Aðlögunarferlið allt í boði Vinstri grænna !


   Það er hárrétt hjá Bændasamtökum Íslands að Ísland er í
AÐLÖGUNARFERLI að ESB en EKKI samningarviðræðum um
aðild  að  ESB.  Alþingi Íslendinga  var  stórkostlega  bekkt  í
fyrra að um venjulega umsókn væri að ræða. Að sú blekking
náði fram að  ganga skrifast því aðallega á Vinstri græna. Þeir
gáfu samþykki sitt um að Evrópuhraðlestin til Brussel var sett
af stað. Þeir styðja nú ríkisstjórn sem vinnur nótt og dag að
því að koma Íslandi inn í stórríki Evrópu, ESB. Kommúnistarnir
í  Vinstri  Grænum  bera  því  FULLA  PÓLITÍSKA  ÁBYRGР á
AÐLÖGUNARFERLINU að ESB. -  Talandi um annað er hámark
hræsninnar!

   Evrópustefna VG er hins vegar afar skiljanleg. Sem alþjóða-
sinnaðir sósíalistar er ekkert við það að ganga ESB-á hönd
en Sovétríkjunum forðum. Í grunninn er alþjóðahyggja VG
sú sama í dag og hjá sósíaldemókrötunum í Samfylkingunni.
Enda vantaði bara HREINRÆKTAÐA VINSTRISTJÓRN til að
koma aðildarferlinu að ESB af stað. Hina VINSTRISINNUÐU
ALÞJÓÐAHYGGJU!
 
  ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS
mbl.is Allt um garð gengið þegar þjóðin kýs?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Guðmundur. Enn að bera út þessa mýtu. Þetta er ekkert annað en ómerkielgt blekkingarbragð hjá Bændasamtökunum, sem leita allra leiða til að koma í veg fyrir inngöngu Íslands í ESB og virðist ekkert heilagt í þeim  efnum. Ég vil benda á skrif mín um þetta á bloggsíðu minni.

http://siggimaggi.blog.is/blog/siggimaggi/entry/1098059/#comments

Það hefur komið fram í fréttum að svar Untanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Bændasamtakanna sé að vænta fljótlega. Vonandi tekst með því að kveða niður þessa mýtu. Vonandi verður einnig hægt fljótlega að kveða niður aðrar mýtur í þessari umræðu svo hægt sé að fara að ræða kosti og galla ESB aðildar út frá staðreyndum.

Sigurður M Grétarsson, 25.9.2010 kl. 03:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband