fara í gang áður en ESB aðild verður borinn undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu?

Sigurður M Grétarsson, 27.8.2010 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband