Samþykkir VG mútugreiðslur ESB í dag?


   Tillögur um verkefni, sem hljóta styrki skv. IPA áætlun
ESB, og hlotið hafa miklar umræður og deilur, eiga að
liggja fyrir í dag frá ráðuneytunum. (sbr.Evrópuvaktin.is).
AFAR FORVITNILEGT verður að fylgjast með hvort ráðu-
neyti Vinstri grænna sendi inn tillögur. Því þá um leið
hafa Vinstri grænir BERSKJALDAÐ sig sem hreinn og klár
ESB-flokkur. Og jafnvel tilbúinn að þiggja fé frá Brussel
svo að AÐLÖGUNARFERLIÐ gangi nú hratt og vel fyrir sig.
En einmitt Jón Bjarnarson sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðherra gagnrýndi þetta harðlega um daginn, og taldi
að um hreina AÐLÖGUN væri að ræða sem yrði að stöðva.

   Já hvað gera ráðuneyti Vinstri grænna í dag? Senda þau
inn tillögur um AÐLÖGUNARSTYRKI til ESB? Og verður ráðu-
neyti Jóns Bjarnasonar þar í hópi?  Spennandi! 

  ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þetta fé frá Brussel er til að skoða hverju þurfi að breyta í stjórnskipan á Íslandi ef Ísland gengur í ESB ásamt því að gera aðgerðaráætlun um það hvernig skuli staðið að því ef samþykkt verður að Ísland gangi í ESB. Þetta fé fáum við í styrk óháð því hvort við síðan göngum í ESB eða ekki. Við verðum með öðrum orðum ekki endurkrafin um þessa styrki þó við höfnum ESB aðild þega þar að kemur.

Þessar styrkveitingar eru í reglum ESB og hafa önnur umsóknarríki fengið sams konar styrki. Það var því vitað áður en Alþingi samþykkti að sækja um aðild að ESB að við fengjum slíka styrki.

Það er því út í hött að kalla þetta mútur. Það væri aðeins hægt ef við værum skuldbundin til að endurgreiða þetta fé ef við síðan höfnuðum aðild þegar þar að kemur.

Það er líka út í hött að kalla þetta greiðslu til að koma einhverju aðlögunarferli af stað því ekki þarf að framkvæma neitt af þessu nema aðild Íslands að ESB verði samþykkt.

Sigurður M Grétarsson, 31.8.2010 kl. 18:40

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sigurður. Það þarf enga 4 milljarða til að skoða þessa hluti. LESTU UM ESB
hvernig það hugsar sér að GLEYPA umsóknarríki strax við umsókn.
Auk þess stenst þetta ekki stjórnarskrá að ERLENT ríki skipti sér af
íslenzkum INNANRÍKISMÁLUM með þessum grófa hætti.  IPA áætlun ESB
gengur út á að AÐLÖGUNIN byrji strax.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 31.8.2010 kl. 20:34

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Guðmundur. Þessi upphæð fer ekki bara í að skoða þessa hluti heldur líka í að gera aðgerðaráætlun um það hvernig þessu skuli komið í framkvæmd fari svo að aðild verði samþykkt. Við Íslendingar erum ekki skuldbundnir til að gera neitt af þessu nema aðild verði samþykkt og því ekki fyrr en eftir að aðild hefur verið samþykkt.

ESB hvorki "gleypir" né "innlimar" nokkurt ríki. Öll ríki, sem gengið hafa í ESB hafa gert það að eigin frumkvæði með eigin hagsmuni í huga. Það sama á við um okkur Íslendinga. ESB hefur ekki reynta að lokka neitt ríki inn eða ýta á það um að ganga inn í sambandið.

Sigurður M Grétarsson, 1.9.2010 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband